Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar 1. febrúar 2025 15:23 Grein Víðis Sigurðssonar í Morgunblaðinu um aðkomu Gunnars Magnússonar að leik Íslands og Króatíu á HM kom mér á óvart. Að mála Gunnar sem einhvers konar föðurlandssvikara er í besta falli ósanngjarnt og til skammar. Hann er einn af traustustu og reynslumestu aðilum íslensks handbolta. Hann hefur unnið ötullega fyrir HSÍ í áratugi og var meðal annars mér til aðstoðar í undirbúningi fyrir EM 2018 í Króatíu, án þess að þiggja krónu fyrir. Dagur Sigurðsson var ráðinn landsliðsþjálfari Króatíu í lok febrúar 2024 og fljótlega réð hann Gunnar Magnússon sér til aðstoðar við leikgreiningu. Það er fráleitt að ætlast til þess að Gunnar hefði átt að hafna starfinu af því að hann gæti einhvern tíma staðið frammi fyrir þeim möguleika að mæta Íslandi. Átti hann að afþakka starfið þegar Dagur bauð honum það af því það væri siðferðilega rangt því Króatía gæti mögulega mætt Íslandi í framtíðinni? Átti hann að hætta þegar ljóst var að þessi lönd gætu hugsanlega mæst á HM 2025 eftir að dregið var í riðla í maí 2024? Eða átti hann að neita að vinna sína vinnu fyrir Íslandsleikinn? Ef Gunnar sjálfur væri þjálfari Króatíu, hvað þá? Mega þá landsliðsþjálfarar Íslands ekki verða landsliðsþjálfarar annarra landa ef þeim byðist það - væri það siðferðilega rangt? Að auki eru fullyrðingar um að Gunnar hafi afhent mikilvægar „innanhússupplýsingar“ einnig út í hött. Hvaða leyndarmál gæti hann mögulega haft sem skipti sköpum sem ekki væri sjáanlegt í leik liðsins eða á myndbandsupptökum? Hann hefur ekki unnið með núverandi landsliðsþjálfurum Íslands og Ísland hafði þegar spilað fjóra leiki á HM áður en það mætti Króatíu. Það sem áhorfendur og sérfræðingar sjá í leik liðsins er aðgengilegt öllum með grunnþekkingu á leikgreiningu. Ennfremur er farið inn á meint siðferði Gunnars, að hann hafi ekki átt að greina leik Íslands af siðferðislegum ástæðum. En þá spyr ég, hvenær væri það þá siðferðislega rétt fyrir Gunnar að greina Íslenska landsliðið fyrir Króatíu? Á næsta móti eða þarnæsta? Eða aldrei? Þetta stenst auðvitað enga skoðun. Að setja Gunnar Magnússon undir þennan siðferðislega hatt, eingöngu vegna þess að hann hafi unnið við greiningar með síðasta landsliðsþjálfara Íslands, er í einu orði sagt fáránlegt. Við verðum að geta tekið ábyrgð á eigin mistökum í stað þess að leita að blórabögglum. Íslenska liðið var einfaldlega illa undirbúið fyrir leikinn gegn Króatíu, taktískt en einnig andlega, ýmist rangar eða engar ákvarðanir teknar í leiknum sjálfum og leikmenn ekki klárir í þá orrustu sem beið þeirra. Að kenna Gunnari um hrakfarir liðsins er einfaldlega hlægilegt og okkur til minnkunar. Mér þykir miður að Morgunblaðið hafi birt þessa grein og tel að Gunnar eigi skilið afsökunarbeiðni – maður sem hefur lagt íslenskum handbolta mikið til. Greinin hefði mikið frekar átt að snúast um þakklæti íslensks handbolta fyrir hans óeigingjarna starf - og óska honum til hamingju með frábæran árangur sem af er á HM 2025 Höfundur er fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Handbolti HM karla í handbolta 2025 HSÍ Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Sjá meira
Grein Víðis Sigurðssonar í Morgunblaðinu um aðkomu Gunnars Magnússonar að leik Íslands og Króatíu á HM kom mér á óvart. Að mála Gunnar sem einhvers konar föðurlandssvikara er í besta falli ósanngjarnt og til skammar. Hann er einn af traustustu og reynslumestu aðilum íslensks handbolta. Hann hefur unnið ötullega fyrir HSÍ í áratugi og var meðal annars mér til aðstoðar í undirbúningi fyrir EM 2018 í Króatíu, án þess að þiggja krónu fyrir. Dagur Sigurðsson var ráðinn landsliðsþjálfari Króatíu í lok febrúar 2024 og fljótlega réð hann Gunnar Magnússon sér til aðstoðar við leikgreiningu. Það er fráleitt að ætlast til þess að Gunnar hefði átt að hafna starfinu af því að hann gæti einhvern tíma staðið frammi fyrir þeim möguleika að mæta Íslandi. Átti hann að afþakka starfið þegar Dagur bauð honum það af því það væri siðferðilega rangt því Króatía gæti mögulega mætt Íslandi í framtíðinni? Átti hann að hætta þegar ljóst var að þessi lönd gætu hugsanlega mæst á HM 2025 eftir að dregið var í riðla í maí 2024? Eða átti hann að neita að vinna sína vinnu fyrir Íslandsleikinn? Ef Gunnar sjálfur væri þjálfari Króatíu, hvað þá? Mega þá landsliðsþjálfarar Íslands ekki verða landsliðsþjálfarar annarra landa ef þeim byðist það - væri það siðferðilega rangt? Að auki eru fullyrðingar um að Gunnar hafi afhent mikilvægar „innanhússupplýsingar“ einnig út í hött. Hvaða leyndarmál gæti hann mögulega haft sem skipti sköpum sem ekki væri sjáanlegt í leik liðsins eða á myndbandsupptökum? Hann hefur ekki unnið með núverandi landsliðsþjálfurum Íslands og Ísland hafði þegar spilað fjóra leiki á HM áður en það mætti Króatíu. Það sem áhorfendur og sérfræðingar sjá í leik liðsins er aðgengilegt öllum með grunnþekkingu á leikgreiningu. Ennfremur er farið inn á meint siðferði Gunnars, að hann hafi ekki átt að greina leik Íslands af siðferðislegum ástæðum. En þá spyr ég, hvenær væri það þá siðferðislega rétt fyrir Gunnar að greina Íslenska landsliðið fyrir Króatíu? Á næsta móti eða þarnæsta? Eða aldrei? Þetta stenst auðvitað enga skoðun. Að setja Gunnar Magnússon undir þennan siðferðislega hatt, eingöngu vegna þess að hann hafi unnið við greiningar með síðasta landsliðsþjálfara Íslands, er í einu orði sagt fáránlegt. Við verðum að geta tekið ábyrgð á eigin mistökum í stað þess að leita að blórabögglum. Íslenska liðið var einfaldlega illa undirbúið fyrir leikinn gegn Króatíu, taktískt en einnig andlega, ýmist rangar eða engar ákvarðanir teknar í leiknum sjálfum og leikmenn ekki klárir í þá orrustu sem beið þeirra. Að kenna Gunnari um hrakfarir liðsins er einfaldlega hlægilegt og okkur til minnkunar. Mér þykir miður að Morgunblaðið hafi birt þessa grein og tel að Gunnar eigi skilið afsökunarbeiðni – maður sem hefur lagt íslenskum handbolta mikið til. Greinin hefði mikið frekar átt að snúast um þakklæti íslensks handbolta fyrir hans óeigingjarna starf - og óska honum til hamingju með frábæran árangur sem af er á HM 2025 Höfundur er fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun