Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar 26. janúar 2025 13:03 Á markaðnum eru það ekki stjórnmálamenn, auðmenn eða embættismenn sem hafa hið raunverulega vald - það er almenningur. Neytendur eru konungar hagkerfisins, þeir eru þeir sem ráða ferðinni. Hver einasta kaupákvörðun er eins konar atkvæði sem stýrir því hvaða vörur og þjónusta lifa af, og hverjar hverfa af sjónarsviðinu. Þetta er kjarninn í lýðræði frjáls markaðar, þar sem hver einstaklingur getur valið það sem mætir hans þörfum best, án þess að aðrir komi að stjórninni. Lýðræði neytenda Frjáls markaður byggir á einstaklingsfrelsi og valfrelsi. Þegar við eyðum peningum okkar í ákveðnar vörur eða þjónustu, sendum við skýr skilaboð til framleiðenda: "Við metum þetta og viljum meira." Þegar eftirspurn eftir vöru eykst, bregðast aðrir framleiðendur við og keppast um að mæta þörfum okkar. Þessi samkeppni skapar hvata til nýsköpunar, aukinnar framleiðni og lækkandi verðs - allt til hagsbóta fyrir neytendur. Í slíku kerfi eru auðmenn ekkert annað en þeir sem hafa tekist að þjóna okkur best, auður þeirra er umbun fyrir að hafa uppfyllt óskir almennings. En þessi auður getur verið hverfull. Þegar neytendur hætta að kjósa vörur þeirra, tapar framleiðandinn markaðshlutdeild sinni og auð sínum. Markaðurinn tryggir þannig að þeir sem ná að skapa raunverulegt virði fyrir fólk haldi velli, á meðan hinir missa stöðu sína. Tökum Apple sem dæmi. Fyrirtækið spyr ekki neytendur hvernig næsti iPhone eigi að líta út, heldur notar það eigin innsæi og rannsóknir til að þróa vörur sínar. Ef vörurnar mæta ekki væntingum neytenda, leita þeir annað - og Apple tapar bæði hagnaði og markaðshlutdeild. Þetta er einfaldleikinn í frjálsum markaði: þeir sem skapa mest virði fyrir sem lægstan kostnað lifa af. Afleiðingar nútíma peningakerfisins Því miður er þetta náttúrulega ferli frjáls markaðar ekki lengur óskert í núverandi peningakerfi. Í dag stjórna stjórnvöld og seðlabankar peningamagni og vöxtum, sem ruglar þetta sjálfsprottna jafnvægi. Með því að prenta pening og halda vöxtum lágum, blása þeir upp gervieftirspurn sem skapar verðbólgu og efnahagslega óstjórn. Í slíku kerfi tapar neytandinn sínu valdi. Peningarnir renna í eignir sem eru aðeins arðbærar vegna verðbólgu, eins og fasteignir, í stað raunverulegra gæða eða þjónustu sem mæta þörfum fólks. Þetta ruglar verðmerkin sem markaðurinn notar til að stýra fjármagni í átt að því sem raunverulega skiptir máli. Auk þess njóta sum fyrirtæki óeðlilegrar sérstöðu í þessu kerfi, þar sem þau sem hafa aðgang að ódýru lánsfé á lægri vöxtum en almenningur, og hljóta fjármagnið fyrst. Þeir sem fá þetta forréttindaaðgengi hagnast mest, því þeir nýta fjármagn áður en verðbólga hefur áhrif og hækkar verð á vörum og þjónustu. Þetta gerir þeim kleift að blása upp skráð virði sitt og halda áfram að vaxa, jafnvel þótt þau skapi ekki raunverulegt virði fyrir neytendur. Þetta er enn ein birtingarmynd þess hvernig miðstýrt fjármálakerfi bjagar markaðinn, veiklar virkni verðmerkja og hindrar getu hans til að umbuna þeim sem raunverulega þjóna samfélaginu. Afhverju fólk hatar kapítalisma Mörg þessara vandamála eru ranglega skrifuð