Við fjöllum um verkfallið og kjaradeilu kennara og sveitarfélaga í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) stefndi í dag Kennarasambandinu fyrir félagsdóm og lætur þar með reyna á lögmæti verkfallsins. Við förum yfir stöðuna með formanni SÍS í beinni útsendingu í myndveri.
Þá förum við yfir þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar sem kynnt var með pompi og prakt síðdegis. Við höldum einnig áfram umfjöllun um tollamál. Komi til tollastríðs milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins er vænlegra fyrir Ísland að vera Evrópumegin línunnar, að mati sérfræðings hjá Samtökum iðnaðarins. Þó sé mikilvægt að tryggja hagsmuni Íslands á báða bóga.
Veðurviðvaranir eru í kortunum á landinu nær alla vikuna. Við tökum stöðuna með veðurfræðingi í beinni. Þá heyrum við í Víkingi Heiðari Ólafssyni píanóleikara, sem í nótt varð áttundi Íslendingurinn til að hljóta Grammy-verðlaun. Víkingur segir sigurinn afar óvæntan.
Í sportinu verður rætt við nýjan leikmann Víkings, sem er spenntur fyrir því að læra af Sölva Geir Ottesen þjálfara liðsins og kveðst ekki stíga skref aftur á bak með því að snúa heim úr atvinnumennsku. Og í Íslandi í dag fjallar Sindri Sindrason um áhugaverða kokteilakeppni tveggja þjóðþekktra manna úr fjölmiðlaheiminum.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan: