Róbert Orri semur við Víkinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2025 17:21 Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, býður Róbert Orra Þorkelsson velkominn í félagið. Víkingur Róbert Orri Þorkelsson er kominn aftur heim til Íslands og spilar með Víkingum í Bestu deild karla í fótbolta í sumar. Víkingar segja frá því á miðlum sínum að Róbert Orri hafi skrifað undir þriggja ára samning eða út 2027 tímabilið. Róbert er 22 ára miðvörður sem spilaði síðast á Íslandi með Blikum sumarið 2021 áður en hann fór út í atvinnumennsku. Róbert Orri fór fyrst til kanadíska félagsins CF Montréal í MLS-deildinni en var síðan lánaður til norska félagsins Konsvinger á síðasta sumar. Róbert er 186 sentimetra miðvörður sem kemur nú reynslunni ríkari eftir lærdómsrík og krefjandi ár í atvinnumennsku. Hann lék sextán leiki í Bestu deildinni með Breiðabliki, hann hefur leikið fjóra A-landsleiki og alls sautján leiki fyrir 21 árs landslið Íslands. Alls á Róbert Orri 44 leiki fyrir öll landslið Íslands. Fyrsti leikmaðurinn sem gengur til liðs við Víking síðan að Sölvi Geir Ottesen tók við af Arnari Gunnlaugssyni leikur því sömu stöðu og nýi þjálfari hans spilaði á sínum glæsta ferli. Sölvi ætti því að geta kennt honum eitthvað um þá stöðu. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Víkingur (@vikingurfc) „Róbert er mjög spennandi ungur vinstri fótar hafsent sem getur leyst vinstri bakvörð líka. Hann er góður á boltann og með góða sendingagetu og við teljum hann vera kominn í besta umhverfi á landinu til að þróa sinn leik enn frekar. Við ætlumst til mikils af honum hér í Víkinni næstu árin,“ sagði Kári Árnason á miðlum Víkinga. „Róbert Orri er frábær leikmaður sem sýndi snemma hæfileika sína á Íslandi og fór ungur út í atvinnumennsku. Hann er mikill leiðtogi innan sem utan vallar sem sást vel í vali hans sem fyrirliða U-21 landsliðsins. Róbert er leikmaður sem gerir góðan hóp enn betri og við bindum miklar vonir við hann hér í Hamingjunni,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, á miðlum Víkinga. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti Fleiri fréttir Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Sjá meira
Víkingar segja frá því á miðlum sínum að Róbert Orri hafi skrifað undir þriggja ára samning eða út 2027 tímabilið. Róbert er 22 ára miðvörður sem spilaði síðast á Íslandi með Blikum sumarið 2021 áður en hann fór út í atvinnumennsku. Róbert Orri fór fyrst til kanadíska félagsins CF Montréal í MLS-deildinni en var síðan lánaður til norska félagsins Konsvinger á síðasta sumar. Róbert er 186 sentimetra miðvörður sem kemur nú reynslunni ríkari eftir lærdómsrík og krefjandi ár í atvinnumennsku. Hann lék sextán leiki í Bestu deildinni með Breiðabliki, hann hefur leikið fjóra A-landsleiki og alls sautján leiki fyrir 21 árs landslið Íslands. Alls á Róbert Orri 44 leiki fyrir öll landslið Íslands. Fyrsti leikmaðurinn sem gengur til liðs við Víking síðan að Sölvi Geir Ottesen tók við af Arnari Gunnlaugssyni leikur því sömu stöðu og nýi þjálfari hans spilaði á sínum glæsta ferli. Sölvi ætti því að geta kennt honum eitthvað um þá stöðu. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Víkingur (@vikingurfc) „Róbert er mjög spennandi ungur vinstri fótar hafsent sem getur leyst vinstri bakvörð líka. Hann er góður á boltann og með góða sendingagetu og við teljum hann vera kominn í besta umhverfi á landinu til að þróa sinn leik enn frekar. Við ætlumst til mikils af honum hér í Víkinni næstu árin,“ sagði Kári Árnason á miðlum Víkinga. „Róbert Orri er frábær leikmaður sem sýndi snemma hæfileika sína á Íslandi og fór ungur út í atvinnumennsku. Hann er mikill leiðtogi innan sem utan vallar sem sást vel í vali hans sem fyrirliða U-21 landsliðsins. Róbert er leikmaður sem gerir góðan hóp enn betri og við bindum miklar vonir við hann hér í Hamingjunni,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, á miðlum Víkinga.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti Fleiri fréttir Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Sjá meira