á reikning kapítalismans. Eins og Ludwig von Mises útskýrir í The Anti-Capitalistic Mentality, ruglar fólk saman frjálsum markaði og skekktum ríkisrekstri. Í raunverulegu kapítalísku kerfi er auður einungis tilkominn vegna þess að neytendur hafa kosið að skipta við þá sem skapa verðmæti. Auðmenn eru þannig aðeins þjónar almennings - ekki kúgarar. En þegar stjórnvöld afskræma þetta kerfi með peningaprentun og miðstýringu, byrjar það að líkjast óheiðarlegum leik þar sem sumir njóta forréttinda á kostnað annarra. Þetta styrkir þá röngu hugmynd að kapítalisminn sé rót vandans, þegar í raun er það afskipti stjórnvalda sem skekkja jafnvægið. Endurreisn valds neytenda Ef við viljum endurheimta raunverulegt frelsi á markaðnum, þurfum við að færa valdið aftur til neytenda. Það gerist aðeins með stöðugum og hörðum peningum sem ekki er hægt að prenta í ótakmörkuðu magni. Bitcoin er ein slík lausn, því það byggir á lögmálum frjáls markaðar og tryggir kaupmátt til lengri tíma litið. Í slíku kerfi væri fjármagni beint í átt að raunverulegum þörfum fólks, ekki gervieftirspurn eða eignabólum. Við skulum ekki gleyma því hverjir eru sönnu konungar hagkerfisins: fólkið sjálft. Frjáls markaður er lýðræðislegasta fyrirkomulagið sem mannkynið hefur fundið upp, þar sem hver króna er atkvæði. Þegar við látum markaðinn starfa án hindrana, blómstrar nýsköpun, verð lækka og lífsgæði aukast. Lausnin liggur í því að verja frelsið - og nýta pening sem þjónar neytendum, ekki valdhöfum eða sérhagsmunum. Höfundur er tölvunarfræðingur og áhugamaður um austurríska hagfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á markaðnum eru það ekki stjórnmálamenn, auðmenn eða embættismenn sem hafa hið raunverulega vald - það er almenningur. Neytendur eru konungar hagkerfisins, þeir eru þeir sem ráða ferðinni. Hver einasta kaupákvörðun er eins konar atkvæði sem stýrir því hvaða vörur og þjónusta lifa af, og hverjar hverfa af sjónarsviðinu. Þetta er kjarninn í lýðræði frjáls markaðar, þar sem hver einstaklingur getur valið það sem mætir hans þörfum best, án þess að aðrir komi að stjórninni. Lýðræði neytenda Frjáls markaður byggir á einstaklingsfrelsi og valfrelsi. Þegar við eyðum peningum okkar í ákveðnar vörur eða þjónustu, sendum við skýr skilaboð til framleiðenda: "Við metum þetta og viljum meira." Þegar eftirspurn eftir vöru eykst, bregðast aðrir framleiðendur við og keppast um að mæta þörfum okkar. Þessi samkeppni skapar hvata til nýsköpunar, aukinnar framleiðni og lækkandi verðs - allt til hagsbóta fyrir neytendur. Í slíku kerfi eru auðmenn ekkert annað en þeir sem hafa tekist að þjóna okkur best, auður þeirra er umbun fyrir að hafa uppfyllt óskir almennings. En þessi auður getur verið hverfull. Þegar neytendur hætta að kjósa vörur þeirra, tapar framleiðandinn markaðshlutdeild sinni og auð sínum. Markaðurinn tryggir þannig að þeir sem ná að skapa raunverulegt virði fyrir fólk haldi velli, á meðan hinir missa stöðu sína. Tökum Apple sem dæmi. Fyrirtækið spyr ekki neytendur hvernig næsti iPhone eigi að líta út, heldur notar það eigin innsæi og rannsóknir til að þróa vörur sínar. Ef vörurnar mæta ekki væntingum neytenda, leita þeir annað - og Apple tapar bæði hagnaði og markaðshlutdeild. Þetta er einfaldleikinn í frjálsum markaði: þeir sem skapa mest virði fyrir sem lægstan kostnað lifa af. Afleiðingar nútíma peningakerfisins Því miður er þetta náttúrulega ferli frjáls markaðar ekki lengur óskert í núverandi peningakerfi. Í dag stjórna stjórnvöld og seðlabankar peningamagni og vöxtum, sem ruglar þetta sjálfsprottna jafnvægi. Með því að prenta pening og halda vöxtum lágum, blása þeir upp gervieftirspurn sem skapar verðbólgu og efnahagslega óstjórn. Í slíku kerfi tapar neytandinn sínu valdi. Peningarnir renna í eignir sem eru aðeins arðbærar vegna verðbólgu, eins og fasteignir, í stað raunverulegra gæða eða þjónustu sem mæta þörfum fólks. Þetta ruglar verðmerkin sem markaðurinn notar til að stýra fjármagni í átt að því sem raunverulega skiptir máli. Auk þess njóta sum fyrirtæki óeðlilegrar sérstöðu í þessu kerfi, þar sem þau sem hafa aðgang að ódýru lánsfé á lægri vöxtum en almenningur, og hljóta fjármagnið fyrst. Þeir sem fá þetta forréttindaaðgengi hagnast mest, því þeir nýta fjármagn áður en verðbólga hefur áhrif og hækkar verð á vörum og þjónustu. Þetta gerir þeim kleift að blása upp skráð virði sitt og halda áfram að vaxa, jafnvel þótt þau skapi ekki raunverulegt virði fyrir neytendur. Þetta er enn ein birtingarmynd þess hvernig miðstýrt fjármálakerfi bjagar markaðinn, veiklar virkni verðmerkja og hindrar getu hans til að umbuna þeim sem raunverulega þjóna samfélaginu. Afhverju fólk hatar kapítalisma Mörg þessara vandamála eru ranglega skrifuð á reikning kapítalismans. Eins og Ludwig von Mises útskýrir í The Anti-Capitalistic Mentality, ruglar fólk saman frjálsum markaði og skekktum ríkisrekstri. Í raunverulegu kapítalísku kerfi er auður einungis tilkominn vegna þess að neytendur hafa kosið að skipta við þá sem skapa verðmæti. Auðmenn eru þannig aðeins þjónar almennings - ekki kúgarar. En þegar stjórnvöld afskræma þetta kerfi með peningaprentun og miðstýringu, byrjar það að líkjast óheiðarlegum leik þar sem sumir njóta forréttinda á kostnað annarra. Þetta styrkir þá röngu hugmynd að kapítalisminn sé rót vandans, þegar í raun er það afskipti stjórnvalda sem skekkja jafnvægið. Endurreisn valds neytenda Ef við viljum endurheimta raunverulegt frelsi á markaðnum, þurfum við að færa valdið aftur til neytenda. Það gerist aðeins með stöðugum og hörðum peningum sem ekki er hægt að prenta í ótakmörkuðu magni. Bitcoin er ein slík lausn, því það byggir á lögmálum frjáls markaðar og tryggir kaupmátt til lengri tíma litið. Í slíku kerfi væri fjármagni beint í átt að raunverulegum þörfum fólks, ekki gervieftirspurn eða eignabólum. Við skulum ekki gleyma því hverjir eru sönnu konungar hagkerfisins: fólkið sjálft. Frjáls markaður er lýðræðislegasta fyrirkomulagið sem mannkynið hefur fundið upp, þar sem hver króna er atkvæði. Þegar við látum markaðinn starfa án hindrana, blómstrar nýsköpun, verð lækka og lífsgæði aukast. Lausnin liggur í því að verja frelsið - og nýta pening sem þjónar neytendum, ekki valdhöfum eða sérhagsmunum. Höfundur er tölvunarfræðingur og áhugamaður um austurríska hagfræði.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun