Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Jón Þór Stefánsson skrifar 25. janúar 2025 12:25 Ásgeir H. Ingólfsson er látinn eftir baráttu við krabbamein. Akureyrski blaðamaðurinn og skáldið Ásgeir H. Ingólfsson er látinn 48 ára að aldri. Hann lést í nótt eftir baráttu við krabbamein. Undanfarið hafði Ásgeir verið að skipuleggja viðburðinn Lífskviða sem var á dagskrá í sumarbústað skammt frá Kjarnaskógi í dag. Aðstandendur hans ætla að halda viðburðinn á tilsettum tíma, þrátt fyrir andlátið, og heiðra minningu Ásgeirs. Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og vinur Ásgeirs, segir í samtali við fréttastofu að þessi viðburður hafi haldið Ásgeiri gangandi síðustu dagana, að koma fólki saman. Það muni takast í kvöld og andi Ásgeirs muni svífa yfir vötnum. „Eftir að hafa ráðfært okkur við nánustu fjölskyldu og vini þá finnst okkur rétt og í anda Ásgeirs að halda viðburðinn. Honum var mjög tíðrætt um þetta og það minnsta sem við getum gert er að minnast hans,“ segir Valur. Að sögn Vals munu ýmsir listamenn koma fram og til dæmis lesa ljóð eftir Ásgeir og ljóð honum til heiðurs. „Labbaði út með dauðadóm á bakinu síðasta þriðjudag. Er búinn að fá niðurstöður varðandi krabbann. Örið á vélindanu hefur búið til svo mikið mein á lifrinni að þeir segja þetta ekki meðferðartækt. Vikur, mögulega mánuðir eftir,“ skrifaði Ásgeir í viðburðarlýsingu Lífskviðunnar á Facebook. Á viðburðinum verða bæði lesin ljóð eftir Ásgeir og til heiðurs honum. „Í þessari tímalínu. En þetta gerist allt of snemma í sögunni og ég veit að það er leið út úr þessu rugli. En þar til kraftaverkið gerist erum við nú á Akureyri að skipuleggja nokkurskonar lífskviðu, kviðu lífsins, með ljóðaupplestrum, tónlist, tölum, myndlist og fleiru. Það væri gaman að sjá ykkur frábæra fólk laugardaginn 25. janúar á Götu sólarinnar 6. Þetta er langleiðina út í Kjarnaskóg en nóg af fólki á bílum, reddast allt.“ Í viðburðarlýsingunni sagði líka að það væri opið hús milli tvö og fimm í dag, en þá væri „spjall og chill“ og síðan myndi formleg dagskrá hefjast klukkan sjö í kvöld. Andlát Akureyri Menning Ljóðlist Bókmenntir Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Undanfarið hafði Ásgeir verið að skipuleggja viðburðinn Lífskviða sem var á dagskrá í sumarbústað skammt frá Kjarnaskógi í dag. Aðstandendur hans ætla að halda viðburðinn á tilsettum tíma, þrátt fyrir andlátið, og heiðra minningu Ásgeirs. Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og vinur Ásgeirs, segir í samtali við fréttastofu að þessi viðburður hafi haldið Ásgeiri gangandi síðustu dagana, að koma fólki saman. Það muni takast í kvöld og andi Ásgeirs muni svífa yfir vötnum. „Eftir að hafa ráðfært okkur við nánustu fjölskyldu og vini þá finnst okkur rétt og í anda Ásgeirs að halda viðburðinn. Honum var mjög tíðrætt um þetta og það minnsta sem við getum gert er að minnast hans,“ segir Valur. Að sögn Vals munu ýmsir listamenn koma fram og til dæmis lesa ljóð eftir Ásgeir og ljóð honum til heiðurs. „Labbaði út með dauðadóm á bakinu síðasta þriðjudag. Er búinn að fá niðurstöður varðandi krabbann. Örið á vélindanu hefur búið til svo mikið mein á lifrinni að þeir segja þetta ekki meðferðartækt. Vikur, mögulega mánuðir eftir,“ skrifaði Ásgeir í viðburðarlýsingu Lífskviðunnar á Facebook. Á viðburðinum verða bæði lesin ljóð eftir Ásgeir og til heiðurs honum. „Í þessari tímalínu. En þetta gerist allt of snemma í sögunni og ég veit að það er leið út úr þessu rugli. En þar til kraftaverkið gerist erum við nú á Akureyri að skipuleggja nokkurskonar lífskviðu, kviðu lífsins, með ljóðaupplestrum, tónlist, tölum, myndlist og fleiru. Það væri gaman að sjá ykkur frábæra fólk laugardaginn 25. janúar á Götu sólarinnar 6. Þetta er langleiðina út í Kjarnaskóg en nóg af fólki á bílum, reddast allt.“ Í viðburðarlýsingunni sagði líka að það væri opið hús milli tvö og fimm í dag, en þá væri „spjall og chill“ og síðan myndi formleg dagskrá hefjast klukkan sjö í kvöld.
Andlát Akureyri Menning Ljóðlist Bókmenntir Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira