Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 22. janúar 2025 22:58 Atli Freyr Magnússon segir ákveðið óöryggi vera meðal kennara. Vísir Klínískur atferlisfræðingur segist finna fyrir talsverðum breytingum innan skólasamfélagsins. Hann segir kennara og nemendur finna fyrir óöryggi vegna þessara breytinga. „Ég og kollegar mínir höfum verið að vinna með kennurum inni í almennum skólum og við erum klárlega að sjá breytt umhverfi,“ segir Atli Freyr Magnússon, klínískur atferlisfræðingur. Nú til dags sé fjölbreyttari nemendahópur í grunnskólum en áður og þar af leiðandi fjölbreyttari vandamál sem kennarar þurfa að eiga við. Undanfarna daga hefur verið fjallað um agavandamál og aukna ofbeldishegðun grunnskólabarna gagnvart starfsfólki skólanna. „Það má oft á tíðum koma til móts við þessa krakka,“ segir Atli. Mikil vitundarvakning hafi átt sér stað meðal barna varðandi réttindi sín. Atli segist finna fyrir þessar vakningu innan skólasamfélagsins. „Ég finn fyrir því þegar ég kem inn í skólann að kenna námskeið og veita ráðgjöf að margir eru óöruggir í þessum nýja veruleika. Ég tel þessar breytingar vera mjög góðar þó svo að skrefin sem þarf að taka til þess að ná fram og að vinna meðfram réttindum barna séu erfið, er það umhverfið sem allir vilja vinna í,“ segir Atli. Ákveðið óöryggi sé meðal kennara um hvaða skref eigi að taka og geti það skapað óöryggi hjá börnunum. „Síðan má ekki gleyma því í öllu þessu að það er vandamál í grunnskólum en á bak við öll þessi mál eru börn í vanda og þessi vandi verður ekki leystur öðruvísi heldur en að koma til móts við börnin. Þetta eru börn sem að líður illa og þau eru að missa stjórn á skapi sínu í skólanum, sem er klárlega erfitt fyrir skólasamfélagið, en á bak við hvert og eitt mál er barn sem líður illa og þarf á aðstoð að halda.“ Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Sjá meira
„Ég og kollegar mínir höfum verið að vinna með kennurum inni í almennum skólum og við erum klárlega að sjá breytt umhverfi,“ segir Atli Freyr Magnússon, klínískur atferlisfræðingur. Nú til dags sé fjölbreyttari nemendahópur í grunnskólum en áður og þar af leiðandi fjölbreyttari vandamál sem kennarar þurfa að eiga við. Undanfarna daga hefur verið fjallað um agavandamál og aukna ofbeldishegðun grunnskólabarna gagnvart starfsfólki skólanna. „Það má oft á tíðum koma til móts við þessa krakka,“ segir Atli. Mikil vitundarvakning hafi átt sér stað meðal barna varðandi réttindi sín. Atli segist finna fyrir þessar vakningu innan skólasamfélagsins. „Ég finn fyrir því þegar ég kem inn í skólann að kenna námskeið og veita ráðgjöf að margir eru óöruggir í þessum nýja veruleika. Ég tel þessar breytingar vera mjög góðar þó svo að skrefin sem þarf að taka til þess að ná fram og að vinna meðfram réttindum barna séu erfið, er það umhverfið sem allir vilja vinna í,“ segir Atli. Ákveðið óöryggi sé meðal kennara um hvaða skref eigi að taka og geti það skapað óöryggi hjá börnunum. „Síðan má ekki gleyma því í öllu þessu að það er vandamál í grunnskólum en á bak við öll þessi mál eru börn í vanda og þessi vandi verður ekki leystur öðruvísi heldur en að koma til móts við börnin. Þetta eru börn sem að líður illa og þau eru að missa stjórn á skapi sínu í skólanum, sem er klárlega erfitt fyrir skólasamfélagið, en á bak við hvert og eitt mál er barn sem líður illa og þarf á aðstoð að halda.“
Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Sjá meira