Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Jón Þór Stefánsson skrifar 31. janúar 2025 07:00 Landsréttur kvað upp dóm sinn í dag. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest tveggja ára fangelsisdóm Sigmars Hjartar Jónssonar, karlmanns á þrítugsaldri, fyrir að nauðga kunningjastúlku sinni á göngustíg í nágrenni við heimili hans á Suðurlandi um nótt í september 2021. Sigmari var gefið að sök að beita stúlkuna ofbeldi og ólögmætri nauðung. Hún var sögð hafa reynt að losa sig frá honum, en hann hafi tekið niður buxur hennar, ýtt á bak hennar, beygt hana fram og haft við hana samræði. Fyrir vikið hlaut konan áverka á kynfærum. Sigmar hefur staðfastlega neitað sök frá því að málið kom upp. Landsrétti þótti framburður hans hafa verið stöðugur. Hann hefur haldið því fram að hann hafi ekki yfirgefið heimili sitt umrætt kvöld. Hann hafi hins vegar verið í samskiptum við stúlkuna á Snapchat, og þau talað um að hittast daginn eftir og hann ætlað að gefa henni svokallað viðnámsspólu í rafsígarettu. Féll í yfirlið Landsréttur sagði að framburður stúlkunnar hefði líka verið stöðugur. Þessa nótt hafi hún mælt sér mót við Sigmar til að fá hjá honum „veipvökva“ og viðnámsspóluna. Skömmu eftir að þau hittust hafi liðið yfir hana. Þegar hún vaknaði hafi hann verið búinn að taka niður um hana buxur og nærbuxur, látið hana beygja sig yfir grindverk svo nauðgað henni líkt og segir í ákæru. Vitnisburður fjölskyldumeðlima Sigmars var líka á þá leið að hann hafi ekki yfirgefið heimilið um nóttina. Héraðsdómur tók því með fyrirvara vegna tengsla við hann, en líka vegna þess að þeir höfðu verið sofandi eða í tölvuleik með heyrnartól. Sigmar setti út á þetta mat héraðsdóms, en Landsréttur sagði frásagnir þeirra hafa breyst við gang málsins og það þótti draga úr sönnunargildi þeirra. Ekkert sem bendi til að lífsýni hafi borist með óbeinum hætti Niðurstaða héraðsdóms byggði fyrst og fremst á lífsýnarannsókn, og byggði Landsréttur líka á henni. Sérstaklega var horft til þess að DNA úr stúlkunni fannst í sýni sem var tekið af getnaðarlimi hans, og úr nærbuxum hans. Sigmar hafði í héraði útskýrt þessar niðurstöður með þeim hætti að stúlkan hefði notað „veipið“ hans, en hann geymdi það iðulega í klofinu á sér þegar hann væri að keyra, og vegna þess að rennilás buxna hans væri bilaður hefði DNA úr henni borist af „veipinu“ á nærbuxur hans. Í dómi Landsréttar segir að engar vísbendingar séu um það að DNA úr stúlkunni hafi getað ratað í nærbuxur hans eða á getnaðarlim með óbeinum hætti. Því komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að þau hefðu hist umrætt kvöld, og þar af leiðandi bæri að taka dóm stúlkunnar trúverðugan. Líkt og áður segir staðfesti Landsréttur tveggja ára fangelsisdóm Sigmars. Honum er gert að greiða stúlkunni tvær milljónir króna í miskabætur. Í héraði var honum gert að greiða tæplega 4,6 milljónir í sakarkostnað. Þá bætast viðtæplega 2,4 milljónir í áfrýjunarkostnað fyrir Landsrétti. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjá meira
Sigmari var gefið að sök að beita stúlkuna ofbeldi og ólögmætri nauðung. Hún var sögð hafa reynt að losa sig frá honum, en hann hafi tekið niður buxur hennar, ýtt á bak hennar, beygt hana fram og haft við hana samræði. Fyrir vikið hlaut konan áverka á kynfærum. Sigmar hefur staðfastlega neitað sök frá því að málið kom upp. Landsrétti þótti framburður hans hafa verið stöðugur. Hann hefur haldið því fram að hann hafi ekki yfirgefið heimili sitt umrætt kvöld. Hann hafi hins vegar verið í samskiptum við stúlkuna á Snapchat, og þau talað um að hittast daginn eftir og hann ætlað að gefa henni svokallað viðnámsspólu í rafsígarettu. Féll í yfirlið Landsréttur sagði að framburður stúlkunnar hefði líka verið stöðugur. Þessa nótt hafi hún mælt sér mót við Sigmar til að fá hjá honum „veipvökva“ og viðnámsspóluna. Skömmu eftir að þau hittust hafi liðið yfir hana. Þegar hún vaknaði hafi hann verið búinn að taka niður um hana buxur og nærbuxur, látið hana beygja sig yfir grindverk svo nauðgað henni líkt og segir í ákæru. Vitnisburður fjölskyldumeðlima Sigmars var líka á þá leið að hann hafi ekki yfirgefið heimilið um nóttina. Héraðsdómur tók því með fyrirvara vegna tengsla við hann, en líka vegna þess að þeir höfðu verið sofandi eða í tölvuleik með heyrnartól. Sigmar setti út á þetta mat héraðsdóms, en Landsréttur sagði frásagnir þeirra hafa breyst við gang málsins og það þótti draga úr sönnunargildi þeirra. Ekkert sem bendi til að lífsýni hafi borist með óbeinum hætti Niðurstaða héraðsdóms byggði fyrst og fremst á lífsýnarannsókn, og byggði Landsréttur líka á henni. Sérstaklega var horft til þess að DNA úr stúlkunni fannst í sýni sem var tekið af getnaðarlimi hans, og úr nærbuxum hans. Sigmar hafði í héraði útskýrt þessar niðurstöður með þeim hætti að stúlkan hefði notað „veipið“ hans, en hann geymdi það iðulega í klofinu á sér þegar hann væri að keyra, og vegna þess að rennilás buxna hans væri bilaður hefði DNA úr henni borist af „veipinu“ á nærbuxur hans. Í dómi Landsréttar segir að engar vísbendingar séu um það að DNA úr stúlkunni hafi getað ratað í nærbuxur hans eða á getnaðarlim með óbeinum hætti. Því komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að þau hefðu hist umrætt kvöld, og þar af leiðandi bæri að taka dóm stúlkunnar trúverðugan. Líkt og áður segir staðfesti Landsréttur tveggja ára fangelsisdóm Sigmars. Honum er gert að greiða stúlkunni tvær milljónir króna í miskabætur. Í héraði var honum gert að greiða tæplega 4,6 milljónir í sakarkostnað. Þá bætast viðtæplega 2,4 milljónir í áfrýjunarkostnað fyrir Landsrétti.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjá meira