Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Kjartan Kjartansson skrifar 31. janúar 2025 08:38 Frá Bakkafirði í Langanesbyggð. Vísir/Vilhelm Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti samhljóða að segja upp leigusamningi við ferðaþjónustufyrirtækið North East Travel. Eigandi fyrirtækisins gagnrýndi neikvæðni og afskiptasemi íbúa sveitarfélagsins eftir lögreglurassíu þar í haust. Tillaga byggðaráðs Langanesbyggðar um að segja upp samningi við North East Travel um leigu á skólabyggingu og gamla kaupfélaginu á Bakkafirði byggðist meðal annars á samskiptaerfiðleikum íbúa á Bakkafirði við leigutakann. Björn S. Lárusson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, sagði Vísi að íbúar hafi meðal annars verið ósáttir við opnunartíma pöntunarþjónustu fyrir vörur sem North East Travel rak og aðgang að sal í skólanum. Það sem fyllti mælinn hafi hins vegar verið uppákoma síðasta haust þar sem Þórir Örn Jónsson, eigandi North East Travel, fór hörðum orðum um íbúa sveitarfélagsins eftir að sérsveit lögreglunnar handtók starfsmann hans í september. Lýsti Þórir Örn samfélaginu á Bakkafirði sem því neikvæðasta og afskiptasamasta sem hann hefði kynnst. Hann hefði flúið staðinn vegna íbúanna þar. Tillagan um að segja upp leigusamningnum var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar Langanesbyggðar í gær og samþykkt samhljóða. Uppsögnin tekur gildi 1. nóvember. Þórir Örn sagði Vísi eftir að tillagan um uppsögnina kom frá byggðaráðinu að hann ætlaði sér að klára sumarið á Bakkafirði en síðan halda starfsemi sinni áfram á Suðurlandi. Langanesbyggð Ferðaþjónusta Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Sjá meira
Tillaga byggðaráðs Langanesbyggðar um að segja upp samningi við North East Travel um leigu á skólabyggingu og gamla kaupfélaginu á Bakkafirði byggðist meðal annars á samskiptaerfiðleikum íbúa á Bakkafirði við leigutakann. Björn S. Lárusson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, sagði Vísi að íbúar hafi meðal annars verið ósáttir við opnunartíma pöntunarþjónustu fyrir vörur sem North East Travel rak og aðgang að sal í skólanum. Það sem fyllti mælinn hafi hins vegar verið uppákoma síðasta haust þar sem Þórir Örn Jónsson, eigandi North East Travel, fór hörðum orðum um íbúa sveitarfélagsins eftir að sérsveit lögreglunnar handtók starfsmann hans í september. Lýsti Þórir Örn samfélaginu á Bakkafirði sem því neikvæðasta og afskiptasamasta sem hann hefði kynnst. Hann hefði flúið staðinn vegna íbúanna þar. Tillagan um að segja upp leigusamningnum var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar Langanesbyggðar í gær og samþykkt samhljóða. Uppsögnin tekur gildi 1. nóvember. Þórir Örn sagði Vísi eftir að tillagan um uppsögnina kom frá byggðaráðinu að hann ætlaði sér að klára sumarið á Bakkafirði en síðan halda starfsemi sinni áfram á Suðurlandi.
Langanesbyggð Ferðaþjónusta Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Sjá meira