Örfáir læknar sinni hundruðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. janúar 2025 11:36 Röð sem þessi er ekkert einsdæmi segir framkvæmdastjóri Læknavaktarinnar. Stærsta vandamál starfseminnar sé mönnunarvandi líkt og víða annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Aðsend mynd Hundruð sækja Læknavaktina daglega og framkvæmdastjóri segir læknaskort plaga starfsemina. Mikil veikindi herji nú á landsmenn. Röðin inn á Læknavaktina náði niður á neðri hæð Austurvers í gær og liðaðist þar um gangana. Stefán Ari Guðmundsson, framkvæmdastjóri Læknavaktarinnar, segir ekki um einsdæmi að ræða og álagið almennt mikið. „Í gær komu tvö hundruð og sextíu manns til okkar. Á virkum dögum eru þetta oft um tvö til þrjú hundruð sem koma til okkar og um helgar eru þetta um fjögur til fimm hundruð hvorn dag. Og það eru náttúrulega bara mikil veikindi eins og allir verða varir við í samfélaginu. Þetta sveiflast mjög mikið eftir því hvernig staðan er,“ segir Stefán. Hann segir vöntun á fleiri læknum til þess að sinna þessum fjölda. Sjö læknar hafi til að mynda sinnt hátt í þrjú hundruð manns í gærkvöldi. Allt að fimm hundruð manns leita almennt til Læknavaktarinnar á einum degi.vísir/vilhelm „Grunnvandinn er mönnunarvandi. Það er stærsta málið. Og það má nú kannski geta þess líka að þessir læknar og þetta fólk sem er að starfa hjá okkur er í líka í vinnu annars staðar. Þetta eru læknar á heilsugæslunum og þeir eru að koma til okkar beint í framhaldi eftir sína dagvinnu. Það vantar fleiri heimilislækna. Það er bara staðan.“ Síðdegisvaktir heilsugæslu voru lagðar af í fyrra. Fólk kemst nú einungis að samdægurs ef erindið er metið brýnt og mörg dæmi eru um að fólk hafi átt í erfiðleikum með að fá tíma. Stefán segist finna fyrir breytingunni á Læknavaktinni. „Það er þannig ef fólk á erfitt með að komast að á sinni heilsugæslu að þá er læknavaktin staðurinn sem það leitar til. Og við finnum auðvitað fyrir því ef það er minna framboð á heislugæslu. Það er bara er beint samband þar á milli,“ segir Stefán. Heilbrigðismál Heilsugæsla Reykjavík Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Röðin inn á Læknavaktina náði niður á neðri hæð Austurvers í gær og liðaðist þar um gangana. Stefán Ari Guðmundsson, framkvæmdastjóri Læknavaktarinnar, segir ekki um einsdæmi að ræða og álagið almennt mikið. „Í gær komu tvö hundruð og sextíu manns til okkar. Á virkum dögum eru þetta oft um tvö til þrjú hundruð sem koma til okkar og um helgar eru þetta um fjögur til fimm hundruð hvorn dag. Og það eru náttúrulega bara mikil veikindi eins og allir verða varir við í samfélaginu. Þetta sveiflast mjög mikið eftir því hvernig staðan er,“ segir Stefán. Hann segir vöntun á fleiri læknum til þess að sinna þessum fjölda. Sjö læknar hafi til að mynda sinnt hátt í þrjú hundruð manns í gærkvöldi. Allt að fimm hundruð manns leita almennt til Læknavaktarinnar á einum degi.vísir/vilhelm „Grunnvandinn er mönnunarvandi. Það er stærsta málið. Og það má nú kannski geta þess líka að þessir læknar og þetta fólk sem er að starfa hjá okkur er í líka í vinnu annars staðar. Þetta eru læknar á heilsugæslunum og þeir eru að koma til okkar beint í framhaldi eftir sína dagvinnu. Það vantar fleiri heimilislækna. Það er bara staðan.“ Síðdegisvaktir heilsugæslu voru lagðar af í fyrra. Fólk kemst nú einungis að samdægurs ef erindið er metið brýnt og mörg dæmi eru um að fólk hafi átt í erfiðleikum með að fá tíma. Stefán segist finna fyrir breytingunni á Læknavaktinni. „Það er þannig ef fólk á erfitt með að komast að á sinni heilsugæslu að þá er læknavaktin staðurinn sem það leitar til. Og við finnum auðvitað fyrir því ef það er minna framboð á heislugæslu. Það er bara er beint samband þar á milli,“ segir Stefán.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Reykjavík Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira