Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. janúar 2025 22:31 Anna María Flygenring, geitabóndi, sem er með nokkrar fallegar geitur á bænum Hlíð II í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem hún býr með manni sínum. Hér er hún í vestinu með kiðlingana Frosta og Snæ. Magnús Hlynur Hreiðarsson Anna María Flygenring geitabóndi á bænum Hlíð II í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er ekki bara með geiturnar sínar til gamans og yndisauka, nei, því hún vinnur fatnað úr geitafiðunni eins og geitavesti, sem hún klæðist þegar hún sinnir geitunum sínum. Við sögðum nýlega frá kiðlingunum Frosta og Snæ, sem eru bræður en þeir komu óvænt í heiminn í byrjun janúar hjá Önnu Maríu geitabónda en geitur bera yfirleitt á vorin eins og kindur. En Anna, sem er með nokkrar geitur er svo klár handverkskona að hún hefur tekið upp á því að vinna fatnað úr fiðunni á geitunum sínum eins og þetta fallega vesti. Kasmír er alþjóðaheitið á þeli geita en á íslensku heitir það fiða eða geitafiða. „Ég er einmitt að fara á eftir að sækja það, sem ég kalla góssið mitt til hennar Huldu í Uppspuna en hún er búin að vera að vinna úr fiðunni, sem ég fór með til hennar í vinnslu. Og það er spennandi skal ég segja þér, ég bíð spennt að fara að prjóna úr því,” segir Anna María. Hún segir ótrúlega seinlegt að spinna geitafiðu og því láti hún vinna það verk fyrir sig hjá Huldu eins og hún nefnir en Hulda, sem er Brynjólfsdóttir er með Uppspuna, sem er smáspunaverksmiðja á bænum Lækjartúni í Ásahreppi. „Ég vona að það séu margir, sem að nýta fiðuna af því að þetta er algjört gull en það er erfitt því t.d. þegar þær eru búnar að bera í apríl flestar, þá fer að losna af þeim háls fiðan og svo þegar hún er mjög laus þá fer að losna af belgnum og þá er eiginlega fyrst hægt að kemba þær almennilega og ná fiðunni án þess að hárreyta þær, því það er ekki hægt að rýja þær, það verður að kemba þær. Og þá fær maður kannski 50 til 100 grömm af einni geit,” segir Anna María. Anna María er mjög fín í nýja geitavestinu sínu og vekur alltaf mikla athygli þar sem hún kemur í vestinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekki mikil vinna að útbúa geita vesti og annað sem tilheyrir vestinu og klæðnaðinum? „Þetta er bara eins og allur búskapur, það er allt vinna. Það er bara spurning hversu gaman maður hefur af því. Ef það er gaman þá er það ekki mikil vinna en ef það er leiðinlegt þá er það alveg hellings vinna,” segir Anna María. Og á Ullarviku Suðurlands í haust tók Anna María þátt í tískusýningu í félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi þar sem hún sýndi vestið sitt við mikla hrifningu gesta. Bærinn Hlíð II í Skeiða og Gnúpverjahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Handverk Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Við sögðum nýlega frá kiðlingunum Frosta og Snæ, sem eru bræður en þeir komu óvænt í heiminn í byrjun janúar hjá Önnu Maríu geitabónda en geitur bera yfirleitt á vorin eins og kindur. En Anna, sem er með nokkrar geitur er svo klár handverkskona að hún hefur tekið upp á því að vinna fatnað úr fiðunni á geitunum sínum eins og þetta fallega vesti. Kasmír er alþjóðaheitið á þeli geita en á íslensku heitir það fiða eða geitafiða. „Ég er einmitt að fara á eftir að sækja það, sem ég kalla góssið mitt til hennar Huldu í Uppspuna en hún er búin að vera að vinna úr fiðunni, sem ég fór með til hennar í vinnslu. Og það er spennandi skal ég segja þér, ég bíð spennt að fara að prjóna úr því,” segir Anna María. Hún segir ótrúlega seinlegt að spinna geitafiðu og því láti hún vinna það verk fyrir sig hjá Huldu eins og hún nefnir en Hulda, sem er Brynjólfsdóttir er með Uppspuna, sem er smáspunaverksmiðja á bænum Lækjartúni í Ásahreppi. „Ég vona að það séu margir, sem að nýta fiðuna af því að þetta er algjört gull en það er erfitt því t.d. þegar þær eru búnar að bera í apríl flestar, þá fer að losna af þeim háls fiðan og svo þegar hún er mjög laus þá fer að losna af belgnum og þá er eiginlega fyrst hægt að kemba þær almennilega og ná fiðunni án þess að hárreyta þær, því það er ekki hægt að rýja þær, það verður að kemba þær. Og þá fær maður kannski 50 til 100 grömm af einni geit,” segir Anna María. Anna María er mjög fín í nýja geitavestinu sínu og vekur alltaf mikla athygli þar sem hún kemur í vestinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekki mikil vinna að útbúa geita vesti og annað sem tilheyrir vestinu og klæðnaðinum? „Þetta er bara eins og allur búskapur, það er allt vinna. Það er bara spurning hversu gaman maður hefur af því. Ef það er gaman þá er það ekki mikil vinna en ef það er leiðinlegt þá er það alveg hellings vinna,” segir Anna María. Og á Ullarviku Suðurlands í haust tók Anna María þátt í tískusýningu í félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi þar sem hún sýndi vestið sitt við mikla hrifningu gesta. Bærinn Hlíð II í Skeiða og Gnúpverjahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Handverk Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira