Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Kjartan Kjartansson skrifar 3. febrúar 2025 09:52 Brynjar Níelsson, lögmaður og fyrrverandi þingmaður. Vísir/Vilhelm Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara telur að Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sé hæfastur umsækjenda um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Jónas Þór Guðmundsson er talinn hæfastur sem dómari við Héraðsdóm Reykjaness. Embættin tvö voru auglýst til umsóknar 15. nóvember. Auk Brynjars sóttu þau Arndís Anna Kr. Gunnarsdóttir, lögmaður, og Sindri M. Stephensen, dósent og settur héraðsdómari, um embættið við Héraðsdóm Reykjavíkur. Öll þrjú voru þau talin uppfylla almenn hæfisskilyrði. Þegar tekið hafði verið tillit til allra þeirra þátta sem umsækjendurnir voru metnir út frá taldi nefndin Brynjar hæfastan. Hæfnismatið byggðist meðal annars á menntun, reynslu af dómstörfum, lögmanns- og málflutningsstörfum, stjórnsýslustörfum, fræðistörfum, stjórnun og öðru sem gæti nýst dómara. Brynjar og Sindri voru taldir jafnfærir í að semja dóma. Brynjar var alþingismaður frá 2013 til 2021 en áður starfaði hann sem hæstaréttarlögmaður. Eftir að hann lét af þingsetu var hann aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og síðar séfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar til í júlí. Hann sat sjálfur í dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti frá 2010 til 2012. Jónas Þór Guðmundsson, lögmaður og dómaraefni. Var stjórnarformaður Landsvirkjunar í áratug Arndís og Sindri sóttu einnig um embættið við Héraðsdóm Reykjaness. Jónas Þór var talinn hæfastur hvað varðaði reynslu og menntun. Sindri var aftur talinn jafnhæfur og Jónas Þór í að semja dóma. Jónas Þór er lögmaður sem hefur flutt mál bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Hann sat í kjararáði frá 2006 til 2018, þar á meðal sem formaður frá 2014 til 2018 og var oddviti yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis frá 2007 til 2016. Þá var hann formaður Lögmannafélags Íslands frá 2010 til 2015. Þá var Jónas Þór stjórnarformaður Landsvirkjunar í tíu ár frá 2014 til 2024 og frá 2022 formaður matsnefndar samkvæmt lögum um lax- og silungaveiði. Hann hefur einnig sinnt stundakennslu við lagadeildir bæði Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómstólar Stjórnsýsla Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Embættin tvö voru auglýst til umsóknar 15. nóvember. Auk Brynjars sóttu þau Arndís Anna Kr. Gunnarsdóttir, lögmaður, og Sindri M. Stephensen, dósent og settur héraðsdómari, um embættið við Héraðsdóm Reykjavíkur. Öll þrjú voru þau talin uppfylla almenn hæfisskilyrði. Þegar tekið hafði verið tillit til allra þeirra þátta sem umsækjendurnir voru metnir út frá taldi nefndin Brynjar hæfastan. Hæfnismatið byggðist meðal annars á menntun, reynslu af dómstörfum, lögmanns- og málflutningsstörfum, stjórnsýslustörfum, fræðistörfum, stjórnun og öðru sem gæti nýst dómara. Brynjar og Sindri voru taldir jafnfærir í að semja dóma. Brynjar var alþingismaður frá 2013 til 2021 en áður starfaði hann sem hæstaréttarlögmaður. Eftir að hann lét af þingsetu var hann aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og síðar séfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar til í júlí. Hann sat sjálfur í dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti frá 2010 til 2012. Jónas Þór Guðmundsson, lögmaður og dómaraefni. Var stjórnarformaður Landsvirkjunar í áratug Arndís og Sindri sóttu einnig um embættið við Héraðsdóm Reykjaness. Jónas Þór var talinn hæfastur hvað varðaði reynslu og menntun. Sindri var aftur talinn jafnhæfur og Jónas Þór í að semja dóma. Jónas Þór er lögmaður sem hefur flutt mál bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Hann sat í kjararáði frá 2006 til 2018, þar á meðal sem formaður frá 2014 til 2018 og var oddviti yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis frá 2007 til 2016. Þá var hann formaður Lögmannafélags Íslands frá 2010 til 2015. Þá var Jónas Þór stjórnarformaður Landsvirkjunar í tíu ár frá 2014 til 2024 og frá 2022 formaður matsnefndar samkvæmt lögum um lax- og silungaveiði. Hann hefur einnig sinnt stundakennslu við lagadeildir bæði Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómstólar Stjórnsýsla Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira