City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Smári Jökull Jónsson skrifar 28. janúar 2025 07:01 Omar Marmoush er nýgenginn til liðs við Manchester City fyrir tæplega 60 milljónir punda. Vísir/Getty Tæp vika er þar til enski félagaskiptaglugginn lokar. Nú þegar hafa liðin í ensku úrvalsdeildinni eytt meira en tvöfaldri þeirri upphæð sem eytt var í janúar í fyrra. Félagaskiptaglugginn í Englandi lokar mánudagskvöldið 3. febrúar en oftar en ekki er fjörið töluvert þegar líða fer að lokum gluggans. Fjölmargir leikmenn eru orðaðir við skipti á milli félaga og verður forvitnilegt að sjá hvaða breytingar verða á leikmannahópum liðanna á næstu dögum. Nú þegar tæp vika er þar til félagaskiptaglugginn lokar hafa liðin í ensku úrvalsdeildinni nú þegar eytt rúmlega tvöfaldri þeirri upphæð sem eytt var allan janúargluggan í fyrra. Í janúar árið 2024 eyddu félögin samtals 90 milljónum punda en á þessu ári hafa þau eytt 247 milljónum punda. Langt frá metinu Eitt lið sker sig úr hvað þetta varðar. Það eru meistarar Manchester City sem hafa eytt um 125 milljónum punda í þessum mánuði, meira en öll hin liðin í deildinni til samans. City fékk varnarmanninn Abdukodir Khusanov frá Lens, framherjann Omar Marmoush frá Frankfurt og suðurameríkumennina Vitor Reis og Claudio Echeverri frá Palmeiras og River Plate. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2018 sem félagið eyðir hárri fjárhæð í janúar en þá keypti City varnarmanninn Aymeric Laporte frá Athletic Bilbao. Mest hafa ensku liðin eytt 840 milljónum punda í janúarglugganum en það var árið 2023 þegar Chelsea borgaði meðal annars tæplega 200 milljónir punda fyrir Enzo Fernandez og Mykhailo Mudryk. Enska deildin í sérflokki Líkt og vanalega er það lið ensku deildarinnar sem eyða mest allra í Evrópu. Liðin í Ligue 1 í Frakklandi hafa samtals borgað 106 milljónir fyrir leikmenn í janúar og helmingur þeirrar upphæðar eru 59 milljónir punda sem PSG borgaði fyrir Kvicha Kvaratskhelia. Spænsku liðin hafa verið afskaplega róleg og aðeins eytt 2 milljónum punda, minna en League 1 félagið Huddersfield sem borgaði 4 milljónir punda fyrir framherjann Joe Taylor. Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira
Félagaskiptaglugginn í Englandi lokar mánudagskvöldið 3. febrúar en oftar en ekki er fjörið töluvert þegar líða fer að lokum gluggans. Fjölmargir leikmenn eru orðaðir við skipti á milli félaga og verður forvitnilegt að sjá hvaða breytingar verða á leikmannahópum liðanna á næstu dögum. Nú þegar tæp vika er þar til félagaskiptaglugginn lokar hafa liðin í ensku úrvalsdeildinni nú þegar eytt rúmlega tvöfaldri þeirri upphæð sem eytt var allan janúargluggan í fyrra. Í janúar árið 2024 eyddu félögin samtals 90 milljónum punda en á þessu ári hafa þau eytt 247 milljónum punda. Langt frá metinu Eitt lið sker sig úr hvað þetta varðar. Það eru meistarar Manchester City sem hafa eytt um 125 milljónum punda í þessum mánuði, meira en öll hin liðin í deildinni til samans. City fékk varnarmanninn Abdukodir Khusanov frá Lens, framherjann Omar Marmoush frá Frankfurt og suðurameríkumennina Vitor Reis og Claudio Echeverri frá Palmeiras og River Plate. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2018 sem félagið eyðir hárri fjárhæð í janúar en þá keypti City varnarmanninn Aymeric Laporte frá Athletic Bilbao. Mest hafa ensku liðin eytt 840 milljónum punda í janúarglugganum en það var árið 2023 þegar Chelsea borgaði meðal annars tæplega 200 milljónir punda fyrir Enzo Fernandez og Mykhailo Mudryk. Enska deildin í sérflokki Líkt og vanalega er það lið ensku deildarinnar sem eyða mest allra í Evrópu. Liðin í Ligue 1 í Frakklandi hafa samtals borgað 106 milljónir fyrir leikmenn í janúar og helmingur þeirrar upphæðar eru 59 milljónir punda sem PSG borgaði fyrir Kvicha Kvaratskhelia. Spænsku liðin hafa verið afskaplega róleg og aðeins eytt 2 milljónum punda, minna en League 1 félagið Huddersfield sem borgaði 4 milljónir punda fyrir framherjann Joe Taylor.
Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira