Friðrik og Jón virðast báðir ánægðir í nýjum hlutverkum og birta reglulega myndir af litlu ferfætlingunum á samfélagsmiðlum sínum.
Bræðurnir eru afar samrýmdir og hafa fylgst að í mörgu á lífsleiðinni. Þeir gengu saman menntaveginn í Setbergsskóla í Hafnarfirði og Verslunarskóla Íslands, hafa báðir gert garðinn frægan í tónlistinni og eignuðust frumburði sína með stuttu millibili árið 2013, og svo mætti lengi telja. Það kemur því ekki á óvart að þeir hafi ákveðið að fá sér hvolp á sama tíma af sömu tegund.
Á myndinni hér að neðan má sjá Friðrik Dór, ásamt fjölskyldu sinni og hundinum Prins.
Hér má sjá hundinn hans Jóns og fjölskyldu, Nóru Jóns. Þetta eru nú algjörir krúttmolar!
