Hinn fertugi Hamilton vann sjö heimsmeistaratitla með Mercedes áður en hann ákvað að færa sig yfir í hinn fornfræga rauða galla Ferrari. Hamilton var með kollegum sínum í Barcelona i þar sem undirbúningur fyrir komandi tímabil er í fullum gangi.
Settling in. pic.twitter.com/tONHUCL13d
— Lewis Hamilton (@LewisHamilton) January 22, 2025
Til að byrja með keyrði Hamilton 2023 útgáfuna af F1 bíl Ferrari áður en farið er í útgáfuna sem notuð verður í ár. Virðist Hamilton hafa átt erfitt með 2023 útgáfunu þar sem hann klessti bílinn á F1 brautinni í Katalóníu. Ferrari hefur neitað að tjá sig um málið samkvæmt BBC en Hamilton slapp án meiðsla.
Þá er Ferrari ekki sagt hafa of miklar áhyggjur þar sem árekstrar sem þessir eru tíðir þegar liðin hefja undirbúning sinn. Að því sögðu var
Formúla 1 tímabilið í ár hefst helgina 14. til 16. mars í Ástralíu.