Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. febrúar 2025 19:07 Heiða Björg Hilmisdóttir formaður SÍS segist ekki hafa upplifað nauðsynlegan samningsvilja meðal kennara um helgina. Vísir/Einar Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að 20 prósenta launahækkun hafi staðið kennurum til boða en að því hafi þeir hafnað. Yfir fimm þúsund nemendur í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum sátu heima í dag vegna kennaraverkfalls. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður SÍS segir fullyrðingu Þorsteins Sæberg, formanns Skólastjórafélags Íslands og fulltrúi í samninganefnd KÍ um að „pólitík“ hafi sett strik í reikninginn þegar lítið bar á milli deiluaðila, með ólíkindum. Samninganefnd SÍS skilji ekki hvert tilefni ummælana hafi verið. Með ólíkindum að tillögunni hafi verið hafnað „Auðvitað fengum við öll miðlunartillögu ríkissáttasemjara fyrir helgi og tókum afstöðu til hennar, það gerðu hins vegar ekki kennarar. Við sátum um helgina og vorum að reyna að sjá hvað það væri sem væri hindrun þess að við stigjum þetta risastóra skref og þegar upp var staðið í gærkvöldi virtist ekki vera vilji til að loka þessu. Það er auðvitað sorglegt fyrir okkur og mikið áföll því við vorum búin að teygja okkur mjög langt og tryggja þeim verulegar kjarabætur og launhaækkanir,“ segir hún í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sjá einnig: Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Hún segir sveitarfélögin hafa verið tilbúin að sætta sig við verulegar kjarabætur, slíkar að óljóst væri hvernig þær yrðu fjármagnaðar en að enginn samningsvilji hafi verið hjá hinni fylkingunni. „Þær hefðu tryggt kennurum vel yfir 20 prósent launahækkun á þessu tímabili sem samningurinn átti að gilda. Plús það að við vildum fá þá með okkur í þessa hlutlægu vegferð sem við höfum farið í með öllum öðrum starfsmönnum okkar að meta virði starfanna á hlutlægan og faglegan hátt þannig að þá sé hægt að bera saman bæði við störf innan hins opinbera en líka á almennum markaði,“ segir hún. „Og það er jú það sem þeir hafa verið að kalla eftir þannig okkur fannst með ólíkindum að ekki hafi verið hægt að sætta sig við þessa tillögu,“ segir Heiða Björg. Höfða mál á hendur kennurum Samband íslenskra sveitarfélaga tilkynnti í dag að það hafi höfðað mál fyrir Félagsdómi gegn Kennarasambandinu og krefjist þess að yfirstandandi verkföll verði dæmd ólögmæt. SÍS telur að verkföllin brjóti í bága við ákvæði laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Sjá einnig: Stefna kennurum Heiða segir slíka vegferð hafa verið skoðaða fyrr í deilunni en öll áhersla hafi verið lögð á það að ná samkomulagi. Samninganefnd SÍS hafi ekki upplifað þann samningsvilja sem þarf um helgina. „Þá fannst okkur rétt að fá úr þessu skorið. Þetta er okkar leið. Gerðardómur getur skorið úr um hvort okkar hafi rétt fyrir sér og það er rétt að gera það. Við verðum líka að geta svarað, börnum, foreldrum og sveitarstjórnarfólki og stjórnendum hvað er rétt. Það verður skorið úr um það og því fyrr því betra,“ segir Heiða Björg. Allsherjarverkfall möguleiki Verður niðurstaðan ef dómurinn fellur ykkur í vil ekki bara allsherjarverkfall? „Það er auðvitað skólaskylda í landinu. Okkur ber að veita börnum menntun. Þarna eru, út frá einhverjum forsendum sem við þekkjum ekki, valdir skólar innan sveitarfélaga og samkvæmt lögum teljum við sanngjarnara að öll börnin í sveitarfélaginu fari á sama tíma í verkfall. Foreldrar hafa talað um það, börnin hafa talað um það. Okkur finnst okkar ábyrgð að fá úr því skorið. Sé það ekki þannig þá þarf að skoða það,“ segir Heiða. Hún segist búast við því að málið hljóti flýtimeðferð og að vonandi verði niðurstaða komin í þessari viku. