Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. febrúar 2025 17:45 Rashford er genginn í raðir Villa á láni. Aston Villa Hinn 27 ára gamli Marcus Rashford segir það hafa verið auðvelt val að fara til Aston Villa á láni. Staða Rashford hjá Manchester United hefur verið mikið í fréttum undanfarnar vikur en Rúben Amorim, þjálfari liðsins, hefur gefið til kynna að Rashford sé hreinlega ekki nægilega duglegur á æfingum til að spila fyrir Man United. Síðan félagaskiptaglugginn opnaði hefur Rashford verið orðaður við lið á borði við Arsenal, Barcelona og Borussia Dortmund. Í gær, sunnudag, var svo staðfest að hann væri genginn í raðir Aston Villa. Villa er í baráttu um Evrópusæti og er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á meðan Man United er í baráttu um að komast í efri hluta töflunnar og er komið í 16-liða úrslit Evrópudeildar. Rashford sjálfur hefur nú loks tjáð sig um vistaskiptin.: „Ég vil þakka Manchester United og Aston Villa fyrir að gera þennan lánsamning að möguleika. Ég var svo heppinn að nokkur félög höfðu áhuga á að fá mig í sínar raðir en Aston Villa var auðvelt val. Ég dáist að því hvernig Villa hefur spilað á þessari leiktíð sem og metnaði þjálfarans. Ég vil bara spila fótbolta og get ekki beðið eftir að hefjast handa,“ sagði Rashford áður en hann óskaði öllum hjá Man United alls hins besta á leiktíðinni. View this post on Instagram A post shared by Marcus Rashford (@marcusrashford) Rashford er uppalinn hjá Man United og hafði skorað fimm mörk ásamt því að gefa eina stoðsendingu í 15 leikjum í ensku úrvalsdeildinni áður en Amorim ákvað að hann yrði ekki valinn í leikmannahópinn á nýjan leik. Einnig hafði hann skorað þrjú og lagt upp tvö í átta leikjum í Evrópudeild og deildarbikar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Sjá meira
Staða Rashford hjá Manchester United hefur verið mikið í fréttum undanfarnar vikur en Rúben Amorim, þjálfari liðsins, hefur gefið til kynna að Rashford sé hreinlega ekki nægilega duglegur á æfingum til að spila fyrir Man United. Síðan félagaskiptaglugginn opnaði hefur Rashford verið orðaður við lið á borði við Arsenal, Barcelona og Borussia Dortmund. Í gær, sunnudag, var svo staðfest að hann væri genginn í raðir Aston Villa. Villa er í baráttu um Evrópusæti og er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á meðan Man United er í baráttu um að komast í efri hluta töflunnar og er komið í 16-liða úrslit Evrópudeildar. Rashford sjálfur hefur nú loks tjáð sig um vistaskiptin.: „Ég vil þakka Manchester United og Aston Villa fyrir að gera þennan lánsamning að möguleika. Ég var svo heppinn að nokkur félög höfðu áhuga á að fá mig í sínar raðir en Aston Villa var auðvelt val. Ég dáist að því hvernig Villa hefur spilað á þessari leiktíð sem og metnaði þjálfarans. Ég vil bara spila fótbolta og get ekki beðið eftir að hefjast handa,“ sagði Rashford áður en hann óskaði öllum hjá Man United alls hins besta á leiktíðinni. View this post on Instagram A post shared by Marcus Rashford (@marcusrashford) Rashford er uppalinn hjá Man United og hafði skorað fimm mörk ásamt því að gefa eina stoðsendingu í 15 leikjum í ensku úrvalsdeildinni áður en Amorim ákvað að hann yrði ekki valinn í leikmannahópinn á nýjan leik. Einnig hafði hann skorað þrjú og lagt upp tvö í átta leikjum í Evrópudeild og deildarbikar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Sjá meira