Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Jakob Bjarnar skrifar 30. janúar 2025 14:40 Eins og sjá má er auga konunnar illa leikið eftir að sprautan sprakk. aðsend Kona nokkur í Reykjavík lenti í óhugnanlegu atviki á sunnudaginn var. Rjómasprauta sem hún var að skrúfa saman sprakk með miklum látum og þeyttist tappinn í augað á henni. „Áverkinn er skurður á augnloki og augabrún, blæðing inni í auga og beinbrot í augntóft,“ segir konan í samtali við Vísi. Hún vill endilega vara fólk við þessum algengu heimilistækjum. Ef fólk er ekki til í að henda sprautunum, þá í það minnsta endurnýja þær reglulega. Tveir millimetrar og augað væri farið Hún hafði verið að undirbúa vöfflukaffi og var dóttir hennar 24 ára gömul viðstödd þegar slysið varð. „Þetta gerist þegar ég var að skrúfa hylkið með gasinu á. Ég heyrði gasið þrýstast inn og stuttu síðar sprakk sprautan með þeim afleiðingum að gashylkið með tappanum skutluðust af miklu afli beint í augað. Minnstu mátti muna, kannski svona 2 millimetrum, að augað yrði fyrir óafturkræfum skaða.“ Konan, sem starfar sem læknir, segist hafa „googlað“ sig til um þetta og komist að því að erlendis sé nokkuð um svona slys og meira að segja eru dæmi um að fólk hafi látið lífið sem hafi lent í svona nokkru. „Einhverjar sprautur voru innkallaðar á sínum tíma. En verst er að ég veit ekki hvort mín sprauta var þeirrar gerðar. Ég sé ekki hver framleiðandinn er né man ég hvar ég keypti sprautuna. En hún er svona fjögurra ára gömul.“ Veit ekki hverrar gerðar sprautan er Ekki bara veit konan ekki hverrar gerðar þessi sprauta er, hún man ómögulega hvar hún keypti hana. Konan vill fyrir alla muni vara við þessum tækjum sem margir líta á sem nauðsynlegt heimilistæki, meðan helstu gúrmé-menn vilja meina að rjóminn úr svona sprautum verði of stífþeyttur. Vísir greindi frá því fyrir í júní á síðasta ári þegar Sodastream flaska sprakk í frumeindir sínar, víst er að alvarleg slys gerast ekki síst inni á heimilum fólks. „Ég hélt fyrst að ég hefði misst augað. Þetta var rosaleg sprengingin, við fengum suð í eyrun og svo fór þetta í augntóftina og augað. Ég þorði ekki að taka hendina frá í nokkrar mínútur. Það blæddi mikið en ég vildi ekki að dóttir mín sæi augað hanga út úr. Svo reif hún höndina frá og hún gat séð að augað var á sínum stað.“ Ráðleggur fólki að endurnýja sprautur sínar Svo vel vill til að barnsfaðir konunnar, faðir dótturinnar, er augnskurðlæknir og gat hann skoðað augað fljótlega eftir að tappinn skaust í það. „Það var erfitt að opna augað. Og það er blæðing inni í því en það verður heilt. En það er brot inni í í augntóftinni. Hylkið fór bæði á augnlokið og á augað en líka á augnbrúnina og beinið þar. Eins og ég segi, ef það hefði farið 2 mm neðar hefði augað splundrast.“ Konan segist ljónheppin, tveir millimetrar og hún væri eineyg. Hún telur ljóst að margir séu með eldri týpur af rjómasprautum. „Mamma var að henda sinni sem er um 20 ára. Það eru örugglega margir með eldri.“ Þessi reynsla hefur gert lækninn hvekktan og skal engan undra og er konan nú óörugg gagnvart öllum slíkum tækjum. Neytendur Slysavarnir Reykjavík Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Áverkinn er skurður á augnloki og augabrún, blæðing inni í auga og beinbrot í augntóft,“ segir konan í samtali við Vísi. Hún vill endilega vara fólk við þessum algengu heimilistækjum. Ef fólk er ekki til í að henda sprautunum, þá í það minnsta endurnýja þær reglulega. Tveir millimetrar og augað væri farið Hún hafði verið að undirbúa vöfflukaffi og var dóttir hennar 24 ára gömul viðstödd þegar slysið varð. „Þetta gerist þegar ég var að skrúfa hylkið með gasinu á. Ég heyrði gasið þrýstast inn og stuttu síðar sprakk sprautan með þeim afleiðingum að gashylkið með tappanum skutluðust af miklu afli beint í augað. Minnstu mátti muna, kannski svona 2 millimetrum, að augað yrði fyrir óafturkræfum skaða.“ Konan, sem starfar sem læknir, segist hafa „googlað“ sig til um þetta og komist að því að erlendis sé nokkuð um svona slys og meira að segja eru dæmi um að fólk hafi látið lífið sem hafi lent í svona nokkru. „Einhverjar sprautur voru innkallaðar á sínum tíma. En verst er að ég veit ekki hvort mín sprauta var þeirrar gerðar. Ég sé ekki hver framleiðandinn er né man ég hvar ég keypti sprautuna. En hún er svona fjögurra ára gömul.“ Veit ekki hverrar gerðar sprautan er Ekki bara veit konan ekki hverrar gerðar þessi sprauta er, hún man ómögulega hvar hún keypti hana. Konan vill fyrir alla muni vara við þessum tækjum sem margir líta á sem nauðsynlegt heimilistæki, meðan helstu gúrmé-menn vilja meina að rjóminn úr svona sprautum verði of stífþeyttur. Vísir greindi frá því fyrir í júní á síðasta ári þegar Sodastream flaska sprakk í frumeindir sínar, víst er að alvarleg slys gerast ekki síst inni á heimilum fólks. „Ég hélt fyrst að ég hefði misst augað. Þetta var rosaleg sprengingin, við fengum suð í eyrun og svo fór þetta í augntóftina og augað. Ég þorði ekki að taka hendina frá í nokkrar mínútur. Það blæddi mikið en ég vildi ekki að dóttir mín sæi augað hanga út úr. Svo reif hún höndina frá og hún gat séð að augað var á sínum stað.“ Ráðleggur fólki að endurnýja sprautur sínar Svo vel vill til að barnsfaðir konunnar, faðir dótturinnar, er augnskurðlæknir og gat hann skoðað augað fljótlega eftir að tappinn skaust í það. „Það var erfitt að opna augað. Og það er blæðing inni í því en það verður heilt. En það er brot inni í í augntóftinni. Hylkið fór bæði á augnlokið og á augað en líka á augnbrúnina og beinið þar. Eins og ég segi, ef það hefði farið 2 mm neðar hefði augað splundrast.“ Konan segist ljónheppin, tveir millimetrar og hún væri eineyg. Hún telur ljóst að margir séu með eldri týpur af rjómasprautum. „Mamma var að henda sinni sem er um 20 ára. Það eru örugglega margir með eldri.“ Þessi reynsla hefur gert lækninn hvekktan og skal engan undra og er konan nú óörugg gagnvart öllum slíkum tækjum.
Neytendur Slysavarnir Reykjavík Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira