Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. janúar 2025 07:01 Foreldrar um sextíu barna á Maríuborg lýsa yfir mikilli óánægju með leikskólastjórann. Reykjavíkurborg Foreldrar sextíu barna sem eru eða voru á leikskólanum Maríuborg í Grafarholti hafa sent borgarráði Reykjavíkur bréf þar sem þess er krafist að leikskólastjóra Maríuborgar verði vikið frá störfum. Í bréfinu er að finna alvarlegar kvartanir vegna starfshátta á leikskólanum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. Þar segir að auk kröfu um brottrekstur leikskólastjórans sé þess farið á leit að borgin skoði mál tengd leikskólastjóranum sem upp hafi komið. Leikskólastjórinn hafi verið ráðinn í fast starf frá og með upphafi síðasta árs, en kvartanir yfir framferði hans hafi komið fram frá haustinu 2023. Þær kvartanir, sem snúið hafi að „óásættanlegri hegðun, ófaglegum vinnubrögðum og skorti á faglegri forystu“ hafi Austurmiðstöð Reykjavíkur ekki tekið til greina. Telja til fjölda atvika Auk þess að lýsa yfir vantrausti á leikskólastjórann hafi foreldrar látið fylgja með skrá yfir um 30 atvik sem foreldrarnir telji ámælisverð. Þess á meðal er atvik þar sem drengur fannst ekki þegar foreldri hans hafi komið að sækja hann. Eins er nefnt að starfsmaður hafi „látið barn heyra það“, talað hafi verið niður til barna og að þrír starfsmenn hafi verið úti á leikskólalóðinni með 35 börnum. Í eitt skipti hafi leikskólastjórinn hringt í foreldri klukkan rúmlega fjögur síðdegis og sagt að hann væri að leita að syni þess sem búið væri að sækja. Tók drenginn úr leikskólanum Morgunblaðið hefur eftir foreldrum lýsingar á því að börn kvíði því að fara í leikskólann og á óviðeigandi hegðun starfsmanna í garð barnanna. Einn drengur hafi „öskurgrátið“ alla morgna, sér í lagi þegar leikskólastjórinn hafi verið að störfum. Sá hafi lent í barsmíðum af hendi annarra drengja á leikskólanum, sem hafi verið án eftirlits inni á klósetti. Ástæða barsmíðanna hafi verið sú að drengurinn ætti ekki föður. Þegar móðir drengsins hafi kvartað yfir málinu við leikskólastjórann er hann sagður hafa svarað henni með því að drengurinn væri oft lítill í sér því móðir hans hafi verið með krabbamein. Í kjölfarið hafi móðirin tekið drenginn úr leikskólanum og flutt í annað sveitarfélag. Í upprunalegri útgáfu fréttarnir var sagt að leikskólastjórinn hefði verið grunaður um að villa á sér heimildir sem bakvörður í Bolungarvík í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins. Það er ekki rétt og velvirðingar er beðist á þessum leiðu mistökum. Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. Þar segir að auk kröfu um brottrekstur leikskólastjórans sé þess farið á leit að borgin skoði mál tengd leikskólastjóranum sem upp hafi komið. Leikskólastjórinn hafi verið ráðinn í fast starf frá og með upphafi síðasta árs, en kvartanir yfir framferði hans hafi komið fram frá haustinu 2023. Þær kvartanir, sem snúið hafi að „óásættanlegri hegðun, ófaglegum vinnubrögðum og skorti á faglegri forystu“ hafi Austurmiðstöð Reykjavíkur ekki tekið til greina. Telja til fjölda atvika Auk þess að lýsa yfir vantrausti á leikskólastjórann hafi foreldrar látið fylgja með skrá yfir um 30 atvik sem foreldrarnir telji ámælisverð. Þess á meðal er atvik þar sem drengur fannst ekki þegar foreldri hans hafi komið að sækja hann. Eins er nefnt að starfsmaður hafi „látið barn heyra það“, talað hafi verið niður til barna og að þrír starfsmenn hafi verið úti á leikskólalóðinni með 35 börnum. Í eitt skipti hafi leikskólastjórinn hringt í foreldri klukkan rúmlega fjögur síðdegis og sagt að hann væri að leita að syni þess sem búið væri að sækja. Tók drenginn úr leikskólanum Morgunblaðið hefur eftir foreldrum lýsingar á því að börn kvíði því að fara í leikskólann og á óviðeigandi hegðun starfsmanna í garð barnanna. Einn drengur hafi „öskurgrátið“ alla morgna, sér í lagi þegar leikskólastjórinn hafi verið að störfum. Sá hafi lent í barsmíðum af hendi annarra drengja á leikskólanum, sem hafi verið án eftirlits inni á klósetti. Ástæða barsmíðanna hafi verið sú að drengurinn ætti ekki föður. Þegar móðir drengsins hafi kvartað yfir málinu við leikskólastjórann er hann sagður hafa svarað henni með því að drengurinn væri oft lítill í sér því móðir hans hafi verið með krabbamein. Í kjölfarið hafi móðirin tekið drenginn úr leikskólanum og flutt í annað sveitarfélag. Í upprunalegri útgáfu fréttarnir var sagt að leikskólastjórinn hefði verið grunaður um að villa á sér heimildir sem bakvörður í Bolungarvík í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins. Það er ekki rétt og velvirðingar er beðist á þessum leiðu mistökum.
Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira