Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2025 09:40 Max Verstappen er ríkjandi heimsmeistari en hann var dæmdur til samfélagsþjónustu fyrir brot á reglum í fyrra. Nú gætu ítrekuð brot kostað hann eða aðra ökumenn mánaðarbann og stórar sektir. Getty/Vince Mignott Ökumenn í formúlu 1 eiga það á hættu að fá harðari refsingar á komandi tímabili. Þeir þurfa að passa vel upp á framkomu sína og orðanotkun á opinberum vettvangi. Hér er verið að tala um það að ef þeir brjóta reglurnar gætu þeir misst stig, fengið háar sektir eða verið settir í bann. Allt mögulegar refsingar verði þeir uppvísir að slæmri hegðun. Alþjóða bílasambandið, FIA, gaf út nýjar viðmiðunarreglur þar sem tekið er mun harðar á ýmsum málum eins og það að skaða orðspor FIA eða nota óviðeigandi orðalag eins og blótsyrði í viðtölum. Heimsmeistarinn Max Verstappen var meðal annars skipað að skila samfélagsþjónustu sem refsingu fyrir að nota blótsyrði á blaðamannafundi á síðustu leiktíð. Framkoma gagnvart starfsmönnum brautanna er einn af þessum þáttum þar sem ökumenn þurfa nú að passa sig. Ítrekuð brot verða þeim líka mjög dýr. Mohammed Ben Sulayem, forseti FIA, hefur hafið herferð gegn blótsyrðum á vettvangi formúlunnar en ökumenn telja að sambandið sé að ganga allt of langt. Það er því ljóst að þessar harðari reglur verða ekki vinsælar hjá ökumönnunum. Ökumaður þarf að greiða fjörutíu þúsund evrur í sekt fyrir að brjóta eina af þessum reglum og svo hækkar refsingin við hvert brot. Áttatíu þúsund evrur fyrir annað brot og 120 þúsund evrur fyrir það þriðja. Við þriðja brot fá ökumenn einnig eins mánaðar bann og missa auk þess stig í keppni ökumanna. Þessar sektir samsvara 5,8 milljónum, 11,7 milljónum og 17,6 milljónum króna. Martin has his say on the FIA's updated misconduct rules 🗣️ pic.twitter.com/zIoajbcdzJ— Sky Sports F1 (@SkySportsF1) January 23, 2025 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Hér er verið að tala um það að ef þeir brjóta reglurnar gætu þeir misst stig, fengið háar sektir eða verið settir í bann. Allt mögulegar refsingar verði þeir uppvísir að slæmri hegðun. Alþjóða bílasambandið, FIA, gaf út nýjar viðmiðunarreglur þar sem tekið er mun harðar á ýmsum málum eins og það að skaða orðspor FIA eða nota óviðeigandi orðalag eins og blótsyrði í viðtölum. Heimsmeistarinn Max Verstappen var meðal annars skipað að skila samfélagsþjónustu sem refsingu fyrir að nota blótsyrði á blaðamannafundi á síðustu leiktíð. Framkoma gagnvart starfsmönnum brautanna er einn af þessum þáttum þar sem ökumenn þurfa nú að passa sig. Ítrekuð brot verða þeim líka mjög dýr. Mohammed Ben Sulayem, forseti FIA, hefur hafið herferð gegn blótsyrðum á vettvangi formúlunnar en ökumenn telja að sambandið sé að ganga allt of langt. Það er því ljóst að þessar harðari reglur verða ekki vinsælar hjá ökumönnunum. Ökumaður þarf að greiða fjörutíu þúsund evrur í sekt fyrir að brjóta eina af þessum reglum og svo hækkar refsingin við hvert brot. Áttatíu þúsund evrur fyrir annað brot og 120 þúsund evrur fyrir það þriðja. Við þriðja brot fá ökumenn einnig eins mánaðar bann og missa auk þess stig í keppni ökumanna. Þessar sektir samsvara 5,8 milljónum, 11,7 milljónum og 17,6 milljónum króna. Martin has his say on the FIA's updated misconduct rules 🗣️ pic.twitter.com/zIoajbcdzJ— Sky Sports F1 (@SkySportsF1) January 23, 2025
Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira