Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2025 10:42 Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir engar forsendur uppi til að réttlæta það að þingflokki Sjálfstæðisflokksins verði gert að yfirgefa herbergið. Vísir/Vilhelm Samfylkingin hefur óskað eftir því að fá úthlutað stærsta þingflokksherberginu í Alþingishúsinu – herbergi sem hefur hýst þingflokk Sjálfstæðisflokksins í 84 ár. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir kröfuna fáránlega enda fullkomlega óþarfa, auk þess að þingflokksherbergið hefur sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að skrifstofustjóri Alþingis hefði sent Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, erindi í byrjun mánaðar þar sem fram kom að Samfylkingin hefði óskað eftir stærsta þingflokksherberginu í ljósi breytts þingstyrks. Engar forsendur Hildur segir í samtali við fréttastofu að hún hafi sent skrifstofustjóra athugasemdir vegna málsins þar sem hún sagði að engar forsendur væru uppi til að réttlæta það að þingflokki Sjálfstæðisflokksins verði gert að yfirgefa herbergið. „Ég gef mér að þessi sjónarmið mín hafi verið nægilega skýr til að fólk hafi áttað sig á að það eru engar forsendur uppi til að réttlæta það að þingflokki Sjálfstæðisflokksins sé hent út að nauðsynjalausu úr þingflokksherbergi sínu sem hann hefur haft í 84 ár, eða frá 1941, og hefur auðvitað mikið sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir flokkinn. Ef eitthvað annað kemur á daginn hef ég sagt við þingflokkinn í tvígang að það verði þá skipulagðar vaktir um setuverkfall í þingflokksherberginu,“ segir Hildur og hlær. Úr þingflokksherbergi Sjálfstæðismanna í Alþingishúsinu. Á veggjunum má sjá málverk af fyrrverandi formönnum Sjálfstæðisflokksins. Ekki nauðsyn nú Í alþingiskosningunum í nóvember tryggði Samfylkingin sér flest þingsæti, eða fimmtán, en Sjálfstæðisflokkurinn fjórtán. Hildur segir að í athugasemdum sínum til skrifstofustjóra hafi hún sagt að hún gæti ekki séð að sú krafa Samfylkingarinnar stæðist reglur forsætisnefndar um úthlutun þingflokksherbergja. Í reglunum kæmi fram að almennt skyldi stefnt að því að þingflokkar haldi þingflokksherbergjum sínum nema nauðsyn annarra og stærri þingflokka kalli á breytingar. „Ég rakti að ég gæti ekki séð að nein sú nauðsyn væri uppi gagnvart þingflokki Samfylkingar sem telur fimmtán þingmenn þegar til dæmis nýlegt fordæmi er um að nítján manna þingflokkur hafi verið heilt kjörtímabil í því herbergi sem er næst stærst. Það eru vissulega til fordæmi fyrir því í gegnum tíðina að þingflokkar hafi þurft að víkja úr þingflokksherbergjum sínum þar sem stærri þingflokkar þyrftu rými til fundarhalda en nauðsynin sem gerð er krafa um er einfaldlega ekki uppi nú til að réttlæta það að Sjálfstæðisflokkurinn víki úr sínu gamla herbergi sem almennt skuli stefnt að flokkurinn haldi,“ segir Hildur. Hægt að sameina herbergi í Skála Hildur segist ennfremur hafa tekið fram að ef skrifstofa þingsins kysi af öðrum ástæðum að mæta sjónarmiðum Samfylkingar um að vilja stærra þingflokksherbergi þá væri – í ljósi fækkunar á þingflokkum í kjölfar nýafstaðinna alþingiskosninga – hægt að koma til móts við óskir flokksins að breyta núverandi herbergjaskipan í viðbyggingunni í Skála með því að sameina þau herbergi sem fyrir eru eins og fordæmi eru fyrir. Hildur segist ekkert hafa heyrt frekar frá skrifstofustjóra vegna málsins. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá því í morgun að skrifstofustjóri Alþingis hefði sent Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, erindi í byrjun mánaðar þar sem fram kom að Samfylkingin hefði óskað eftir stærsta þingflokksherberginu í ljósi breytts þingstyrks. Engar forsendur Hildur segir í samtali við fréttastofu að hún hafi sent skrifstofustjóra athugasemdir vegna málsins þar sem hún sagði að engar forsendur væru uppi til að réttlæta það að þingflokki Sjálfstæðisflokksins verði gert að yfirgefa herbergið. „Ég gef mér að þessi sjónarmið mín hafi verið nægilega skýr til að fólk hafi áttað sig á að það eru engar forsendur uppi til að réttlæta það að þingflokki Sjálfstæðisflokksins sé hent út að nauðsynjalausu úr þingflokksherbergi sínu sem hann hefur haft í 84 ár, eða frá 1941, og hefur auðvitað mikið sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir flokkinn. Ef eitthvað annað kemur á daginn hef ég sagt við þingflokkinn í tvígang að það verði þá skipulagðar vaktir um setuverkfall í þingflokksherberginu,“ segir Hildur og hlær. Úr þingflokksherbergi Sjálfstæðismanna í Alþingishúsinu. Á veggjunum má sjá málverk af fyrrverandi formönnum Sjálfstæðisflokksins. Ekki nauðsyn nú Í alþingiskosningunum í nóvember tryggði Samfylkingin sér flest þingsæti, eða fimmtán, en Sjálfstæðisflokkurinn fjórtán. Hildur segir að í athugasemdum sínum til skrifstofustjóra hafi hún sagt að hún gæti ekki séð að sú krafa Samfylkingarinnar stæðist reglur forsætisnefndar um úthlutun þingflokksherbergja. Í reglunum kæmi fram að almennt skyldi stefnt að því að þingflokkar haldi þingflokksherbergjum sínum nema nauðsyn annarra og stærri þingflokka kalli á breytingar. „Ég rakti að ég gæti ekki séð að nein sú nauðsyn væri uppi gagnvart þingflokki Samfylkingar sem telur fimmtán þingmenn þegar til dæmis nýlegt fordæmi er um að nítján manna þingflokkur hafi verið heilt kjörtímabil í því herbergi sem er næst stærst. Það eru vissulega til fordæmi fyrir því í gegnum tíðina að þingflokkar hafi þurft að víkja úr þingflokksherbergjum sínum þar sem stærri þingflokkar þyrftu rými til fundarhalda en nauðsynin sem gerð er krafa um er einfaldlega ekki uppi nú til að réttlæta það að Sjálfstæðisflokkurinn víki úr sínu gamla herbergi sem almennt skuli stefnt að flokkurinn haldi,“ segir Hildur. Hægt að sameina herbergi í Skála Hildur segist ennfremur hafa tekið fram að ef skrifstofa þingsins kysi af öðrum ástæðum að mæta sjónarmiðum Samfylkingar um að vilja stærra þingflokksherbergi þá væri – í ljósi fækkunar á þingflokkum í kjölfar nýafstaðinna alþingiskosninga – hægt að koma til móts við óskir flokksins að breyta núverandi herbergjaskipan í viðbyggingunni í Skála með því að sameina þau herbergi sem fyrir eru eins og fordæmi eru fyrir. Hildur segist ekkert hafa heyrt frekar frá skrifstofustjóra vegna málsins.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira