Gengur í storm með slyddu eða snjókomu Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2025 07:08 Gular viðvaranir taka víða gildi á landinu fyrir hádegi í dag vegna hríðarveðurs. Vísir/Vilhelm Það mun ganga í suðaustanhvassviðri eða -storm með slyddu eða snjókomu með morgninum, en rigningu við ströndina og hlýnar nokkuð. Veðurstofan spáir því að það verði hægari vindur og þurrt að kalla um landið norðaustanvert. Það mun svo lægja heldur og verður þurrt að kalla í kvöld, fyrst vestantil. Gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út á Vestfjörðum, Breiðafirði, Faxaflóa, Suðurlandi og Miðhálendi vegna hríðarveðursins í dag. Taka þær gildi fyrir hádegi og eru þær síðustu í gildi fram á kvöld. „Bent er á að mikil hálka geti myndast á vegum úti á morgun og eru ökumenn hvattir til að aka eftir aðstæðum. Næsta lægð nálgast landið á morgun, föstudag, og gengur í suðaustanstorm og jafnvel rok með rigningu og hlýindum, en úrkomulítið á Norður- og Austurlandi. Ekki er gert ráð fyrir að snjói undan þeirri lægð eins og lægðinni í dag þar sem mun mildara loft verður yfir landinu á morgun. Spáð er áframhaldandi umhelypingum um helgina með hvössum sunnanáttum, talsverðri rigningu, hlýindum og asahlákau og er því fólk hvatt til að hreinsa frá niðurföllum og fráveituskurðum til að fyrirbyggja vatnstjón. Vegna veðurhæðar eru ferðalangar hvattir til aka með gát, einkum ef ökutækin taka á sig vind,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Vaxandi sunnan- og suðaustanátt með hlýnandi veðri, 18-25 m/s og rigning undir kvöld, en þurrt að mestu norðaustanlands og hiti 2 til 8 stig. Á laugardag: Sunnan hvassviðri eða stormur og rigning eða slydda með köflum, en bjartviðri norðaustanlands. Hiti 3 til 9 stig. Á sunnudag: Gengur í suðaustan storm eða rok seinnipartinn með talsverðri rigningu og hlýindum, einkum sunnantil. Á mánudag og þriðjudag: Suðvestanátt með éljagangi, en bjartviðri norðaustantil og kólnandi veður. Á miðvikudag: Búast má við hvassri sunnanátt með rigningu og hlýnandi veðri í bili. Veður Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Sjá meira
Veðurstofan spáir því að það verði hægari vindur og þurrt að kalla um landið norðaustanvert. Það mun svo lægja heldur og verður þurrt að kalla í kvöld, fyrst vestantil. Gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út á Vestfjörðum, Breiðafirði, Faxaflóa, Suðurlandi og Miðhálendi vegna hríðarveðursins í dag. Taka þær gildi fyrir hádegi og eru þær síðustu í gildi fram á kvöld. „Bent er á að mikil hálka geti myndast á vegum úti á morgun og eru ökumenn hvattir til að aka eftir aðstæðum. Næsta lægð nálgast landið á morgun, föstudag, og gengur í suðaustanstorm og jafnvel rok með rigningu og hlýindum, en úrkomulítið á Norður- og Austurlandi. Ekki er gert ráð fyrir að snjói undan þeirri lægð eins og lægðinni í dag þar sem mun mildara loft verður yfir landinu á morgun. Spáð er áframhaldandi umhelypingum um helgina með hvössum sunnanáttum, talsverðri rigningu, hlýindum og asahlákau og er því fólk hvatt til að hreinsa frá niðurföllum og fráveituskurðum til að fyrirbyggja vatnstjón. Vegna veðurhæðar eru ferðalangar hvattir til aka með gát, einkum ef ökutækin taka á sig vind,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Vaxandi sunnan- og suðaustanátt með hlýnandi veðri, 18-25 m/s og rigning undir kvöld, en þurrt að mestu norðaustanlands og hiti 2 til 8 stig. Á laugardag: Sunnan hvassviðri eða stormur og rigning eða slydda með köflum, en bjartviðri norðaustanlands. Hiti 3 til 9 stig. Á sunnudag: Gengur í suðaustan storm eða rok seinnipartinn með talsverðri rigningu og hlýindum, einkum sunnantil. Á mánudag og þriðjudag: Suðvestanátt með éljagangi, en bjartviðri norðaustantil og kólnandi veður. Á miðvikudag: Búast má við hvassri sunnanátt með rigningu og hlýnandi veðri í bili.
Veður Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Sjá meira