Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2025 09:33 Dagur Sigurðsson sést hér stýra króatíska landsliðinu á HM. Nú er hann bara einum leik frá því að spila um gullið. Getty/Sanjin Strukic Dagur Sigurðsson varð í gær fyrsti íslenski handboltaþjálfarinn til að koma karlalandsliði í undanúrslitaleik á heimsmeistaramóti. Þórir Hergeirsson hefur auðvitað gert það sjö sinnum með kvennalið Noregs en enginn Íslendingur hafði áður náð þessu á HM karla. Þetta verður því í fyrsta sinn sem íslenskur þjálfari fær tækifæri til að spila um verðlaun á HM í handbolta. Dagur gæti vissulega fengið annan í hópinn í kvöld þegar Alfreð Gíslason stýrir þýska landsliðinu á móti Portúgal í átta liða úrslitum. Ísland gæti því verið með tvo þjálfara í undanúrslitum fari allt vel hjá Alfreð. Íslenskir þjálfarar höfðu nokkrum sinnum setið eftir í átta liða úrslitum í gegnum tíðina og um tíma leit það út að ætla einnig að verða hlutskipti Dags. Dagur og lærisveinar hans í króatíska landsliðinu tókst hins vegar að vinna upp fjögurra marka forskot Ungverja á lokakaflanum og tryggja sér eins marks sigur, 31-30. Króatar skoruðu fimm síðustu mörk leiksins. Degi hafði mistekist áður að komast í gegnum átta liða úrslitin. Þýska landsliðið tapaði 26-24 á móti heimamönnum í Katar í átta liða úrslitum á HM 2015. Tveimur árum síðar sló Katar þýska liðið út í sextán liða úrslitunum en í millitíðinni gerði Dagur þýska liðið að Evrópumeisturum. Alfreð Gíslason þekkir það að tapa í átta liða úrslitum með íslenska landsliðinu en Ísland tapaði 41-42 á móti Dönum í framlengdum leik í átta liða úrslitum á HM í Þýskalandi 2007. Hann tapaði líka með þýska landsliðinu í átta liða úrslitum fyrir tveimur árum þegar liðið tapaði 35-28 á móti Frakklandi. Guðmundur Guðmundsson hefur verið nálægt því að komast í undanúrslit með íslenska landsliðinu en oftast var þá um milliriðil að ræða áður en kom að undanúrslitum. Guðmundur tapaði hins vegar með Dönum á móti Spánverjum í átta liða úrslitum á HM í Katar 2015. Guðmundur stýrði danska landsliðinu á bæði HM 2015 og HM 2017 en það eru einu heimsmeistaramótin á undanförnum tveimur áratugum þar sem Danir hafa ekki spilað um verðlaun á HM. Þorbjörn Jensson fór með íslenska landsliðið í átta liða úrslit á HM 1997 en íslenska liðið tapaði þá á móti Ungverjum. Það er enn besti árangur Íslands á heimsmeistaramóti því liðið vann keppnina um fimmta sætið. Annar íslenskur þjálfari hefur einnig tapað í átta liða úrslitum en það er Kristján Andrésson sem fór með Svía í átta liða úrslitin HM 2017 þar sem Svíar töpuðu 30-33 á móti Frökkum. Á næsta heimsmeistaramóti á eftir voru engin átta liða úrslit heldur bara milliriðliar og undanúrslit. Sænska liðið endaði þá í fimmta sæti undir stjórn Kristjáns. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Þórir Hergeirsson hefur auðvitað gert það sjö sinnum með kvennalið Noregs en enginn Íslendingur hafði áður náð þessu á HM karla. Þetta verður því í fyrsta sinn sem íslenskur þjálfari fær tækifæri til að spila um verðlaun á HM í handbolta. Dagur gæti vissulega fengið annan í hópinn í kvöld þegar Alfreð Gíslason stýrir þýska landsliðinu á móti Portúgal í átta liða úrslitum. Ísland gæti því verið með tvo þjálfara í undanúrslitum fari allt vel hjá Alfreð. Íslenskir þjálfarar höfðu nokkrum sinnum setið eftir í átta liða úrslitum í gegnum tíðina og um tíma leit það út að ætla einnig að verða hlutskipti Dags. Dagur og lærisveinar hans í króatíska landsliðinu tókst hins vegar að vinna upp fjögurra marka forskot Ungverja á lokakaflanum og tryggja sér eins marks sigur, 31-30. Króatar skoruðu fimm síðustu mörk leiksins. Degi hafði mistekist áður að komast í gegnum átta liða úrslitin. Þýska landsliðið tapaði 26-24 á móti heimamönnum í Katar í átta liða úrslitum á HM 2015. Tveimur árum síðar sló Katar þýska liðið út í sextán liða úrslitunum en í millitíðinni gerði Dagur þýska liðið að Evrópumeisturum. Alfreð Gíslason þekkir það að tapa í átta liða úrslitum með íslenska landsliðinu en Ísland tapaði 41-42 á móti Dönum í framlengdum leik í átta liða úrslitum á HM í Þýskalandi 2007. Hann tapaði líka með þýska landsliðinu í átta liða úrslitum fyrir tveimur árum þegar liðið tapaði 35-28 á móti Frakklandi. Guðmundur Guðmundsson hefur verið nálægt því að komast í undanúrslit með íslenska landsliðinu en oftast var þá um milliriðil að ræða áður en kom að undanúrslitum. Guðmundur tapaði hins vegar með Dönum á móti Spánverjum í átta liða úrslitum á HM í Katar 2015. Guðmundur stýrði danska landsliðinu á bæði HM 2015 og HM 2017 en það eru einu heimsmeistaramótin á undanförnum tveimur áratugum þar sem Danir hafa ekki spilað um verðlaun á HM. Þorbjörn Jensson fór með íslenska landsliðið í átta liða úrslit á HM 1997 en íslenska liðið tapaði þá á móti Ungverjum. Það er enn besti árangur Íslands á heimsmeistaramóti því liðið vann keppnina um fimmta sætið. Annar íslenskur þjálfari hefur einnig tapað í átta liða úrslitum en það er Kristján Andrésson sem fór með Svía í átta liða úrslitin HM 2017 þar sem Svíar töpuðu 30-33 á móti Frökkum. Á næsta heimsmeistaramóti á eftir voru engin átta liða úrslit heldur bara milliriðliar og undanúrslit. Sænska liðið endaði þá í fimmta sæti undir stjórn Kristjáns.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira