Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. janúar 2025 17:25 Nýjar reglur á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins, í Árbæ og Grafarvogi, hafa tekið gildi. Skiptar skoðanir eru meðal íbúa Árbæjar með breytinguna. Steinþór Carl Karlsson Reykjavíkurborg hefur tekið þá ákvörðun að banna umferð sleða á skíðasvæðum borgarinnar meðan á opnun skíðalyftanna stendur. Iðkandi til margra ára er forviða á reglunum og lýsir leiðinlegri upplifun á skíðasvæðinu í Ártúnsbrekku er honum var tjáð um breytinguna. Greint var frá nýju reglunni á Facebooksíðunni Skíðasvæðin í borginni á fimmtudag. Þar segir að undanfarin ár hafi umferð ýmiss konar sleða færst í aukana á skíðasvæðunum. Þeirri umferð hafi verið beint í jaðar brekknanna en það fyrirkomulag ekki tekist nægilega vel. „Umferð bretta, skíða og sleða á ekki samleið í skíðabrekkum. Hefur því verið ákveðið að öll umferð sleða sé óheimil á opnunartíma svæðanna,“ segir í færslunni. Utan opnunartíma sé umferð sleða heimil en brekkurnar eru opnar milli klukkan fimm og átta á virkum dögum og ellefu og fimm um helgar. Hótaði að stöðva lyftuna og hringja á lögreglu Steinþóri Carli Karlssyni, Árbæingi og iðkanda í brekkunni þar til margra ára, er verulega brugðið vegna nýju reglnanna. Hann segir frá atvikum dagsins í samtali við fréttastofu en hann mætti einu sinni sem oftar með börnunum sínum í Ártúnsbrekkuna í dag ómeðvitaður um nýju reglurnar. Starfsmaður hafi komið á eftir þeim upp í brekkuna og sagt þeim að þau mættu ekki renna sér á sleða. „Hann sagði að við þyrftum að fara hinu megin við skíðalyftuna. Af því að það væri svo mikil slysahætta og þessi svæði væru ekki tryggð. Þannig að borgin er að reyna að minnka þessa slysahættu,“ segir Steinþór. „Hann hótaði að hringja í lögregluna og hann hótaði að stoppa lyftuna. Þetta er starfsmaður sem er búinn að vinna í lyftunni í mörg.“ Hann segist ekki vita til neinna slysa í brekkunni af völdum þess að iðkendur séu ýmist að renna sér á skíðum eða sleða, í þau skipti sem hann hefur mætt í brekkuna. „Manni leið eins og maður væri ekki velkominn,“ segir Steinþór. „Þetta var ekki skemmtileg upplifun.“ Ekki skíðasvæði heldur hverfisbrekka Steinþór segist skilja reglur af þessu tagi á skíðasvæðum eins og Bláfjöllum eða Skálafelli, sem séu sérstaklega hugsuð sem skíðasvæði. „Þar er meiri hraði og meiri hlutinn fer þangað til að fara á skíði. En þetta eru hverfisbrekkurnar sem fólk sækir í, allir eru saman hvort sem Siggi kemur á skíðum eða Gunna á sleða,“ segir Steinþór. „Það er oftar sem maður fer [í Ártúnsbrekkuna] á sleða en á skíði upp í Bláfjöll.“ Steinþór segist trúa því að reglunum verði breytt aftur svo sleðaiðkendur fái líka að renna sér á opnunartíma. „Ég vil ekki trúa því að þetta þurfi að vera svona. Við búum í betra samfélagi en þessu.“ Skíðasvæði Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Greint var frá nýju reglunni á Facebooksíðunni Skíðasvæðin í borginni á fimmtudag. Þar segir að undanfarin ár hafi umferð ýmiss konar sleða færst í aukana á skíðasvæðunum. Þeirri umferð hafi verið beint í jaðar brekknanna en það fyrirkomulag ekki tekist nægilega vel. „Umferð bretta, skíða og sleða á ekki samleið í skíðabrekkum. Hefur því verið ákveðið að öll umferð sleða sé óheimil á opnunartíma svæðanna,“ segir í færslunni. Utan opnunartíma sé umferð sleða heimil en brekkurnar eru opnar milli klukkan fimm og átta á virkum dögum og ellefu og fimm um helgar. Hótaði að stöðva lyftuna og hringja á lögreglu Steinþóri Carli Karlssyni, Árbæingi og iðkanda í brekkunni þar til margra ára, er verulega brugðið vegna nýju reglnanna. Hann segir frá atvikum dagsins í samtali við fréttastofu en hann mætti einu sinni sem oftar með börnunum sínum í Ártúnsbrekkuna í dag ómeðvitaður um nýju reglurnar. Starfsmaður hafi komið á eftir þeim upp í brekkuna og sagt þeim að þau mættu ekki renna sér á sleða. „Hann sagði að við þyrftum að fara hinu megin við skíðalyftuna. Af því að það væri svo mikil slysahætta og þessi svæði væru ekki tryggð. Þannig að borgin er að reyna að minnka þessa slysahættu,“ segir Steinþór. „Hann hótaði að hringja í lögregluna og hann hótaði að stoppa lyftuna. Þetta er starfsmaður sem er búinn að vinna í lyftunni í mörg.“ Hann segist ekki vita til neinna slysa í brekkunni af völdum þess að iðkendur séu ýmist að renna sér á skíðum eða sleða, í þau skipti sem hann hefur mætt í brekkuna. „Manni leið eins og maður væri ekki velkominn,“ segir Steinþór. „Þetta var ekki skemmtileg upplifun.“ Ekki skíðasvæði heldur hverfisbrekka Steinþór segist skilja reglur af þessu tagi á skíðasvæðum eins og Bláfjöllum eða Skálafelli, sem séu sérstaklega hugsuð sem skíðasvæði. „Þar er meiri hraði og meiri hlutinn fer þangað til að fara á skíði. En þetta eru hverfisbrekkurnar sem fólk sækir í, allir eru saman hvort sem Siggi kemur á skíðum eða Gunna á sleða,“ segir Steinþór. „Það er oftar sem maður fer [í Ártúnsbrekkuna] á sleða en á skíði upp í Bláfjöll.“ Steinþór segist trúa því að reglunum verði breytt aftur svo sleðaiðkendur fái líka að renna sér á opnunartíma. „Ég vil ekki trúa því að þetta þurfi að vera svona. Við búum í betra samfélagi en þessu.“
Skíðasvæði Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira