Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2025 09:31 Aron Pálmarsson hughreystir hér Viktor Gísla Hallgrímsson eftir leikinn í gær. Viktor Gísli var frábær á þessu móti. Vísir/Vilhelm Íslenska handboltalandsliðið hefur lokið keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta en liðið komst ekki í átta liða úrslit. Það er ár í næsta stórmót en hvernig lítur dæmið út fyrir framhaldið? Níunda sætið er niðurstaðan eftir grátlegan endir þar sem einn skelfilegur hálfleikur á móti Króatíu réði öðru fremur örlögum íslenska liðsins. Stefán Árni Pálsson vildi fá að vita hver sé framtíðarsýn sérfræðinganna Einars Jónssonar og Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar varðandi íslenska landsliðið. Þeir nefndu líka nokkra leikmenn sem eru að banka á landsliðsdyrnar. „Hvernig leggst framtíðin í ykkur strákar? Það má alveg gera ráð fyrir því að Aron Pálmarsson verði áfram með okkur. Það er spurning með Björgvin Pál og hvort hann sé áfram í landsliðinu. Aðrir verða bara. Þeir eru á þeim aldri að þeir verða bara áfram,“ sagði Stefán Árni. Þriðji marvörður „Framtíðin leggst mjög vel í mig. Við þurfum að taka inn þriðja markmann. Það má vel vera að Bjöggi verði bara áfram þarna og hann er næstbesti markvörðurinn okkar í dag. Ég held að við þurfum að huga að því að finna einhvern sem getur tekið við þessu hlutverki,“ sagði Einar. „Ég vil sjá smá breytingar. Bara aðeins að poppa þetta upp. Fá ný andlit inn í þetta og aðeins að þrýsta á menn. Þessi kjarni sem er þarna og þeir sem hafa verið að spila vel verða þarna áfram. Bara flottir og allt það,“ sagði Einar. Vantar eitthvað krydd í þetta „Það vantar eitthvað krydd í þetta og þá fyrst og fremst sóknarlega. Þessir leikmenn eru búnir að fá þrjú, fjögur, fimm mót. Einhvern veginn stöndum við alltaf upp með það að Aron sé bestur,“ sagði Einar. „'Hvaða leikmenn eru að banka á dyrnar,“ spurði Stefán Árni. „Ég segi alltaf Reynir Stefánsson,“ sagði Einar en hann þjálfar þann efnilega strák hjá Fram. „Andri Már [Rúnarsson] í Leipzig gæti verið svona power-player sem við gætum notað,“ sagði Ásgeir Örn. „Andri, Reynir, Birgir Steinn [Jónsson í Aftureldingu] er ógeðslega flottur. Skarpi [Skarphéðinn Ívar Einarsson] er búinn að vera geggjaður hjá þér [Ásgeir þjálfar Hauka] fyrri hluta tímabilsins. Þetta eru strákar sem eru í 21 árs landsliðinu hjá okkur,“ sagði Einar. „Þetta eru svona leikmenn sem þú getur fengið tíu mörk frá. Einhver sem er með Aroni,“ sagði Einar. „Þetta eru líka leikmenn sem spila vörn líka,“ sagði Ásgeir. Þetta eru ekki einhverjir hnoðarar „Þeir geta allir spilað vörn og þetta eru gaurar sem geta lyft sér upp og skotið á markið. Þeir eru með góð gólfskot. Þetta eru ekki einhverjir hnoðarar. Við erum með nóg af leikmönnum sem geta fintað og eitthvað svona,“ sagði Einar. „Það má ekki misskilja mig. Mér finnst allir þessir strákar í þessu liði í dag góðir á sinn hátt. Þetta eru frábærir handboltamenn enda að spila í toppklassa liðum,“ sagði Einar. „Við þurfum að hugsa líka hvernig okkar blanda þarf að vera í landsliðinu,“ sagði Einar. Það má hlusta á þessar vangaveltur og fleiri í þættinum sem má finna allan hér fyrir neðan. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Níunda sætið er niðurstaðan eftir grátlegan endir þar sem einn skelfilegur hálfleikur á móti Króatíu réði öðru fremur örlögum íslenska liðsins. Stefán Árni Pálsson vildi fá að vita hver sé framtíðarsýn sérfræðinganna Einars Jónssonar og Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar varðandi íslenska landsliðið. Þeir nefndu líka nokkra leikmenn sem eru að banka á landsliðsdyrnar. „Hvernig leggst framtíðin í ykkur strákar? Það má alveg gera ráð fyrir því að Aron Pálmarsson verði áfram með okkur. Það er spurning með Björgvin Pál og hvort hann sé áfram í landsliðinu. Aðrir verða bara. Þeir eru á þeim aldri að þeir verða bara áfram,“ sagði Stefán Árni. Þriðji marvörður „Framtíðin leggst mjög vel í mig. Við þurfum að taka inn þriðja markmann. Það má vel vera að Bjöggi verði bara áfram þarna og hann er næstbesti markvörðurinn okkar í dag. Ég held að við þurfum að huga að því að finna einhvern sem getur tekið við þessu hlutverki,“ sagði Einar. „Ég vil sjá smá breytingar. Bara aðeins að poppa þetta upp. Fá ný andlit inn í þetta og aðeins að þrýsta á menn. Þessi kjarni sem er þarna og þeir sem hafa verið að spila vel verða þarna áfram. Bara flottir og allt það,“ sagði Einar. Vantar eitthvað krydd í þetta „Það vantar eitthvað krydd í þetta og þá fyrst og fremst sóknarlega. Þessir leikmenn eru búnir að fá þrjú, fjögur, fimm mót. Einhvern veginn stöndum við alltaf upp með það að Aron sé bestur,“ sagði Einar. „'Hvaða leikmenn eru að banka á dyrnar,“ spurði Stefán Árni. „Ég segi alltaf Reynir Stefánsson,“ sagði Einar en hann þjálfar þann efnilega strák hjá Fram. „Andri Már [Rúnarsson] í Leipzig gæti verið svona power-player sem við gætum notað,“ sagði Ásgeir Örn. „Andri, Reynir, Birgir Steinn [Jónsson í Aftureldingu] er ógeðslega flottur. Skarpi [Skarphéðinn Ívar Einarsson] er búinn að vera geggjaður hjá þér [Ásgeir þjálfar Hauka] fyrri hluta tímabilsins. Þetta eru strákar sem eru í 21 árs landsliðinu hjá okkur,“ sagði Einar. „Þetta eru svona leikmenn sem þú getur fengið tíu mörk frá. Einhver sem er með Aroni,“ sagði Einar. „Þetta eru líka leikmenn sem spila vörn líka,“ sagði Ásgeir. Þetta eru ekki einhverjir hnoðarar „Þeir geta allir spilað vörn og þetta eru gaurar sem geta lyft sér upp og skotið á markið. Þeir eru með góð gólfskot. Þetta eru ekki einhverjir hnoðarar. Við erum með nóg af leikmönnum sem geta fintað og eitthvað svona,“ sagði Einar. „Það má ekki misskilja mig. Mér finnst allir þessir strákar í þessu liði í dag góðir á sinn hátt. Þetta eru frábærir handboltamenn enda að spila í toppklassa liðum,“ sagði Einar. „Við þurfum að hugsa líka hvernig okkar blanda þarf að vera í landsliðinu,“ sagði Einar. Það má hlusta á þessar vangaveltur og fleiri í þættinum sem má finna allan hér fyrir neðan.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira