Það var einkum frábær fyrri hálfleikur Króata sem lagði grunninn að sigri þeirra.
Króatíska liðið komst nefnilega í 15-7 eftir 22 mínútur og leiddi um tíma með níu mörkum (18-9). Frakkar skoruðu tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og fjögur af fyrstu fimm mörkum seinni en Króatar héldu út og unnu góðan sigur.
Króatíska liðið var að spila á heimavelli en leikurinn fór fram í Zagreb þar sem liðið hefur spilað allt mótið.
Það er ekki hægt að sjá annað en að móttökurnar sem Dagur og strákarnir fengu þegar þeir mættu í höllina hafi kveikt í liðinu.
Hér fyrir neðan má sjá hvernig stemmningin var á svæðinu þegar rúta króatíska liðsins renndi í garð.