Líkur á eldgosi fara vaxandi Árni Sæberg skrifar 28. janúar 2025 16:21 Frá síðasta eldgosi við Sundhnúksgíga. Vísir/Vilhelm Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi landris og kvikusöfnun undir Svartsengi. Atburðarrásin heldur því áfram á svipaðan hátt og fyrir síðustu gos. Líkanreikningar sýna að magn kviku sem safnast hefur undir Svartsengi nálgast það magn sem kom upp í síðasta eldgosi. Í tilkynningu þess efnis á vef Veðurstofu Íslands segir að út frá greiningu fyrri atburða hafi vísindamenn metið sem svo að þegar jafn mikið magn af kviku hefur safnast undir Svartsengi og kom upp í síðasta eldgosi, aukist líkurnar á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi. Uppfært hættumat Veðurstofan hafi uppfært hættumat og það gildi til 11. febrúar, að öllu óbreyttu. Ákveðið hafi verið að breyta hættustigi á svæði 4 og 6 í úr „nokkur“ hætta (gult) yfir í „töluverða“ hættu (appelsínugult). Ástæðan fyrir breytingunum sé að samkvæmt líkanreikningum hafi magn kviku sem safnast hefur undir Svartsengi nálgast það magn sem kom upp í síðasta eldgosi. Hér má sjá hættusvæði vegna jarðhræringa.Veðurstofa Íslands Samkvæmt veðurspá sé von á umhleypingum út vikuna. Sunnan stormur með afgerandi hlýindum, rigningu og súld á sunnan- og vestanverðu landinu þegar líður á vikuna og um helgina. Slæm veðurspá gæti dregið úr næmni mælanetsins og þannig lengt viðbragðstíma vegna eldgoss. Fyrirvarinn gæti orðið lítill Loks segir að jarðskjáltavirkni á Sundhnúksgígaröðinni hafi aukist hægt frá goslokum 9.desember 2024 en virknin sé enn lítil. Jarðskjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina. Grafið sýnir fjölda skjálfta á dag frá desember 2024.Veðurstofa Íslands „Þróunin síðasta árið sýnir að jarðskjálftavirkni fyrir kvikuhlaup hefur farið minnkandi með hverjum atburði. Því er möguleiki á að jarðskjálftavirkni verði ekki mikil fyrir næsta eldgos.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Veður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis á vef Veðurstofu Íslands segir að út frá greiningu fyrri atburða hafi vísindamenn metið sem svo að þegar jafn mikið magn af kviku hefur safnast undir Svartsengi og kom upp í síðasta eldgosi, aukist líkurnar á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi. Uppfært hættumat Veðurstofan hafi uppfært hættumat og það gildi til 11. febrúar, að öllu óbreyttu. Ákveðið hafi verið að breyta hættustigi á svæði 4 og 6 í úr „nokkur“ hætta (gult) yfir í „töluverða“ hættu (appelsínugult). Ástæðan fyrir breytingunum sé að samkvæmt líkanreikningum hafi magn kviku sem safnast hefur undir Svartsengi nálgast það magn sem kom upp í síðasta eldgosi. Hér má sjá hættusvæði vegna jarðhræringa.Veðurstofa Íslands Samkvæmt veðurspá sé von á umhleypingum út vikuna. Sunnan stormur með afgerandi hlýindum, rigningu og súld á sunnan- og vestanverðu landinu þegar líður á vikuna og um helgina. Slæm veðurspá gæti dregið úr næmni mælanetsins og þannig lengt viðbragðstíma vegna eldgoss. Fyrirvarinn gæti orðið lítill Loks segir að jarðskjáltavirkni á Sundhnúksgígaröðinni hafi aukist hægt frá goslokum 9.desember 2024 en virknin sé enn lítil. Jarðskjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina. Grafið sýnir fjölda skjálfta á dag frá desember 2024.Veðurstofa Íslands „Þróunin síðasta árið sýnir að jarðskjálftavirkni fyrir kvikuhlaup hefur farið minnkandi með hverjum atburði. Því er möguleiki á að jarðskjálftavirkni verði ekki mikil fyrir næsta eldgos.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Veður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira