„Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. janúar 2025 10:32 Katrín Jakobsdóttir er nýjasti gestur í hlaðvarpi Hlaðfrétta. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra segir að hún hafi enn miklar skoðanir á íslenskri pólítík og það sé oft erfitt að „halda í sér“ þegar hún fylgist með þjóðfélagsumræðunni. Katrín er nýjasti gesturinn í Hlaðfréttum, hlaðvarpi Fannars Sveinssonar og Benedikts Valssonar, sem eru betur þekktir sem forsprakkar grínþáttanna Hraðfrétta. Í þættinum fór hún um víðan völl og talaði um lífið eftir pólítíkina. Hún sé meðal annars farin að lyfta lóðum, eldi kvöldmat fyrir fjölskylduna og eyði meiri tíma með vinum og vandamönnum. „Ef maður hættir í pólítík þá getur maður haldið áfram að tala um pólitík, margir gera það. Margir fyrrverandi stjórnmálamenn halda áfram að vera stjórnmálamenn. Ég ákvað að ég ætlaði ekki að gera það. Ég hef alveg skoðanir en þær eru meira til heimabrúks. Ég hef ekki viljað fara í viðtöl til að segja hvað mér finnist um þetta og hitt,“ segir Katrín og hélt áfram. „Auðvitað finnst mér alls konar og ég veit alls konar: „bíddu er þetta svona?“ Það er alveg stundum erfitt að halda í sér en ég geri það bara.“ Katrín ræðir hér við fréttamenn eftir að hún sleit ríkisstjórn sinni og stjórn Bjarna Benediktssonar tók við.Vísir/Vilhelm Hún segist aldrei hafa orðið leið á vinnunni þegar hún sat sem forsætisráðherra. „Þú ert bara í hringiðjunni og kemst ekkert út úr henni. Og þegar maður fer út úr henni þá fattar maður hvað þetta er skrítið. Þú fattar þetta ekki fyrr en eftir á. Ég hef ofsalega gaman af því að vinna. Það var alltaf einhver krísa, það voru kjarasamningar sem þurfti að ná, það var stríð og heimsfaraldur og svo byrjuðu eldfjöllin að gjósa. Það var ekki eitt, það var allt. Svo voru mál í þinginu og það var einhver þar, þú þurftir að tala við þennan og hinn. Maður venst því að vera alltaf að. Það sem er skrítið við að fara út (innsk.blm. að hætta í pólitík) er að maður hugsar: Þarf bara enginn að halda á mér að halda lengur? Þetta er dapurlegt. Það er rosalega skrítið,“ segir hún. Benedikt spurði hana út í orðróm þess efnis að hún yrði sendiherra þjóðarinnar í nánustu framtíð og segist hún oft vera spurð út í sendiherrastöðuna. „Er ekki heilmikil vinna að vera sendiherra? Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast þar. Ég segi það eftir að hafa verið forsætirsráðherra þá var alltaf eitthvað. Það fylgir því eitthvað vesen og læti,“ segir hún kímin. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Hlaðvörp Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Katrín er nýjasti gesturinn í Hlaðfréttum, hlaðvarpi Fannars Sveinssonar og Benedikts Valssonar, sem eru betur þekktir sem forsprakkar grínþáttanna Hraðfrétta. Í þættinum fór hún um víðan völl og talaði um lífið eftir pólítíkina. Hún sé meðal annars farin að lyfta lóðum, eldi kvöldmat fyrir fjölskylduna og eyði meiri tíma með vinum og vandamönnum. „Ef maður hættir í pólítík þá getur maður haldið áfram að tala um pólitík, margir gera það. Margir fyrrverandi stjórnmálamenn halda áfram að vera stjórnmálamenn. Ég ákvað að ég ætlaði ekki að gera það. Ég hef alveg skoðanir en þær eru meira til heimabrúks. Ég hef ekki viljað fara í viðtöl til að segja hvað mér finnist um þetta og hitt,“ segir Katrín og hélt áfram. „Auðvitað finnst mér alls konar og ég veit alls konar: „bíddu er þetta svona?“ Það er alveg stundum erfitt að halda í sér en ég geri það bara.“ Katrín ræðir hér við fréttamenn eftir að hún sleit ríkisstjórn sinni og stjórn Bjarna Benediktssonar tók við.Vísir/Vilhelm Hún segist aldrei hafa orðið leið á vinnunni þegar hún sat sem forsætisráðherra. „Þú ert bara í hringiðjunni og kemst ekkert út úr henni. Og þegar maður fer út úr henni þá fattar maður hvað þetta er skrítið. Þú fattar þetta ekki fyrr en eftir á. Ég hef ofsalega gaman af því að vinna. Það var alltaf einhver krísa, það voru kjarasamningar sem þurfti að ná, það var stríð og heimsfaraldur og svo byrjuðu eldfjöllin að gjósa. Það var ekki eitt, það var allt. Svo voru mál í þinginu og það var einhver þar, þú þurftir að tala við þennan og hinn. Maður venst því að vera alltaf að. Það sem er skrítið við að fara út (innsk.blm. að hætta í pólitík) er að maður hugsar: Þarf bara enginn að halda á mér að halda lengur? Þetta er dapurlegt. Það er rosalega skrítið,“ segir hún. Benedikt spurði hana út í orðróm þess efnis að hún yrði sendiherra þjóðarinnar í nánustu framtíð og segist hún oft vera spurð út í sendiherrastöðuna. „Er ekki heilmikil vinna að vera sendiherra? Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast þar. Ég segi það eftir að hafa verið forsætirsráðherra þá var alltaf eitthvað. Það fylgir því eitthvað vesen og læti,“ segir hún kímin.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Hlaðvörp Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira