Sigur í leiknum í gær hefði tryggt íslenska liðinu efsta sætið í milliriðli 4 en nú er staðan sú að Ísland þarf að vinna Argentínu á sunnudaginn og treysta á að Slóvenía taki stig af Króatíu. Eða Grænhöfðaeyjar taki stig af Egyptalandi sem er afar ólíklegt.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var í Arena Zagreb í gær og náði myndunum sem má sjá í fréttinni. Þær fanga svekkelsi Íslendinga og sælu Króata.
















