Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 10:45 Magnús Þór Jónsson segir að viðbótarkrafa um smá launahækkun á næsta ári hafi staðið í samninganefnd hins opinbera. Heiða B. Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að engin formleg aukakröfugerð hafi borist. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina styðja nýtt virðismat á kennarastarfinu. Vísir/Hjalti Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi Kennarasambandi Íslands fyrir Félagsdóm í gær, í annað sinn í deilunni. Formaður Kennarasambandsins segir koma á óvart að Sveitarfélögin séu tilbúin með stefnu tólf tímum eftir að næstum því var búið að skrifa undir kjarasamning Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi kennurum í annað skipti fyrir Félagsdómi í kjaradeilu þeirra við hið opinbera. Fyrri stefnan var í október þegar kennurum var stefnt fyrir ólöglega verkfallsboðun á þeim forsendum að kennarar hefðu ekki lagt fram kröfugerð í deilunni. Félagsdómur dæmdi þá kennurum í hag. Í stefnunni segir að verkföllin brjóti í bága við ákvæði laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Verkföllin eigi lögum samkvæmt að ná til allra starfsmanna og feli í sér ólögmæta mismunun barna því þau séu ekki í öllum skólum. Farið er fram á flýtimeðferð og er málið komið á dagskrá dómsins á morgun. Formaðurinn undrandi Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands taldi að samningar væru í höfn á sunnudagskvöld þegar annað kom í ljós. „Þetta kom okkur mjög á óvart í gær og stefnan í dag er um til marks um það að það hafi kannski ekki verið fullur samningsvilji í gærkvöldi. Allt í einu stóðum við frammi fyrir kostum sem við gátum ekki samþykkt og tólf tímum seinna er komin kæra. Við teljum ekki að þessi deila verði ekki leyst í dómsölum og við teljum að í öllum okkar aðgerðum höfum við farið rétt að lögum,“ segir Magnús. Hann segir að það sem hafi staðið í samninganefnd ríkis og sveitarfélaga hafi verið aukakrafa um launahækkun á næsta ári. Við vorum að óska eftir lítilli launahækkun á árinu 2026 sem myndi þá fylgja okkar markmiðum um jöfnun launa milli markaða. Hann segir ráðmenn segja eitt en gera annað. „Mér fannst forsætisráðherra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga mjög afdráttarlausar á föstudaginn en þegar á hólminn var komið var greinilega merkingarmunur á því sem var sagt þar og svo við samningaborðið,“ segir Magnús. Segir að ekkert formlegt tilboð hafi borist Heiða B. Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sagði í samtali við fréttastofu að slík tillaga hafi ekki borist formlega til samninganefndar ríkis - og sveitarfélaga. Það hafi skorti á samningsvilja hjá samninganefnd Kennarasambands Íslands sem hafi rætt við ríkissáttasemjara um kröfugerðina en aldrei samþykkt neitt formlega eða komið með formlega kröfugerð. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina styðja nýtt virðismat á kennarastarfinu. Kröfur kennara hafi verið verulegar og því hafi samningur runnið út í sandinn. „Þau töldu þörf á verulegri innspýtingu áður en virðismatið yrði klárt. Mitt mat, þó ég sé ekki beinn samningsaðili var að þessi innspýting yrði veruleg til að bæta kjör þessara stétta en fór sem fór, segir Kristrún. Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi kennurum í annað skipti fyrir Félagsdómi í kjaradeilu þeirra við hið opinbera. Fyrri stefnan var í október þegar kennurum var stefnt fyrir ólöglega verkfallsboðun á þeim forsendum að kennarar hefðu ekki lagt fram kröfugerð í deilunni. Félagsdómur dæmdi þá kennurum í hag. Í stefnunni segir að verkföllin brjóti í bága við ákvæði laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Verkföllin eigi lögum samkvæmt að ná til allra starfsmanna og feli í sér ólögmæta mismunun barna því þau séu ekki í öllum skólum. Farið er fram á flýtimeðferð og er málið komið á dagskrá dómsins á morgun. Formaðurinn undrandi Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands taldi að samningar væru í höfn á sunnudagskvöld þegar annað kom í ljós. „Þetta kom okkur mjög á óvart í gær og stefnan í dag er um til marks um það að það hafi kannski ekki verið fullur samningsvilji í gærkvöldi. Allt í einu stóðum við frammi fyrir kostum sem við gátum ekki samþykkt og tólf tímum seinna er komin kæra. Við teljum ekki að þessi deila verði ekki leyst í dómsölum og við teljum að í öllum okkar aðgerðum höfum við farið rétt að lögum,“ segir Magnús. Hann segir að það sem hafi staðið í samninganefnd ríkis og sveitarfélaga hafi verið aukakrafa um launahækkun á næsta ári. Við vorum að óska eftir lítilli launahækkun á árinu 2026 sem myndi þá fylgja okkar markmiðum um jöfnun launa milli markaða. Hann segir ráðmenn segja eitt en gera annað. „Mér fannst forsætisráðherra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga mjög afdráttarlausar á föstudaginn en þegar á hólminn var komið var greinilega merkingarmunur á því sem var sagt þar og svo við samningaborðið,“ segir Magnús. Segir að ekkert formlegt tilboð hafi borist Heiða B. Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sagði í samtali við fréttastofu að slík tillaga hafi ekki borist formlega til samninganefndar ríkis - og sveitarfélaga. Það hafi skorti á samningsvilja hjá samninganefnd Kennarasambands Íslands sem hafi rætt við ríkissáttasemjara um kröfugerðina en aldrei samþykkt neitt formlega eða komið með formlega kröfugerð. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina styðja nýtt virðismat á kennarastarfinu. Kröfur kennara hafi verið verulegar og því hafi samningur runnið út í sandinn. „Þau töldu þörf á verulegri innspýtingu áður en virðismatið yrði klárt. Mitt mat, þó ég sé ekki beinn samningsaðili var að þessi innspýting yrði veruleg til að bæta kjör þessara stétta en fór sem fór, segir Kristrún.
Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira