Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar 31. janúar 2025 09:32 Þegar barn missir foreldri eða forráðamann er öryggi barnsins eðlilega ógnað. Kvíði barna í kjölfar foreldramissis snýr oft og tíðum að þeim ótta að missa hitt foreldri sitt líka eða aðra nákomna. Eldri börn og unglingar sýna þennan kvíða oftar á praktískari hátt heldur en yngri börn og áhyggjur af fjármálum og þeirra eigin afkomu eru algengar. Spurningar á borð við hver borgar af húsnæði og lánum ef hitt foreldrið fellur líka frá eru ekki óalgengar og eiga það sameiginlegt að snúast um þá grundvallarspurningu barnsins; ,,hver hugsar um mig ef eitthvað kemur fyrir?” Í ljósi þess er mikilvægt fyrir foreldri eða forráðamenn að róa slíkar kvíðahugsanir og gera barninu það ljóst að það þarf ekki að taka á sig skyldur og ábyrgð hinna fullorðnu og það verði fyrir því séð á allan hátt. Börn geta tekið upp á því að haga sér á einhvern hátt eins og manneskjan sem þau misstu, þetta getur verið meðvitað eða ómeðvitað. Oftast gerir það ekkert til en ef börn fara að gera tilraunir til að vera alveg eins og stóri sterki pabbi sem huggaði aðra og veitti öryggi eða mamma sem hélt utan um alla og bar ábyrgð á heimilinu getur það orðið mjög íþyngjandi og streituvaldandi fyrir barnið sem getur ekki ráðið við slíkt hlutverk sem er líka ósanngjarnt gagnvart aldri þess og þroska. Þessi tilraun til að stíga inn í hlutverk þess sem er farinn getur verið þrá eftir nærveru og tengslum við hinn látna eða kvíðaviðbragð. Algeng undirliggjandi tilfinning hjá börnum er: “ef að það verður í lagi með foreldri mitt, þá verður í lagi með mig”. Þegar barn upplifir foreldri eða forráðamann í veikri stöðu og undir miklu álagi getur það því tekið til þess bragðs að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að það verði einmitt í lagi með fullorðnu manneskjuna sem á að passa það sjálft. Ekkert barn getur eða á að vera í þeirri stöðu að passa upp á fullorðið fólk. Foreldri sem verður vart við að barnið þeirra er farið að taka á sig óeðlilega ábyrgð, reynir að þóknast eins og hægt er eða hlífir foreldrinu við verkefnum sem foreldrið á að leysa getur þurft að stíga inn í og stoppa barnið sitt af. Þá þarf að setjast niður og útskýra fyrir barninu eða unglingnum að þó að mömmu eða pabba líði vissulega illa og gráti jafnvel stundum að þá þurfi barnið ekki að hafa áhyggjur af foreldrinu. Foreldrið þarf að láta barnið sitt hvíla í því að þau fullorðnu ráði við aðstæðurnar, að það verði í lagi með foreldrið þrátt fyrir allt og að foreldrið passi upp á barnið en ekki öfugt. Einnig getur verið gott að fá barnið til að hugsa um öll þau sem eru þeim stuðningur og eru líka til staðar fyrir foreldri þeirra. Stundum þarf að endurtaka svona samtöl nokkrum sinnum svo að barnið sleppi tökunum af óttanum og þessari óeðlilegu ábyrgðartilfinningu. Hlutverk í fjölskyldum geta riðlast við áföll og það er mikilvægt fyrir þau sem eru yngst og óþroskuð að fullorðna fólkið beri ábyrgð á sjálfu sér og börnunum svo að unga fólkið þurfi þess ekki. Auðvitað getur það gerst að uppeldisaðili lendi á vegg eftir missi og geti raunverulega ekki sinnt öllum þörfum barna sinna. Þá skiptir stuðningsnetið öllu máli og að annað fullorðið fólk grípi boltana. Þar getur það líka verið algjör björgun að þiggja faglegan stuðning. Því miður er bakland fólks mjög mismunandi og við skulum ekki vanmeta gildi þess þegar fólk í nærumhverfinu býðst til að létta undir t.d. þegar aðrir foreldrar skutla eða sækja á æfingu eða bjóða barni sem hefur misst að koma með í eitthvað skemmtilegt á frídegi. Allir foreldrar í krefjandi aðstæðum þurfa stuðning og hjálp við að skapa rými til að hvílast og endurnærast til að vera aflögufær fyrir börnin sín. Það er nefnilega ekki eins manns verk að koma barni til manns. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs. Arnarvængir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorg Börn og uppeldi Matthildur Bjarnadóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar barn missir foreldri eða forráðamann er öryggi barnsins eðlilega ógnað. Kvíði barna í kjölfar foreldramissis snýr oft og tíðum að þeim ótta að missa hitt foreldri sitt líka eða aðra nákomna. Eldri börn og unglingar sýna þennan kvíða oftar á praktískari hátt heldur en yngri börn og áhyggjur af fjármálum og þeirra eigin afkomu eru algengar. Spurningar á borð við hver borgar af húsnæði og lánum ef hitt foreldrið fellur líka frá eru ekki óalgengar og eiga það sameiginlegt að snúast um þá grundvallarspurningu barnsins; ,,hver hugsar um mig ef eitthvað kemur fyrir?” Í ljósi þess er mikilvægt fyrir foreldri eða forráðamenn að róa slíkar kvíðahugsanir og gera barninu það ljóst að það þarf ekki að taka á sig skyldur og ábyrgð hinna fullorðnu og það verði fyrir því séð á allan hátt. Börn geta tekið upp á því að haga sér á einhvern hátt eins og manneskjan sem þau misstu, þetta getur verið meðvitað eða ómeðvitað. Oftast gerir það ekkert til en ef börn fara að gera tilraunir til að vera alveg eins og stóri sterki pabbi sem huggaði aðra og veitti öryggi eða mamma sem hélt utan um alla og bar ábyrgð á heimilinu getur það orðið mjög íþyngjandi og streituvaldandi fyrir barnið sem getur ekki ráðið við slíkt hlutverk sem er líka ósanngjarnt gagnvart aldri þess og þroska. Þessi tilraun til að stíga inn í hlutverk þess sem er farinn getur verið þrá eftir nærveru og tengslum við hinn látna eða kvíðaviðbragð. Algeng undirliggjandi tilfinning hjá börnum er: “ef að það verður í lagi með foreldri mitt, þá verður í lagi með mig”. Þegar barn upplifir foreldri eða forráðamann í veikri stöðu og undir miklu álagi getur það því tekið til þess bragðs að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að það verði einmitt í lagi með fullorðnu manneskjuna sem á að passa það sjálft. Ekkert barn getur eða á að vera í þeirri stöðu að passa upp á fullorðið fólk. Foreldri sem verður vart við að barnið þeirra er farið að taka á sig óeðlilega ábyrgð, reynir að þóknast eins og hægt er eða hlífir foreldrinu við verkefnum sem foreldrið á að leysa getur þurft að stíga inn í og stoppa barnið sitt af. Þá þarf að setjast niður og útskýra fyrir barninu eða unglingnum að þó að mömmu eða pabba líði vissulega illa og gráti jafnvel stundum að þá þurfi barnið ekki að hafa áhyggjur af foreldrinu. Foreldrið þarf að láta barnið sitt hvíla í því að þau fullorðnu ráði við aðstæðurnar, að það verði í lagi með foreldrið þrátt fyrir allt og að foreldrið passi upp á barnið en ekki öfugt. Einnig getur verið gott að fá barnið til að hugsa um öll þau sem eru þeim stuðningur og eru líka til staðar fyrir foreldri þeirra. Stundum þarf að endurtaka svona samtöl nokkrum sinnum svo að barnið sleppi tökunum af óttanum og þessari óeðlilegu ábyrgðartilfinningu. Hlutverk í fjölskyldum geta riðlast við áföll og það er mikilvægt fyrir þau sem eru yngst og óþroskuð að fullorðna fólkið beri ábyrgð á sjálfu sér og börnunum svo að unga fólkið þurfi þess ekki. Auðvitað getur það gerst að uppeldisaðili lendi á vegg eftir missi og geti raunverulega ekki sinnt öllum þörfum barna sinna. Þá skiptir stuðningsnetið öllu máli og að annað fullorðið fólk grípi boltana. Þar getur það líka verið algjör björgun að þiggja faglegan stuðning. Því miður er bakland fólks mjög mismunandi og við skulum ekki vanmeta gildi þess þegar fólk í nærumhverfinu býðst til að létta undir t.d. þegar aðrir foreldrar skutla eða sækja á æfingu eða bjóða barni sem hefur misst að koma með í eitthvað skemmtilegt á frídegi. Allir foreldrar í krefjandi aðstæðum þurfa stuðning og hjálp við að skapa rými til að hvílast og endurnærast til að vera aflögufær fyrir börnin sín. Það er nefnilega ekki eins manns verk að koma barni til manns. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs. Arnarvængir.is.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar