Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 3. febrúar 2025 10:51 Lögreglumenn standa vörð fyrir utan lúxusíbúðablokkina „Rauðu seglin“ í Moskvu í morgun. Sprengja sprakk í anddyri hússins og virðist það hafa verið banatilræði gegn leiðtoga vopnaðrar sveitar í Austur-Úkraínu. Vísir/EPA Rússnesk yfirvöld segja að skotmark banatilræðis í Moskvu í morgun hafi verið leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu. Hann og lífvörður hans féllu þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar. Sprengjan sprakk í þann mund sem Armen Sakisjan, sem Úkraínumenn saka um að vinna með Rússum í Donetsk, gekk inn í anddyri hússins ásamt fjórum lífvörðum, að sögn rússneskra fjölmiðla. Sarkisjan var fluttur helsærður á sjúkrahús þar sem hann lést og einn lífvarða hans lést á vettvangi. Hinir þrír eru sagðir þungt haldnir á sjúkrahúsi. TASS-ríkisfréttastofan hefur eftir löggæsluyfirvöldum að morðtilræðið hafi verið þaulskipulagt. Rannsóknin beinist að því hver hafi fyrirskipað tilræðið. Anddyrið á lúxusblokkinni í Moskvu þar sem sprengja sprakk í morgun.Rannsóknarlögregla Rússlands Úkraínska leyniþjónustan SBU lýsti Sarkisjan sem „glæpaforingja“ í Donetsk sem hefur að stórum hluta verið á valdi Rússa frá árinu 2014, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann væri grunaður um að aðstoða og taka þátt í starfsemi ólöglegra vopnaðra hópa. Sarkisjan hefði stýrt vopnaðri sveit sem styddi Rússa og væri skipuð sakamönnum. Skammt er síðan Úkraínumenn réðu Igor Kirillov, rússneskan herforingja, af dögum með sprengju fyrir utan íbúðablokk í Moskvu. Stjórnvöld í Kænugarði hafa enn ekki tjáð sig um sprenginguna í Moskvu í dag. Fréttin var uppfærð eftir að staðfest var að Sarkisjan hefði látist af sárum sínum. Rússland Erlend sakamál Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið tuttugu og níu ára gamlan mann frá Úsbekistan grunaðan um að hafa ráðið Igor Kirillov, rússneska hershöfðingjann sem var sprengdur í loft upp í Moskvu í gærmorgun, af dögum. 18. desember 2024 07:37 Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Úkraínskir embættismenn segja að útsendarar Öryggisstofnunar Úkraínu, sem er leyniþjónsta og í daglegu tali kallast SBU, hafi ráðið rússneskan herforingja af dögum í Mosvku í morgun. Herforinginn var í gær ákærður í Úkraínu fyrir notkun efnavopna. 17. desember 2024 11:21 Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Rússneskur hershöfðingi, Igor Kirillov, var drepinn í Moskvu í morgun þegar sprengja sprakk um leið og hann kom út úr íbúðabyggingu í höfuðborginni. 17. desember 2024 07:29 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Sprengjan sprakk í þann mund sem Armen Sakisjan, sem Úkraínumenn saka um að vinna með Rússum í Donetsk, gekk inn í anddyri hússins ásamt fjórum lífvörðum, að sögn rússneskra fjölmiðla. Sarkisjan var fluttur helsærður á sjúkrahús þar sem hann lést og einn lífvarða hans lést á vettvangi. Hinir þrír eru sagðir þungt haldnir á sjúkrahúsi. TASS-ríkisfréttastofan hefur eftir löggæsluyfirvöldum að morðtilræðið hafi verið þaulskipulagt. Rannsóknin beinist að því hver hafi fyrirskipað tilræðið. Anddyrið á lúxusblokkinni í Moskvu þar sem sprengja sprakk í morgun.Rannsóknarlögregla Rússlands Úkraínska leyniþjónustan SBU lýsti Sarkisjan sem „glæpaforingja“ í Donetsk sem hefur að stórum hluta verið á valdi Rússa frá árinu 2014, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann væri grunaður um að aðstoða og taka þátt í starfsemi ólöglegra vopnaðra hópa. Sarkisjan hefði stýrt vopnaðri sveit sem styddi Rússa og væri skipuð sakamönnum. Skammt er síðan Úkraínumenn réðu Igor Kirillov, rússneskan herforingja, af dögum með sprengju fyrir utan íbúðablokk í Moskvu. Stjórnvöld í Kænugarði hafa enn ekki tjáð sig um sprenginguna í Moskvu í dag. Fréttin var uppfærð eftir að staðfest var að Sarkisjan hefði látist af sárum sínum.
Rússland Erlend sakamál Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið tuttugu og níu ára gamlan mann frá Úsbekistan grunaðan um að hafa ráðið Igor Kirillov, rússneska hershöfðingjann sem var sprengdur í loft upp í Moskvu í gærmorgun, af dögum. 18. desember 2024 07:37 Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Úkraínskir embættismenn segja að útsendarar Öryggisstofnunar Úkraínu, sem er leyniþjónsta og í daglegu tali kallast SBU, hafi ráðið rússneskan herforingja af dögum í Mosvku í morgun. Herforinginn var í gær ákærður í Úkraínu fyrir notkun efnavopna. 17. desember 2024 11:21 Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Rússneskur hershöfðingi, Igor Kirillov, var drepinn í Moskvu í morgun þegar sprengja sprakk um leið og hann kom út úr íbúðabyggingu í höfuðborginni. 17. desember 2024 07:29 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið tuttugu og níu ára gamlan mann frá Úsbekistan grunaðan um að hafa ráðið Igor Kirillov, rússneska hershöfðingjann sem var sprengdur í loft upp í Moskvu í gærmorgun, af dögum. 18. desember 2024 07:37
Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Úkraínskir embættismenn segja að útsendarar Öryggisstofnunar Úkraínu, sem er leyniþjónsta og í daglegu tali kallast SBU, hafi ráðið rússneskan herforingja af dögum í Mosvku í morgun. Herforinginn var í gær ákærður í Úkraínu fyrir notkun efnavopna. 17. desember 2024 11:21
Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Rússneskur hershöfðingi, Igor Kirillov, var drepinn í Moskvu í morgun þegar sprengja sprakk um leið og hann kom út úr íbúðabyggingu í höfuðborginni. 17. desember 2024 07:29
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila