Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2025 16:57 Snæbjörn Brynjarsson, leikhússtjóri Tjarnarbíós. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er talinn hafa dregið sér að minnsta kosti þrettán milljónir króna, að sögn leikhússtjóra. Málið sé lamandi högg fyrir starfsfólk og listamenn. Framkvæmdastjórinn verður kærður til lögreglu á morgun. Tjarnarbíó við Tjarnargötu hefur um árabil verið svo gott sem eina athvarf sjálfstæðra sviðslistahópa á landinu. Forsvarsmenn leikhússins hafa um árabil vakið athygli á bágri stöðu þess og árið 2023 var leikhúsinu næstum lokað fyrir fullt og allt, þangað til Reykjavíkurborg greip í taumana. Nýr leikhússtjóri tók við stjórnartaumunum í Tjarnarbíó í september og nú í janúar fór hann ofan í saumana á fjármálum hússins. Við þá yfirferð vöknuðu spurningar um tiltekinn reikning og í kjölfarið kviknuðu grunsemdir um fjárdrátt. „Og við erum nú búin að safna saman nægilegum gögnum og upplýsingum að við teljum okkur hafa ástæðu til þess að kæra. Bæði stjórn Tjarnarbíós og ég ætlum að taka þetta alla leið. Enda eru þetta töluverðar upphæðir og einbeittur brotavilji,“ segir Snæbjörn Brynjarsson, leikhússtjóri. Viðtalið við hann í heild má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Hafi brugðist góðum vinum Sindri Þór Sigríðarson fyrrverandi framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdráttinn. Hann hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarin ár vegna málaferla hans og Ingólfs Þórarinssonar, Ingós veðurguðs. Sindra var sagt upp störfum hjá Tjarnarbíó um áramótin, áður en hinn meinti glæpur komst upp. „Þessi fjárdráttur hefur átt sér stað síðan 2021 og er að lágmarki 13 milljónir og gæti verið meira,“ segir Snæbjörn. Þetta hlýtur að vera áfall fyrir ykkur í húsinu? „Ég er búinn að vera andvaka. Ég lýg því ekki. Við erum öll búin að vera í miklu áfalli. Ég kannski minnst, ég hef ekki unnið við hlið Sindra í mörg ár. Þetta er mikið áfall fyrir samstarfsmenn og góða vini sem hann hefur brugðist.“ Starfsemi Tjarnarbíós verður seint talin umfangsmikil og ljóst að þrettán milljónir eru þar talsverður biti. Snæbjörn segir það einmitt sæta furðu hversu lengi meintur fjárdráttur viðgekkst. Hann telur þó framtíð Tjarnarbíós ekki í hættu. „Það var alveg lamandi þegar maður áttaði sig á þessu fyrst en ég vona að við náum að svara öllum spurningum og náum réttlátri niðurstöðu.“ Snæbjörn reiknar með að málið verði kært til lögreglu á morgun. Ekki hefur náðst í Sindra Þór vegna málsins í dag. Leikhús Reykjavík Lögreglumál Fjárdráttur í Tjarnarbíói Tengdar fréttir Sindri grunaður um fjárdrátt Framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdrátt í starfi samkvæmt heimildum fréttastofu. Málið er litið alvarlegum augum og til skoðunar hvort það verði kært til lögreglu. 23. janúar 2025 11:58 Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Leikhússtjóri Tjarnarbíós segir Sindra Þór Sigríðarson fyrrverandi framkvæmdastjóra leikhússins grunaðan um fjárdrátt yfir þriggja ára tímabil. Til stendur að kæra málið. 23. janúar 2025 13:57 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Tjarnarbíó við Tjarnargötu hefur um árabil verið svo gott sem eina athvarf sjálfstæðra sviðslistahópa á landinu. Forsvarsmenn leikhússins hafa um árabil vakið athygli á bágri stöðu þess og árið 2023 var leikhúsinu næstum lokað fyrir fullt og allt, þangað til Reykjavíkurborg greip í taumana. Nýr leikhússtjóri tók við stjórnartaumunum í Tjarnarbíó í september og nú í janúar fór hann ofan í saumana á fjármálum hússins. Við þá yfirferð vöknuðu spurningar um tiltekinn reikning og í kjölfarið kviknuðu grunsemdir um fjárdrátt. „Og við erum nú búin að safna saman nægilegum gögnum og upplýsingum að við teljum okkur hafa ástæðu til þess að kæra. Bæði stjórn Tjarnarbíós og ég ætlum að taka þetta alla leið. Enda eru þetta töluverðar upphæðir og einbeittur brotavilji,“ segir Snæbjörn Brynjarsson, leikhússtjóri. Viðtalið við hann í heild má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Hafi brugðist góðum vinum Sindri Þór Sigríðarson fyrrverandi framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdráttinn. Hann hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarin ár vegna málaferla hans og Ingólfs Þórarinssonar, Ingós veðurguðs. Sindra var sagt upp störfum hjá Tjarnarbíó um áramótin, áður en hinn meinti glæpur komst upp. „Þessi fjárdráttur hefur átt sér stað síðan 2021 og er að lágmarki 13 milljónir og gæti verið meira,“ segir Snæbjörn. Þetta hlýtur að vera áfall fyrir ykkur í húsinu? „Ég er búinn að vera andvaka. Ég lýg því ekki. Við erum öll búin að vera í miklu áfalli. Ég kannski minnst, ég hef ekki unnið við hlið Sindra í mörg ár. Þetta er mikið áfall fyrir samstarfsmenn og góða vini sem hann hefur brugðist.“ Starfsemi Tjarnarbíós verður seint talin umfangsmikil og ljóst að þrettán milljónir eru þar talsverður biti. Snæbjörn segir það einmitt sæta furðu hversu lengi meintur fjárdráttur viðgekkst. Hann telur þó framtíð Tjarnarbíós ekki í hættu. „Það var alveg lamandi þegar maður áttaði sig á þessu fyrst en ég vona að við náum að svara öllum spurningum og náum réttlátri niðurstöðu.“ Snæbjörn reiknar með að málið verði kært til lögreglu á morgun. Ekki hefur náðst í Sindra Þór vegna málsins í dag.
Leikhús Reykjavík Lögreglumál Fjárdráttur í Tjarnarbíói Tengdar fréttir Sindri grunaður um fjárdrátt Framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdrátt í starfi samkvæmt heimildum fréttastofu. Málið er litið alvarlegum augum og til skoðunar hvort það verði kært til lögreglu. 23. janúar 2025 11:58 Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Leikhússtjóri Tjarnarbíós segir Sindra Þór Sigríðarson fyrrverandi framkvæmdastjóra leikhússins grunaðan um fjárdrátt yfir þriggja ára tímabil. Til stendur að kæra málið. 23. janúar 2025 13:57 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Sindri grunaður um fjárdrátt Framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdrátt í starfi samkvæmt heimildum fréttastofu. Málið er litið alvarlegum augum og til skoðunar hvort það verði kært til lögreglu. 23. janúar 2025 11:58
Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Leikhússtjóri Tjarnarbíós segir Sindra Þór Sigríðarson fyrrverandi framkvæmdastjóra leikhússins grunaðan um fjárdrátt yfir þriggja ára tímabil. Til stendur að kæra málið. 23. janúar 2025 13:57