„Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. janúar 2025 10:32 Katrín Jakobsdóttir er nýjasti gestur í hlaðvarpi Hlaðfrétta. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra segir að hún hafi enn miklar skoðanir á íslenskri pólítík og það sé oft erfitt að „halda í sér“ þegar hún fylgist með þjóðfélagsumræðunni. Katrín er nýjasti gesturinn í Hlaðfréttum, hlaðvarpi Fannars Sveinssonar og Benedikts Valssonar, sem eru betur þekktir sem forsprakkar grínþáttanna Hraðfrétta. Í þættinum fór hún um víðan völl og talaði um lífið eftir pólítíkina. Hún sé meðal annars farin að lyfta lóðum, eldi kvöldmat fyrir fjölskylduna og eyði meiri tíma með vinum og vandamönnum. „Ef maður hættir í pólítík þá getur maður haldið áfram að tala um pólitík, margir gera það. Margir fyrrverandi stjórnmálamenn halda áfram að vera stjórnmálamenn. Ég ákvað að ég ætlaði ekki að gera það. Ég hef alveg skoðanir en þær eru meira til heimabrúks. Ég hef ekki viljað fara í viðtöl til að segja hvað mér finnist um þetta og hitt,“ segir Katrín og hélt áfram. „Auðvitað finnst mér alls konar og ég veit alls konar: „bíddu er þetta svona?“ Það er alveg stundum erfitt að halda í sér en ég geri það bara.“ Katrín ræðir hér við fréttamenn eftir að hún sleit ríkisstjórn sinni og stjórn Bjarna Benediktssonar tók við.Vísir/Vilhelm Hún segist aldrei hafa orðið leið á vinnunni þegar hún sat sem forsætisráðherra. „Þú ert bara í hringiðjunni og kemst ekkert út úr henni. Og þegar maður fer út úr henni þá fattar maður hvað þetta er skrítið. Þú fattar þetta ekki fyrr en eftir á. Ég hef ofsalega gaman af því að vinna. Það var alltaf einhver krísa, það voru kjarasamningar sem þurfti að ná, það var stríð og heimsfaraldur og svo byrjuðu eldfjöllin að gjósa. Það var ekki eitt, það var allt. Svo voru mál í þinginu og það var einhver þar, þú þurftir að tala við þennan og hinn. Maður venst því að vera alltaf að. Það sem er skrítið við að fara út (innsk.blm. að hætta í pólitík) er að maður hugsar: Þarf bara enginn að halda á mér að halda lengur? Þetta er dapurlegt. Það er rosalega skrítið,“ segir hún. Benedikt spurði hana út í orðróm þess efnis að hún yrði sendiherra þjóðarinnar í nánustu framtíð og segist hún oft vera spurð út í sendiherrastöðuna. „Er ekki heilmikil vinna að vera sendiherra? Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast þar. Ég segi það eftir að hafa verið forsætirsráðherra þá var alltaf eitthvað. Það fylgir því eitthvað vesen og læti,“ segir hún kímin. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Hlaðvörp Mest lesið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Lífið Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Fleiri fréttir Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Sjá meira
Katrín er nýjasti gesturinn í Hlaðfréttum, hlaðvarpi Fannars Sveinssonar og Benedikts Valssonar, sem eru betur þekktir sem forsprakkar grínþáttanna Hraðfrétta. Í þættinum fór hún um víðan völl og talaði um lífið eftir pólítíkina. Hún sé meðal annars farin að lyfta lóðum, eldi kvöldmat fyrir fjölskylduna og eyði meiri tíma með vinum og vandamönnum. „Ef maður hættir í pólítík þá getur maður haldið áfram að tala um pólitík, margir gera það. Margir fyrrverandi stjórnmálamenn halda áfram að vera stjórnmálamenn. Ég ákvað að ég ætlaði ekki að gera það. Ég hef alveg skoðanir en þær eru meira til heimabrúks. Ég hef ekki viljað fara í viðtöl til að segja hvað mér finnist um þetta og hitt,“ segir Katrín og hélt áfram. „Auðvitað finnst mér alls konar og ég veit alls konar: „bíddu er þetta svona?“ Það er alveg stundum erfitt að halda í sér en ég geri það bara.“ Katrín ræðir hér við fréttamenn eftir að hún sleit ríkisstjórn sinni og stjórn Bjarna Benediktssonar tók við.Vísir/Vilhelm Hún segist aldrei hafa orðið leið á vinnunni þegar hún sat sem forsætisráðherra. „Þú ert bara í hringiðjunni og kemst ekkert út úr henni. Og þegar maður fer út úr henni þá fattar maður hvað þetta er skrítið. Þú fattar þetta ekki fyrr en eftir á. Ég hef ofsalega gaman af því að vinna. Það var alltaf einhver krísa, það voru kjarasamningar sem þurfti að ná, það var stríð og heimsfaraldur og svo byrjuðu eldfjöllin að gjósa. Það var ekki eitt, það var allt. Svo voru mál í þinginu og það var einhver þar, þú þurftir að tala við þennan og hinn. Maður venst því að vera alltaf að. Það sem er skrítið við að fara út (innsk.blm. að hætta í pólitík) er að maður hugsar: Þarf bara enginn að halda á mér að halda lengur? Þetta er dapurlegt. Það er rosalega skrítið,“ segir hún. Benedikt spurði hana út í orðróm þess efnis að hún yrði sendiherra þjóðarinnar í nánustu framtíð og segist hún oft vera spurð út í sendiherrastöðuna. „Er ekki heilmikil vinna að vera sendiherra? Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast þar. Ég segi það eftir að hafa verið forsætirsráðherra þá var alltaf eitthvað. Það fylgir því eitthvað vesen og læti,“ segir hún kímin.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Hlaðvörp Mest lesið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Lífið Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Fleiri fréttir Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Sjá meira