„Þau eru bara fyrir“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 22. janúar 2025 21:41 Þórhildur er samskiptastjóri Samgöngustofu. Vísir/Samsett Samgöngustofa tilkynnti ISAVIA fyrr í mánuðinum að loka þyrfti annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar vegna trégróðurs. ISAVIA kemur til með að loka brautinni í næstu viku en er nú þegar bannað að nota hana þegar myrkrar. Málið snýst um 1400 tré í Öskjuhlíð sem að mati Samgöngustofu eru of há, hindri flugumferðina og ógni öryggi flugfarþega. Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA innanlandsflugvöllum er ferlinu við lokun brautarinnar ekki lokið en ætti því að ljúka í byrjun næstu viku. Hins vegar var slökkt á svokölluðum PAPI ljósum flugbrautarinnar að næturlagi þann 15. janúar. „Geislinn leiðir flugvélarnar með tilteknum aðflugshalla inn á flugbrautina. Staðan er orðin þannig að það eru komnar hindranir inn á ytri mörk þessara aðflugsgeisla, það er semsagt trjágróðurinn sem er vaxinn upp fyrir það sem hann má vera hár og þess vegna í rauninni ótækt að leiða flugvélarnar inn á þá braut sem ætti að vera greið,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Flugbrautin sé enn opin að degi til. Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi sendi út tilkynningu fyrr í vikunni þar sem lýst er miklum áhyggjum vegna lokuninnar. Hún geti haft áhrif á sjúkraflutninga sjúklinga og segja að lokunin sé á skjön við lög um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu. „Staða málsins er sú að það eru tölvuert mörg tré sem eru vaxin upp fyrir þann flöt sem á að vera hindrunarlaus fyrir flugvélar að taka á loft og lenda,“ segir Þórhildur. „Þau eru bara fyrir.“ Lausnin sé sú að gera plan sem að gengur eftir, sem að tryggir að þessi flugbraut sé örugg fyrir fólk. Samgögnustofa hefur óskað eftir aðgerðaáætlun með tímalínu frá Reykjavíkurborg. Þá vinnur ISAVIA einnig að öryggismati. „Og niðurstaðan á þessu, annars vegar aðgerðaáætlun og hins vegar öryggismati, getur kallað á frekari ráðstafanir að hálfu Samgöngustofu,“ segir Þórhildur. Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Fréttir af flugi Tré Reykjavík Tengdar fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Heitar umræður mynduðust á fundi borgarstjórnar í dag um Reykjavíkurflugvöll en annarri flugbrauta vallarins verður lokað í næstu viku. Borgarfulltrúi segist ósáttur með seinagang meirihluta borgarstjórnar í málum varðandi flugvöllinn. 21. janúar 2025 21:43 Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. 10. janúar 2025 19:09 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Sjá meira
Málið snýst um 1400 tré í Öskjuhlíð sem að mati Samgöngustofu eru of há, hindri flugumferðina og ógni öryggi flugfarþega. Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA innanlandsflugvöllum er ferlinu við lokun brautarinnar ekki lokið en ætti því að ljúka í byrjun næstu viku. Hins vegar var slökkt á svokölluðum PAPI ljósum flugbrautarinnar að næturlagi þann 15. janúar. „Geislinn leiðir flugvélarnar með tilteknum aðflugshalla inn á flugbrautina. Staðan er orðin þannig að það eru komnar hindranir inn á ytri mörk þessara aðflugsgeisla, það er semsagt trjágróðurinn sem er vaxinn upp fyrir það sem hann má vera hár og þess vegna í rauninni ótækt að leiða flugvélarnar inn á þá braut sem ætti að vera greið,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Flugbrautin sé enn opin að degi til. Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi sendi út tilkynningu fyrr í vikunni þar sem lýst er miklum áhyggjum vegna lokuninnar. Hún geti haft áhrif á sjúkraflutninga sjúklinga og segja að lokunin sé á skjön við lög um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu. „Staða málsins er sú að það eru tölvuert mörg tré sem eru vaxin upp fyrir þann flöt sem á að vera hindrunarlaus fyrir flugvélar að taka á loft og lenda,“ segir Þórhildur. „Þau eru bara fyrir.“ Lausnin sé sú að gera plan sem að gengur eftir, sem að tryggir að þessi flugbraut sé örugg fyrir fólk. Samgögnustofa hefur óskað eftir aðgerðaáætlun með tímalínu frá Reykjavíkurborg. Þá vinnur ISAVIA einnig að öryggismati. „Og niðurstaðan á þessu, annars vegar aðgerðaáætlun og hins vegar öryggismati, getur kallað á frekari ráðstafanir að hálfu Samgöngustofu,“ segir Þórhildur.
Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Fréttir af flugi Tré Reykjavík Tengdar fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Heitar umræður mynduðust á fundi borgarstjórnar í dag um Reykjavíkurflugvöll en annarri flugbrauta vallarins verður lokað í næstu viku. Borgarfulltrúi segist ósáttur með seinagang meirihluta borgarstjórnar í málum varðandi flugvöllinn. 21. janúar 2025 21:43 Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. 10. janúar 2025 19:09 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Sjá meira
Heitar umræður um lokun flugbrautar Heitar umræður mynduðust á fundi borgarstjórnar í dag um Reykjavíkurflugvöll en annarri flugbrauta vallarins verður lokað í næstu viku. Borgarfulltrúi segist ósáttur með seinagang meirihluta borgarstjórnar í málum varðandi flugvöllinn. 21. janúar 2025 21:43
Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. 10. janúar 2025 19:09