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Sveitarstjórnarmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir formaður SÍS segir fullyrðingu Þorsteins Sæberg, formanns Skólastjórafélags Íslands og fulltrúi í samninganefnd KÍ um að „pólitík“ hafi sett strik í reikninginn þegar lítið bar á milli deiluaðila, með ólíkindum. Samninganefnd SÍS skilji ekki hvert tilefni ummælana hafi verið. Með ólíkindum að tillögunni hafi verið hafnað „Auðvitað fengum við öll miðlunartillögu ríkissáttasemjara fyrir helgi og tókum afstöðu til hennar, það gerðu hins vegar ekki kennarar. Við sátum um helgina og vorum að reyna að sjá hvað það væri sem væri hindrun þess að við stigjum þetta risastóra skref og þegar upp var staðið í gærkvöldi virtist ekki vera vilji til að loka þessu. Það er auðvitað sorglegt fyrir okkur og mikið áföll því við vorum búin að teygja okkur mjög langt og tryggja þeim verulegar kjarabætur og launhaækkanir,“ segir hún í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sjá einnig: Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Hún segir sveitarfélögin hafa verið tilbúin að sætta sig við verulegar kjarabætur, slíkar að óljóst væri hvernig þær yrðu fjármagnaðar en að enginn samningsvilji hafi verið hjá hinni fylkingunni. „Þær hefðu tryggt kennurum vel yfir 20 prósent launahækkun á þessu tímabili sem samningurinn átti að gilda. Plús það að við vildum fá þá með okkur í þessa hlutlægu vegferð sem við höfum farið í með öllum öðrum starfsmönnum okkar að meta virði starfanna á hlutlægan og faglegan hátt þannig að þá sé hægt að bera saman bæði við störf innan hins opinbera en líka á almennum markaði,“ segir hún. „Og það er jú það sem þeir hafa verið að kalla eftir þannig okkur fannst með ólíkindum að ekki hafi verið hægt að sætta sig við þessa tillögu,“ segir Heiða Björg. Höfða mál á hendur kennurum Samband íslenskra sveitarfélaga tilkynnti í dag að það hafi höfðað mál fyrir Félagsdómi gegn Kennarasambandinu og krefjist þess að yfirstandandi verkföll verði dæmd ólögmæt. SÍS telur að verkföllin brjóti í bága við ákvæði laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Sjá einnig: Stefna kennurum Heiða segir slíka vegferð hafa verið skoðaða fyrr í deilunni en öll áhersla hafi verið lögð á það að ná samkomulagi. Samninganefnd SÍS hafi ekki upplifað þann samningsvilja sem þarf um helgina. „Þá fannst okkur rétt að fá úr þessu skorið. Þetta er okkar leið. Gerðardómur getur skorið úr um hvort okkar hafi rétt fyrir sér og það er rétt að gera það. Við verðum líka að geta svarað, börnum, foreldrum og sveitarstjórnarfólki og stjórnendum hvað er rétt. Það verður skorið úr um það og því fyrr því betra,“ segir Heiða Björg. Allsherjarverkfall möguleiki Verður niðurstaðan ef dómurinn fellur ykkur í vil ekki bara allsherjarverkfall? „Það er auðvitað skólaskylda í landinu. Okkur ber að veita börnum menntun. Þarna eru, út frá einhverjum forsendum sem við þekkjum ekki, valdir skólar innan sveitarfélaga og samkvæmt lögum teljum við sanngjarnara að öll börnin í sveitarfélaginu fari á sama tíma í verkfall. Foreldrar hafa talað um það, börnin hafa talað um það. Okkur finnst okkar ábyrgð að fá úr því skorið. Sé það ekki þannig þá þarf að skoða það,“ segir Heiða. Hún segist búast við því að málið hljóti flýtimeðferð og að vonandi verði niðurstaða komin í þessari viku.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Sveitarstjórnarmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira