Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. janúar 2025 10:33 Daníel Már Magnússon skósmiður við störf á Skóvinnustofunni. Vísir/Stefán Jón Eini skósmiður miðborgar Reykjavíkur pakkar nú saman og skellir verkstæði sínu í lás fyrir fullt og allt. Hann segir þetta ljúfsár tímamót eftir erfiðan rekstur síðustu misseri. Hann hvetur neytendur til að gefa því betur gaum úr hverju skórnir, sem þeir kaupa jafnvel dýrum dómum, eru gerðir. Við heimsóttum Daníel Má Magnússon skósmið á Skóvinnustofuna á Grettisgötu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Daníel hefur rekið verkstæðið frá árinu 2018, þegar hann tók við rekstrinum af Þráni Jóhannssyni, Þráni skóara, sem þá hafði rekið skóverkstæði undir eigin nafni um árabil. Horfa má á heimsókn Íslands í dag á Grettisgötuna í spilaranum hér fyrir neðan, þar sem Daníel fer yfir ferilinn, reksturinn og eftirminnilegustu viðgerðina, sem var örlítið vandræðalegri en gengur og gerist. Daníel segir nú skilið við skósmíðar og kepptist við að klára síðustu verkefnin þegar við litum við. Hann kveðst munu sakna þess að vinna við fagið en annars sé það ákveðinn léttir að hætta og verða launamaður hjá stóru fyrirtæki, Össuri. „Það hafa komið erfiðir mánuðir en í raun og væru gæti stofan gengið mjög vel... ef það væri enginn starfsmaður,“ segir Daníel kíminn. „En maður hefur alveg verið að sleppa að borga sér laun suma mánuði, þetta hefur verið strembið.“ Þá beinir hann því til neytenda að sætta sig ekki við hvað sem er í skómálum. „Mér finnst mjög erfitt fyrir kúnnann í rauninni að vita hvað hann er að kaupa. Þeir eru orðnir mjög góðir að láta plast líta út fyrir að vera leður, og það kemur ekki í ljós fyrr en eftir tvo, þrjá mánuði. Þannig að ég mæli með að fólk kíki á lítinn límmiða á sólanum á skónum, gylltur og svartur, sem segir þér nákvæmlega hvaða efni er í skónum þínum. [...] Fólk er að kaupa plastskó á 25 þúsund kall. Það er rán!“ Ísland í dag Verslun Reykjavík Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
Við heimsóttum Daníel Má Magnússon skósmið á Skóvinnustofuna á Grettisgötu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Daníel hefur rekið verkstæðið frá árinu 2018, þegar hann tók við rekstrinum af Þráni Jóhannssyni, Þráni skóara, sem þá hafði rekið skóverkstæði undir eigin nafni um árabil. Horfa má á heimsókn Íslands í dag á Grettisgötuna í spilaranum hér fyrir neðan, þar sem Daníel fer yfir ferilinn, reksturinn og eftirminnilegustu viðgerðina, sem var örlítið vandræðalegri en gengur og gerist. Daníel segir nú skilið við skósmíðar og kepptist við að klára síðustu verkefnin þegar við litum við. Hann kveðst munu sakna þess að vinna við fagið en annars sé það ákveðinn léttir að hætta og verða launamaður hjá stóru fyrirtæki, Össuri. „Það hafa komið erfiðir mánuðir en í raun og væru gæti stofan gengið mjög vel... ef það væri enginn starfsmaður,“ segir Daníel kíminn. „En maður hefur alveg verið að sleppa að borga sér laun suma mánuði, þetta hefur verið strembið.“ Þá beinir hann því til neytenda að sætta sig ekki við hvað sem er í skómálum. „Mér finnst mjög erfitt fyrir kúnnann í rauninni að vita hvað hann er að kaupa. Þeir eru orðnir mjög góðir að láta plast líta út fyrir að vera leður, og það kemur ekki í ljós fyrr en eftir tvo, þrjá mánuði. Þannig að ég mæli með að fólk kíki á lítinn límmiða á sólanum á skónum, gylltur og svartur, sem segir þér nákvæmlega hvaða efni er í skónum þínum. [...] Fólk er að kaupa plastskó á 25 þúsund kall. Það er rán!“
Ísland í dag Verslun Reykjavík Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira