Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu Jón Þór Stefánsson skrifar 29. janúar 2025 11:55 Óvissustigi Almannavarna var lýst yfir vegna skjálftavirkninnar í Bárðarbungu á dögunum vegna skjálftahrinu en var aflýst nokkrum dögum síðar. RAX Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að það sé brýn nauðsyn að endurskoða það hvort rétt sé að útiloka stór hraungos frá Bárðarbungukerfinu. Það er vegna þess að mjög mikið gæti verið í húfi fyrir allan orkubúskap Íslands, og ljóst að kvika haldi áfram að safnast saman undir öskju Bárðarbungu. Þetta kemur fram í svari Haraldar á Vísindavefnum við spurningunni: Gætu virkjanir og uppistöðulón verið í hættu ef Bárðarbunga gýs? Í svari sínu fjallar Haraldur um Þjórsárhraun, stærsta hraun sem hefur runnið á jörðinni síðan ísöldinni lauk, eða á síðustu tíu þúsund árum. Kvikan hafi komið úr eldstöðinni Bárðarbungu undir Vatnajökli fyrir um átta þúsund árum. „Þegar Bárðarbunga tekur stóran kipp, eins og jarðskjálftana hinn 14. janúar 2025, þá er viðbúið að jarðvísindamenn taki einnig kipp og fylgist vel með því enginn veit hvaða ósköp gætu verið framundan. Sumir af þessum nýju skjálftum nálguðust 5 af stærð. Það er því full ástæða til að athuga málið,“ segir Haraldur. Hann bendir á að á sínum tíma hafi hraunið runnið 140 kílómetra leið frá upptökum og til sjávar, en ekki sé vitað hve langt hraunið hafi runnið eftir hafsbotninum sunnan Íslands. „Þjórsárhraun valdi sinn farveg til sjávar eftir fljótum sem voru fyrir í landslaginu.“ Jafnframt bendir Haraldur á að fljótin sem nú streymi með eða á Þjórsárhrauni séu kjarninn í vatnsorkuvirkjun Íslands. „Þá vaknar spurning um hversu viðkvæm eru vatnsorkuverin og uppistöðulón fyrir gosum í framtíð. Búrfellsstöð var reist á árunum 1966 til 1972 210 MW að stærð. Svo komu þær hver á fætur annarri, Sigöldustöð 150 MW 1973, Hrauneyjafossstöð 210 MW 1978, Sultartangastöð 120 MW 1999, Vatnsfellsstöð 90 MW árið 2001, Búðarhálsstöð 95 MW 2014. Á teikniborðinu eru þrjár til viðbótar; Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun.“ Í þessari umræðu er talað um gos sem væri talsvert stærti en þau sem hafa verið á Reykjanesi undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Haraldur segir að fyrr á árum hafi lítið sem ekkert verið rætt um hættu sem virkjunum gæti stafað af hraunrennsli. Þjórsárhraun væri talið svo gamalt að slíkt gos væri ekki tekið með í reikninginn. „Slík risagos voru talin hafa myndast fljótlega eftir að jökulfarginu létti af landinu strax eftir að ísöld lauk og því ekki inn í myndinni í dag eða í náinni framtíð,“ segir Haraldur. „Sú kenning er við lýði enn í dag, en er þar með hægt að útiloka stór hraungos frá Bárðarbungukerfinu? Höfundur þessa svars telur að það sé brýn nauðsyn að endurskoða málið, einfaldlega vegna þess að það gæti verið svo mikið í húfi fyrir allan orkubúskap Íslands. Það er ljóst að kvika heldur áfram að safnast fyrir undir öskju Bárðarbungu.“ Hafa unnið að því að skoða málið Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur segir í samtali við fréttastofu, segir að á síðustu árum hafi farið fram heilmikil vinna á vegum Veðurstofunnar, Jarðvísindastofnunnar háskólans, og Landsvirkjunnar, við að skoða þetta. Þessi vinna sé við það að klárast. „Það er heilmikið mat, og það er búið að gera mikla reikninga um möguleg áhrif ef svo illa færi að það kæmi stórhlaup niður þessar ár, og leggja mat á hvaða áhrif það eru,“ segir Magnús Tumi, og bætir við að einnig hafi verið skoðað hvað væri hægt að gera til að minnka skaðann. „Það er rétt að taka fram að þetta er eitthvað sem við verðum að taka alvarlega. En, við vitum ekki til þess að það hafi farið virkilega stór jökulhlaup niður Köldukvísl eða Þjórsá síðan jökla leysti fyrir tíu þúsund árum. En það hafa samt komið jökulhlaup. Á átjándu öld komu jökuhlaup, sennilega vegna eldgosa á þessu svæði, en þau voru ekki mjög stór. Þau fylltu farvegi Þjórsár en gerðu ekki meira.“ Eldgosið í Holuhrauni sem varð 2014 til 2015 kom úr Bárðarbungukerfinu. Kristján Már Unnarsson fjallaði um gosið í þætti af Um land allt á Stöð 2. Eldgos og jarðhræringar Bárðarbunga Orkumál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Haraldar á Vísindavefnum við spurningunni: Gætu virkjanir og uppistöðulón verið í hættu ef Bárðarbunga gýs? Í svari sínu fjallar Haraldur um Þjórsárhraun, stærsta hraun sem hefur runnið á jörðinni síðan ísöldinni lauk, eða á síðustu tíu þúsund árum. Kvikan hafi komið úr eldstöðinni Bárðarbungu undir Vatnajökli fyrir um átta þúsund árum. „Þegar Bárðarbunga tekur stóran kipp, eins og jarðskjálftana hinn 14. janúar 2025, þá er viðbúið að jarðvísindamenn taki einnig kipp og fylgist vel með því enginn veit hvaða ósköp gætu verið framundan. Sumir af þessum nýju skjálftum nálguðust 5 af stærð. Það er því full ástæða til að athuga málið,“ segir Haraldur. Hann bendir á að á sínum tíma hafi hraunið runnið 140 kílómetra leið frá upptökum og til sjávar, en ekki sé vitað hve langt hraunið hafi runnið eftir hafsbotninum sunnan Íslands. „Þjórsárhraun valdi sinn farveg til sjávar eftir fljótum sem voru fyrir í landslaginu.“ Jafnframt bendir Haraldur á að fljótin sem nú streymi með eða á Þjórsárhrauni séu kjarninn í vatnsorkuvirkjun Íslands. „Þá vaknar spurning um hversu viðkvæm eru vatnsorkuverin og uppistöðulón fyrir gosum í framtíð. Búrfellsstöð var reist á árunum 1966 til 1972 210 MW að stærð. Svo komu þær hver á fætur annarri, Sigöldustöð 150 MW 1973, Hrauneyjafossstöð 210 MW 1978, Sultartangastöð 120 MW 1999, Vatnsfellsstöð 90 MW árið 2001, Búðarhálsstöð 95 MW 2014. Á teikniborðinu eru þrjár til viðbótar; Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun.“ Í þessari umræðu er talað um gos sem væri talsvert stærti en þau sem hafa verið á Reykjanesi undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Haraldur segir að fyrr á árum hafi lítið sem ekkert verið rætt um hættu sem virkjunum gæti stafað af hraunrennsli. Þjórsárhraun væri talið svo gamalt að slíkt gos væri ekki tekið með í reikninginn. „Slík risagos voru talin hafa myndast fljótlega eftir að jökulfarginu létti af landinu strax eftir að ísöld lauk og því ekki inn í myndinni í dag eða í náinni framtíð,“ segir Haraldur. „Sú kenning er við lýði enn í dag, en er þar með hægt að útiloka stór hraungos frá Bárðarbungukerfinu? Höfundur þessa svars telur að það sé brýn nauðsyn að endurskoða málið, einfaldlega vegna þess að það gæti verið svo mikið í húfi fyrir allan orkubúskap Íslands. Það er ljóst að kvika heldur áfram að safnast fyrir undir öskju Bárðarbungu.“ Hafa unnið að því að skoða málið Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur segir í samtali við fréttastofu, segir að á síðustu árum hafi farið fram heilmikil vinna á vegum Veðurstofunnar, Jarðvísindastofnunnar háskólans, og Landsvirkjunnar, við að skoða þetta. Þessi vinna sé við það að klárast. „Það er heilmikið mat, og það er búið að gera mikla reikninga um möguleg áhrif ef svo illa færi að það kæmi stórhlaup niður þessar ár, og leggja mat á hvaða áhrif það eru,“ segir Magnús Tumi, og bætir við að einnig hafi verið skoðað hvað væri hægt að gera til að minnka skaðann. „Það er rétt að taka fram að þetta er eitthvað sem við verðum að taka alvarlega. En, við vitum ekki til þess að það hafi farið virkilega stór jökulhlaup niður Köldukvísl eða Þjórsá síðan jökla leysti fyrir tíu þúsund árum. En það hafa samt komið jökulhlaup. Á átjándu öld komu jökuhlaup, sennilega vegna eldgosa á þessu svæði, en þau voru ekki mjög stór. Þau fylltu farvegi Þjórsár en gerðu ekki meira.“ Eldgosið í Holuhrauni sem varð 2014 til 2015 kom úr Bárðarbungukerfinu. Kristján Már Unnarsson fjallaði um gosið í þætti af Um land allt á Stöð 2.
Eldgos og jarðhræringar Bárðarbunga Orkumál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira