Öllum heilsast vel eftir fæðingu í háloftunum Bjarki Sigurðsson skrifar 29. janúar 2025 19:00 Bakhtiyor Alimov og Sevara Alimova með soninn. Sá var aldeilis lúinn þegar fréttastofa kíkti á þau, enda hlýtur það að taka á að fæðast í háloftunum. Rétt er að taka fram að hann er að geispa á myndinni, en ekki að gráta. Vísir/Bjarni Móðir segir allt hafa farið á besta veg þegar hún fæddi barn í flugvél í gær. Einungis fimmtán mínútur liðu milli þess að hún fann að eitthvað væri að og þar til barnið var komið í heiminn. Vélinni var lent á Keflavíkurflugvelli eftir fæðinguna. Bakhtiyor Alimov og Sevara Alimova eru frá Úsbekistan en búa í Ohio í Bandaríkjunum. Þau voru um borð í flugvél Uzbekistan Airways á leið til New York í gær ásamt fjórum börnum sínum þegar Sevara, sem var komin átta mánuði á leið, fann að eitthvað væri að. „Ég tók dóttur mína upp og þá fann ég verk í maganum. Svo sá ég að það kom blóð. Ég sagði flugfreyjunni það og að barnið væri að koma. Það var mikið áfall,“ segir Sevara. Áhöfnin athugaði hvort læknir væri um borð og viti menn, þeir voru þrír og ein ljósmóðir. Sevara telur að einungis korteri síðar hafi sonur þeirra hjóna komið í heiminn. Vélin var þá á flugi yfir Grænlandi. „Þau breiddu yfir hana og svo heyrðum við barnið gráta. Svo sá ég að þarna var barnið, nýfætt barn. Allir í flugvélinni klöppuðu,“ segir Bakhtiyor. Fjölskyldan ásamt áhöfninni eftir ótrúlega fæðingu. Rúmlega sjötíu börn hafa fæðst í háloftunum síðan það gerðist fyrst árið 1929. Áhöfn vélarinnar ákvað að snúa henni við og lenda á Keflavíkurflugvelli þaðan sem Sevara og sonurinn voru flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Bæði móður og barni heilsast vel og þau stefna á að komast heim til Bandaríkjanna fyrir helgi. Bakhtiyor segist mjög stoltur af eiginkonu sinni og þau þakka öllum þeim sem hafa aðstoðað þau síðastliðinn sólarhring. „Fólkið er mjög gott. Mjög gott. Ég hef komið til margra landa en þar er fólkið ekki svona. Ég er hrifinn af þessum stað,“ segir Bakhtiyor. Fréttir af flugi Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Úsbekistan Barnalán Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Sjá meira
Bakhtiyor Alimov og Sevara Alimova eru frá Úsbekistan en búa í Ohio í Bandaríkjunum. Þau voru um borð í flugvél Uzbekistan Airways á leið til New York í gær ásamt fjórum börnum sínum þegar Sevara, sem var komin átta mánuði á leið, fann að eitthvað væri að. „Ég tók dóttur mína upp og þá fann ég verk í maganum. Svo sá ég að það kom blóð. Ég sagði flugfreyjunni það og að barnið væri að koma. Það var mikið áfall,“ segir Sevara. Áhöfnin athugaði hvort læknir væri um borð og viti menn, þeir voru þrír og ein ljósmóðir. Sevara telur að einungis korteri síðar hafi sonur þeirra hjóna komið í heiminn. Vélin var þá á flugi yfir Grænlandi. „Þau breiddu yfir hana og svo heyrðum við barnið gráta. Svo sá ég að þarna var barnið, nýfætt barn. Allir í flugvélinni klöppuðu,“ segir Bakhtiyor. Fjölskyldan ásamt áhöfninni eftir ótrúlega fæðingu. Rúmlega sjötíu börn hafa fæðst í háloftunum síðan það gerðist fyrst árið 1929. Áhöfn vélarinnar ákvað að snúa henni við og lenda á Keflavíkurflugvelli þaðan sem Sevara og sonurinn voru flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Bæði móður og barni heilsast vel og þau stefna á að komast heim til Bandaríkjanna fyrir helgi. Bakhtiyor segist mjög stoltur af eiginkonu sinni og þau þakka öllum þeim sem hafa aðstoðað þau síðastliðinn sólarhring. „Fólkið er mjög gott. Mjög gott. Ég hef komið til margra landa en þar er fólkið ekki svona. Ég er hrifinn af þessum stað,“ segir Bakhtiyor.
Fréttir af flugi Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Úsbekistan Barnalán Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels