Handbolti

Af­skrifuð stjarna Króata ó­vænt með

Valur Páll Eiríksson skrifar
Domagoj Duvnjak tók fullan þátt í upphitun og er mættur til leiks.
Domagoj Duvnjak tók fullan þátt í upphitun og er mættur til leiks. Vísir/Vilhelm

Það vakti töluverða undrun í fjölmiðlaaðstöðunni í Zagreb þegar Domagoj Duvnjak, fyrirliði Króata, var skyndilega mættur til leiks gegn íslenska landsliðinu.

Duvnjak átti að vera frá út mótið þegar upplýst var um meiðsli hans fyrir um viku síðan. Hann er aftur á móti á skýrslu hjá liðinu í kvöld.

Hann tók fullan þátt í upphitun og virðist klár í slaginn. Er hans þátttaka ás úr ermi Dags Sigurðssonar?

Stúkan í Zagreb fagnaði gríðarvel þegar Duvnjak var kynntur til leiks en yfirstandandi heimsmeistaramót verður hans síðasta með króatíska liðinu.

Hann er bæði leikja- og markahæstur í sögu landsliðsins og munar sannarlega um hann gegn strákunum okkar í kvöld.

Leikur Íslands og Króatíu hefst klukkan 19:30 og er lýst beint hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×