Vill ræða við Trump í síma Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. janúar 2025 11:49 Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir framtíð Grænlendinga ráðast í Nuuk. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra lítur ásælni Bandaríkjaforseta í Grænland alvarlegum augum og ítrekar að fullveldi þjóða beri að virða. Fyrrverandi utanríkisráðherra gagnrýnir hjásetu Kristrúnar á óformlegum fundi forsætisráðherra Norðurlanda um öryggismál á svæðinu. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur ítrekað rætt um að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland og gerði það síðast í samtali við fréttamenn um borð í Air Force one forsetaþotunni um helgina. Þar lýsti hann efasemdum um réttmæti yfirráða Dana og sagði það raunar óvinveitt af þeim að hafna kröfu Bandaríkjamanna, þar sem um alþjóðlegt öryggismál sé að ræða. Óhætt er að segja að Danir deili ekki sömu skoðun og í vikunni kynntu þarlend stjórnvöld áætlun um að auka hernaðarviðbúnað ríkisins við Grænland og á norðurslóðum til muna. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir stjórnvöld á Norðurlöndum samstíga. „Við verðum auðvitað að horfa á þetta mál alvarlegum augum og Norðurlandaþjóðir eru samstíga í viðbrögðum sínum um að það verður að virða fullveldi ríkja. Það verður að virða sjálfstæði ríkja og það skiptir öllu þegar kemur að alþjóðasamfélaginu að alþjóðalög séu virt.“ Leiðtogar Norðurlandanna að Kristrúnu undanskilinni áttu í vikunni óformlegan fund um öryggis- og varnarmál og hefur fjarvera hennar vakið talsverða athygli. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, skaut föstum skotum að henni í gærkvöldi og sakaði meðal annars um að skrópa í vinnunni. Kristrún gaf ekki færi á viðtali vegna málsins í morgun en forsætisráðuneytið hefur gefið þær skýringar að boðað hafi verið til fundarins samdægurs þar sem ráðherrarnir voru staddir í Danmörku á leið á minningarathöfn í Auschwitz. Hún hafi einfaldlega ekki komist þar sem fyrirvarinn hafi verið of skammur. Kristrún sagðist að loknum ríkisstjórnarfundi í gær munu óska eftir símtali við Bandaríkjaforseta. Hefur þú eitthvað heyrt frá bandarískjum stjórnvöldum eftir að ný ríkisstjórn tók við? „Við höfum ekki rætt sérstaklega saman, ég og nýr forseti, en ég hyggst vera í samskiptum við bandarísk stjórnvöld og bjóða upp á slíkt símtal ef það gengur á næstu vikum,“ segir Kristrún. „Ég hef sagt það áður og segir það enn að framtíð Grænlands mun ráðast í Nuuk. Það er þeirra að ákveða hvert ferðalag þeirra verður og ég stend áfram við það.“ Danmörk Grænland Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Donald Trump Bandaríkin Hernaður Norðurslóðir Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur ítrekað rætt um að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland og gerði það síðast í samtali við fréttamenn um borð í Air Force one forsetaþotunni um helgina. Þar lýsti hann efasemdum um réttmæti yfirráða Dana og sagði það raunar óvinveitt af þeim að hafna kröfu Bandaríkjamanna, þar sem um alþjóðlegt öryggismál sé að ræða. Óhætt er að segja að Danir deili ekki sömu skoðun og í vikunni kynntu þarlend stjórnvöld áætlun um að auka hernaðarviðbúnað ríkisins við Grænland og á norðurslóðum til muna. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir stjórnvöld á Norðurlöndum samstíga. „Við verðum auðvitað að horfa á þetta mál alvarlegum augum og Norðurlandaþjóðir eru samstíga í viðbrögðum sínum um að það verður að virða fullveldi ríkja. Það verður að virða sjálfstæði ríkja og það skiptir öllu þegar kemur að alþjóðasamfélaginu að alþjóðalög séu virt.“ Leiðtogar Norðurlandanna að Kristrúnu undanskilinni áttu í vikunni óformlegan fund um öryggis- og varnarmál og hefur fjarvera hennar vakið talsverða athygli. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, skaut föstum skotum að henni í gærkvöldi og sakaði meðal annars um að skrópa í vinnunni. Kristrún gaf ekki færi á viðtali vegna málsins í morgun en forsætisráðuneytið hefur gefið þær skýringar að boðað hafi verið til fundarins samdægurs þar sem ráðherrarnir voru staddir í Danmörku á leið á minningarathöfn í Auschwitz. Hún hafi einfaldlega ekki komist þar sem fyrirvarinn hafi verið of skammur. Kristrún sagðist að loknum ríkisstjórnarfundi í gær munu óska eftir símtali við Bandaríkjaforseta. Hefur þú eitthvað heyrt frá bandarískjum stjórnvöldum eftir að ný ríkisstjórn tók við? „Við höfum ekki rætt sérstaklega saman, ég og nýr forseti, en ég hyggst vera í samskiptum við bandarísk stjórnvöld og bjóða upp á slíkt símtal ef það gengur á næstu vikum,“ segir Kristrún. „Ég hef sagt það áður og segir það enn að framtíð Grænlands mun ráðast í Nuuk. Það er þeirra að ákveða hvert ferðalag þeirra verður og ég stend áfram við það.“
Danmörk Grænland Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Donald Trump Bandaríkin Hernaður Norðurslóðir Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira