„Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Aron Guðmundsson skrifar 4. febrúar 2025 11:48 Gary Neville er áhyggjufullur um stöðu Manchester United Vísir/Samsett mynd Sparkspekingurinn Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United, fer ekki fögrum orðum um stöðuna hjá sínu fyrrverandi félagi. Segir hana verri núna undir þjálfaranum Rúben Amorim heldur en þegar að Erik ten Hag hélt utan um stjórnartaumana. Það var þann 1. nóvember á síðasta ári sem Manchester United greindi frá því að Rúben Amorim hefði verið ráðinn aðalþjálfari karlaliðs félagsins og tók hann við stjórnartaumunum af Hollendingnum Erik ten Hag. Amorim hafði gert afar góða hluti með Sporting Lisbon en komst fljótt að því hversu gríðarstórt verkefnið væri hjá Manchester Untied. Óhætt er að segja að samstarfið hafi ekki farið vel af stað. Amorim stýrði sínum fyrsta leik sem þjálfari Manchester United gegn nýliðum Ipswich Town í ensku úrvalsdeildinni þann 24.nóvember en síðan þá er hægt að segja að erfiðlega hafi gengið að snúa skútunni, sem Manchester Untied er, við. Liðið er sem stendur í 13.sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 29 stig, fjórtán stigum frá Meistaradeildarsæti. „Ég hélt að þetta yrði betra þegar að Amorim kom inn,“ sagði Neville í hlaðvarpsþætti sínum, the Gary Neville Podcast. „Ég hélt að eldmóðurinn og nýja kerfið myndi fá leikmenn til þess að kaupa þessa hugmynd. Að við myndum sjá viðbragð. Við höfum hins vegar séð algjöra andstæðu þess. Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart.“ Neville telur hlutina eiga eftir að versna fyrir Manchester United til loka tímabilsins áður en þeir skána. „Félagið mun að sjálfsögðu halda tryggð við Amorim en því fleiri leikjum sem þú tapar, þeim mun erfiðara verður það fyrir þig að selja leikmönnum þína hugmyndafræði. Þá sem hann talaði um við upphaf tíma síns hjá Manchester United.“ Leikmenn þurfi að kaupa hugmyndafræði þjálfarans. „En ef þeir tapa svo bara leikjum, halda áfram að vera gagnrýndir, fer kastljósið meira á þá og stuðningsmenn verða óánægðari. Þú getir ekki haldið áfram að tapa leikjum, það mun draga leikmenn niður á þann stað að þeir tapa trú á hugmyndafræðinni. Það mun skemma upphaf næsta tímabils. Amorim verður að bregðast við. Hann getur þó ekki breytt sinni nálgun því hann er tilbúinn að deyja á þeirri hæð. Og það réttilega. Ég held að hann hafi tapað fleiri leikjum fyrstu mánuði sína hjá Manchester Untied heldur en í síðustu 75 leikjum sínum með Sporting Lisbon. Enski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Sjá meira
Það var þann 1. nóvember á síðasta ári sem Manchester United greindi frá því að Rúben Amorim hefði verið ráðinn aðalþjálfari karlaliðs félagsins og tók hann við stjórnartaumunum af Hollendingnum Erik ten Hag. Amorim hafði gert afar góða hluti með Sporting Lisbon en komst fljótt að því hversu gríðarstórt verkefnið væri hjá Manchester Untied. Óhætt er að segja að samstarfið hafi ekki farið vel af stað. Amorim stýrði sínum fyrsta leik sem þjálfari Manchester United gegn nýliðum Ipswich Town í ensku úrvalsdeildinni þann 24.nóvember en síðan þá er hægt að segja að erfiðlega hafi gengið að snúa skútunni, sem Manchester Untied er, við. Liðið er sem stendur í 13.sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 29 stig, fjórtán stigum frá Meistaradeildarsæti. „Ég hélt að þetta yrði betra þegar að Amorim kom inn,“ sagði Neville í hlaðvarpsþætti sínum, the Gary Neville Podcast. „Ég hélt að eldmóðurinn og nýja kerfið myndi fá leikmenn til þess að kaupa þessa hugmynd. Að við myndum sjá viðbragð. Við höfum hins vegar séð algjöra andstæðu þess. Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart.“ Neville telur hlutina eiga eftir að versna fyrir Manchester United til loka tímabilsins áður en þeir skána. „Félagið mun að sjálfsögðu halda tryggð við Amorim en því fleiri leikjum sem þú tapar, þeim mun erfiðara verður það fyrir þig að selja leikmönnum þína hugmyndafræði. Þá sem hann talaði um við upphaf tíma síns hjá Manchester United.“ Leikmenn þurfi að kaupa hugmyndafræði þjálfarans. „En ef þeir tapa svo bara leikjum, halda áfram að vera gagnrýndir, fer kastljósið meira á þá og stuðningsmenn verða óánægðari. Þú getir ekki haldið áfram að tapa leikjum, það mun draga leikmenn niður á þann stað að þeir tapa trú á hugmyndafræðinni. Það mun skemma upphaf næsta tímabils. Amorim verður að bregðast við. Hann getur þó ekki breytt sinni nálgun því hann er tilbúinn að deyja á þeirri hæð. Og það réttilega. Ég held að hann hafi tapað fleiri leikjum fyrstu mánuði sína hjá Manchester Untied heldur en í síðustu 75 leikjum sínum með Sporting Lisbon.
Enski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Sjá meira