„Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2025 11:47 Kyle Walker kveðst þakklátur fyrir allar leiðbeiningarnar frá Pep Guardiola. Getty/Martin Rickett Pep Guardiola, stjóri Manchester City, virðist alls ekki ánægður með þá niðurstöðu að enski landsliðsmaðurinn Kyle Walker sé farinn að láni til AC Milan á Ítalíu út leiktíðina. Í lánssamningnum er möguleiki fyrir Milan á að kaupa þennan 34 ára gamla varnarmann í sumar. Walker verður fjórði Englendingurinn í liði Milan á eftir Tammy Abraham, Ruben Loftus-Cheek og Fikayo Tomori. Fyrsti leikur hans gæti orðið gegn Parma á morgun. City verður hins vegar að spjara sig án Walkers þegar liðið tekur á móti Chelsea síðdegis í dag, og hann gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Guardiola var spurður út í þetta á blaðamannafundi: „Hann ákvað að fara,“ sagði Spánverjinn og bætti síðar við: „Harðasti, fljótasti og sterkasti leikmaðurinn sem maður hefur ákveður að fara frá félaginu.“ Walker sendi frá sér langa yfirlýsingu á Instagram þar sem hann þakkaði meðal annars Guardiola fyrir tímann hjá félaginu, en Walker lék með City frá árinu 2017 og vann meðal annars sex Englandsmeistaratitla, Evrópumeistaratitil og tvo bikarmeistaratitla. „Við Pep Guardiola vil ég segja; Takk fyrir að hafa trú á mér og leggja svona mikið á þig til að fá mig hingað 2017. Saman fögnuðum við 17 titlum og undir þinni handleiðslu varð ég að þeim leikmanni sem ég er í dag. Ég verð að eilífu þakklátur,“ skrifaði Walker. Hann hefur leikið 319 leiki fyrir City en lék sinn síðasta leik gegn West Ham 4. janúar og lét Guardiola í kjölfarið vita að hann vildi fara frá félaginu. City hefur verið líflegt á félagaskiptamarkaðnum í janúar og fest kaup á þremur nýjum leikmönnum, eða þeim Omar Marmoush frá Frankfurt, Vitor Reis frá Palmeiras og Abdukodir Khusanov frá Lens. Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira
Í lánssamningnum er möguleiki fyrir Milan á að kaupa þennan 34 ára gamla varnarmann í sumar. Walker verður fjórði Englendingurinn í liði Milan á eftir Tammy Abraham, Ruben Loftus-Cheek og Fikayo Tomori. Fyrsti leikur hans gæti orðið gegn Parma á morgun. City verður hins vegar að spjara sig án Walkers þegar liðið tekur á móti Chelsea síðdegis í dag, og hann gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Guardiola var spurður út í þetta á blaðamannafundi: „Hann ákvað að fara,“ sagði Spánverjinn og bætti síðar við: „Harðasti, fljótasti og sterkasti leikmaðurinn sem maður hefur ákveður að fara frá félaginu.“ Walker sendi frá sér langa yfirlýsingu á Instagram þar sem hann þakkaði meðal annars Guardiola fyrir tímann hjá félaginu, en Walker lék með City frá árinu 2017 og vann meðal annars sex Englandsmeistaratitla, Evrópumeistaratitil og tvo bikarmeistaratitla. „Við Pep Guardiola vil ég segja; Takk fyrir að hafa trú á mér og leggja svona mikið á þig til að fá mig hingað 2017. Saman fögnuðum við 17 titlum og undir þinni handleiðslu varð ég að þeim leikmanni sem ég er í dag. Ég verð að eilífu þakklátur,“ skrifaði Walker. Hann hefur leikið 319 leiki fyrir City en lék sinn síðasta leik gegn West Ham 4. janúar og lét Guardiola í kjölfarið vita að hann vildi fara frá félaginu. City hefur verið líflegt á félagaskiptamarkaðnum í janúar og fest kaup á þremur nýjum leikmönnum, eða þeim Omar Marmoush frá Frankfurt, Vitor Reis frá Palmeiras og Abdukodir Khusanov frá Lens.
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira