Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. febrúar 2025 21:04 „Samborgari ársins 2024“ í Rangárþingi ytra, Pálína S. Kristinsdóttir í söluskálanum sínum, sem heitir Landvegamót. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrátt fyrir að hún sé að verða 85 ára þá stendur hún vaktina alla daga í söluskálanum sínum Landvegamót í Rangárþingi ytra en hér erum við að tala um Pálínu S. Kristinsdóttur, sem hefur fengið heiðursnafnbótina „Samborgari” ársins í Rangárþingi ytra. Söluskálinn Landvegamót eins og hann heitir hjá Pálínu stendur við Landvegamót rétt við Suðurlandsveg þar sem mikil umferð er alla daga og koma margir við hjá Pálínu til að versla til dæmis bensín, matvöru, verkfæri, gúmmískó eða bara til að fara á salerni. Pálína fær líka oft hópa af erlendum ferðamönnum til sín og þá er meira en nóg að gera en dóttir hennar, Sigríður Bergsdóttir vinnur með mömmu sinni í söluskálanum. Í lok nýliðins árs heiðraði sveitarstjórn Rangárþings ytra Pálínu og fékk hún heiðursnafnbótina “Samborgari ársins 2024” fyrir ómetanlega þjónustu við sveitunga sína. „Mér finnst bara mjög skemmtilegt að fá þessa viðurkenningu eftir öll þessi ár og sé það að fólk kanna að meta það sem ég er að gera. Reyndar hef ég vitað það áður en ég fékk þetta skjal en alltaf fallegt að fá það skjalfest,” segir Pálína stolt og alsæl með nafnbótina og bætir við. „Já, þetta er mjög góður staður enda mikið af fólki hérna, sem er að fara upp Landveg og er að fara upp á hálendið. Hittist hérna, nestar sig hérna og spjallar saman og ber saman ráð sín”. Heiðursskjalið, sem Pálína fékk og hún er að sjálfsögðu með það í söluskálanum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Pálína, sem verður 85 ára í sumar er staðráðin að halda áfram að standa vaktina á Landvegamótum með bros á vör. „Já, já, ef guð lofar þá held ég áfram en mér er gefin góð heilsa, gott skap, ég hef gaman af þessu,” segir Pálína. Ferðamenn og heimamenn eru mjög duglegir að versla á Landvegamótum en þar fæst allt milli himins og jarðar eins og stundum er sagt.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hversu mikilvægt er fyrir samfélagið að eiga konu eins og Pálínu? „Það er náttúrulega mjög mikilvægt því að fólk eins og hún er bæði fyrirmyndir og svona meðhjálparar í samfélaginu. Það er ekkert sjálfgefið að standa hér áratugum saman og halda úti verslun og þjónustu,” segir Berglind Kristinsdóttir, formaður markaðs- menningar og jafnréttismálanefndar hjá Rangárþingi ytra. Ferðamenn og heimamenn eru mjög duglegir að versla á Landvegamótum en þar fæst allt milli himins og jarðar eins og stundum er sagt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Berglind Kristinsdóttir, formaður markaðs- menningar og jafnréttismálanefndar hjá Rangárþingi ytra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Verslun Eldri borgarar Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Söluskálinn Landvegamót eins og hann heitir hjá Pálínu stendur við Landvegamót rétt við Suðurlandsveg þar sem mikil umferð er alla daga og koma margir við hjá Pálínu til að versla til dæmis bensín, matvöru, verkfæri, gúmmískó eða bara til að fara á salerni. Pálína fær líka oft hópa af erlendum ferðamönnum til sín og þá er meira en nóg að gera en dóttir hennar, Sigríður Bergsdóttir vinnur með mömmu sinni í söluskálanum. Í lok nýliðins árs heiðraði sveitarstjórn Rangárþings ytra Pálínu og fékk hún heiðursnafnbótina “Samborgari ársins 2024” fyrir ómetanlega þjónustu við sveitunga sína. „Mér finnst bara mjög skemmtilegt að fá þessa viðurkenningu eftir öll þessi ár og sé það að fólk kanna að meta það sem ég er að gera. Reyndar hef ég vitað það áður en ég fékk þetta skjal en alltaf fallegt að fá það skjalfest,” segir Pálína stolt og alsæl með nafnbótina og bætir við. „Já, þetta er mjög góður staður enda mikið af fólki hérna, sem er að fara upp Landveg og er að fara upp á hálendið. Hittist hérna, nestar sig hérna og spjallar saman og ber saman ráð sín”. Heiðursskjalið, sem Pálína fékk og hún er að sjálfsögðu með það í söluskálanum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Pálína, sem verður 85 ára í sumar er staðráðin að halda áfram að standa vaktina á Landvegamótum með bros á vör. „Já, já, ef guð lofar þá held ég áfram en mér er gefin góð heilsa, gott skap, ég hef gaman af þessu,” segir Pálína. Ferðamenn og heimamenn eru mjög duglegir að versla á Landvegamótum en þar fæst allt milli himins og jarðar eins og stundum er sagt.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hversu mikilvægt er fyrir samfélagið að eiga konu eins og Pálínu? „Það er náttúrulega mjög mikilvægt því að fólk eins og hún er bæði fyrirmyndir og svona meðhjálparar í samfélaginu. Það er ekkert sjálfgefið að standa hér áratugum saman og halda úti verslun og þjónustu,” segir Berglind Kristinsdóttir, formaður markaðs- menningar og jafnréttismálanefndar hjá Rangárþingi ytra. Ferðamenn og heimamenn eru mjög duglegir að versla á Landvegamótum en þar fæst allt milli himins og jarðar eins og stundum er sagt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Berglind Kristinsdóttir, formaður markaðs- menningar og jafnréttismálanefndar hjá Rangárþingi ytra.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Verslun Eldri borgarar Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira