Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Lovísa Arnardóttir skrifar 4. febrúar 2025 10:45 Það verður mjög mikill vindur og rigning á fimmtudag. Vísir/Vilhelm Appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir allt landið á morgun og fimmtudaginn. Veðurfræðingur segir að einhverjar þeirra gætu jafnvel verið hækkaðar í rautt með stuttum fyrirvara. Veðurfræðingur segir veðrið minna á veður sem gekk yfir í mars 2015. Þá fór allt á flot í Mosfellsbæ og víðar eins og sjá má í myndböndum að neðan. Appelsínugularviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir morgundaginn klukkan 14 og aftur aðfaranótt fimmtudags og gilda til klukkan 17 þann dag. Eftir það á veðrið að batna. „Þetta er með þeim kröftugri sem koma,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofunni í samtali við fréttastofu. Í raun sé um tvær lægðir að ræða sem muni ganga yfir landið. Sú fyrri gangi á land um hádegisbil á morgun og sú seinni aðfaranótt fimmtudags. Ofsaveður á köflum Í viðvörun Veðurstofunnar segir að um sé að ræða sunnan 20-30 m/s (stormur, rok eða ofsaveður). Hlýtt um allt land og rigning, talsverð eða mikil á sunnan- og vestanverðu landinu. Raskanir á samgöngum líklegar. Útlit fyrir vatnavexti. Líkur á staðbundnu foktjóni. „Þetta er sunnan suðvestan stormur eða rok, og jafnvel ofsaveður á köflum,“ segir Óli Þór. Vindhraði í byggð verði allt að 28 til 30 metrar á sekúndu en hviður töluvert fyrir ofan það. Á miðhálendi fari vindhraði upp í 33 metra á sekúndu. „Það verður gríðarlega hvasst og mikil úrkoma. Það snögghlýnar þegar þetta kemur fer þannig úrkoman fer mjög hratt úr þessum éljagangi sem er núna í kringum hádegi á morgun og það hvessir á tveimur til þremur tímum upp í þennan vind og úrkoman fer í samfellda rigningu.“ Appelsínugular viðvaranir um land allt. Einhverjar gætu orðið rauðar með stuttum fyrirvara.Veðurstofan Það megi búast við talsvert mikilli rigningu á Suðausturlandi og norðanverðu Snæfellsnesi. „Svo er hætta á foktjóni þegar vindur er orðinn svona mikill, að auki.“ Minni á slæmt veður 2015 Óli Þór vill ekki segja til um það hvort það verði aukin skriðuhætta en það sé samt þannig að þegar það eru auknir vatnavextir og það snögghlýnar eykst hættan á krapaflóðum og aurskriðum ef það er snjór í fjöllum. Það megi búast við tilkynningu frá ofanflóðavaktinni um það. Óli Þór segir élin verða sæmilega öflug í dag og í nótt og það bæti þannig í snjóinn áður en lægðin gengur yfir landið. Það muni því taka smástund fyrir vatnið að komast að niðurföllunum sé ekki hreinsað frá þeim áður en veðrið skellur á. Óli Þór segir þetta veður minna á veðrið sem gekk yfir landið þann 14. mars 2015. Þá hafi ekki verið sama viðvörunarkerfi en líklegt sé að þá hefði einnig verið gefnar út samsvarandi viðvaranir fyrir landið allt. Þá fór allt á flot í Mosfellsbæ og björgunarsveitir voru kallaðar út um land allt. Fölsk öryggiskennd „Það er ekki útilokað að það verði farið í rautt ef efni þykir til en það verður gert með minni fyrirvara. Þetta er þannig veður að það þarf lítið út af bregða til að gera það verra eða betra. Það eru kaflar inn á milli sem verða ekki alveg jafn slæmir en heilt yfir er óðs manns æði að taka viðvörun af fyrir tvo til þrjá tíma ef það á að hvessa aftur seinna. Það gefur fólki falska öryggiskennd,“ segir Óli Þór. Seinni partinn á fimmtudaginn verði svo aftur komin suðvestanátt með éljum og veðrið svipað því sem það er núna. „Þetta verður rúmur sólarhringur þar sem verður mjög leiðinlegt veður. Frekar hryssingslegt til hádegis á morgun þegar fyrri lægðin kemur og svo kemur seinni lægðin á fimmtudagsmorgun eða aðfaranótt fimmtudags. Um miðjan dag fimmtudag skánar þetta aftur.“ Fréttin hefur verið uppfærð eftir að viðvaranir voru uppfærðar. Veður Færð á vegum Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Dálítil væta en fremur hlýtt Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Rok og rigning sama hvert er litið Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Lægðardrag yfir vestanverðu landinu en hiti gæti náð 18 stigum Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Spá þoku fyrir norðan og austan Líkur á eldingum norðantil og gasmengun vestantil Sjá meira
Appelsínugularviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir morgundaginn klukkan 14 og aftur aðfaranótt fimmtudags og gilda til klukkan 17 þann dag. Eftir það á veðrið að batna. „Þetta er með þeim kröftugri sem koma,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofunni í samtali við fréttastofu. Í raun sé um tvær lægðir að ræða sem muni ganga yfir landið. Sú fyrri gangi á land um hádegisbil á morgun og sú seinni aðfaranótt fimmtudags. Ofsaveður á köflum Í viðvörun Veðurstofunnar segir að um sé að ræða sunnan 20-30 m/s (stormur, rok eða ofsaveður). Hlýtt um allt land og rigning, talsverð eða mikil á sunnan- og vestanverðu landinu. Raskanir á samgöngum líklegar. Útlit fyrir vatnavexti. Líkur á staðbundnu foktjóni. „Þetta er sunnan suðvestan stormur eða rok, og jafnvel ofsaveður á köflum,“ segir Óli Þór. Vindhraði í byggð verði allt að 28 til 30 metrar á sekúndu en hviður töluvert fyrir ofan það. Á miðhálendi fari vindhraði upp í 33 metra á sekúndu. „Það verður gríðarlega hvasst og mikil úrkoma. Það snögghlýnar þegar þetta kemur fer þannig úrkoman fer mjög hratt úr þessum éljagangi sem er núna í kringum hádegi á morgun og það hvessir á tveimur til þremur tímum upp í þennan vind og úrkoman fer í samfellda rigningu.“ Appelsínugular viðvaranir um land allt. Einhverjar gætu orðið rauðar með stuttum fyrirvara.Veðurstofan Það megi búast við talsvert mikilli rigningu á Suðausturlandi og norðanverðu Snæfellsnesi. „Svo er hætta á foktjóni þegar vindur er orðinn svona mikill, að auki.“ Minni á slæmt veður 2015 Óli Þór vill ekki segja til um það hvort það verði aukin skriðuhætta en það sé samt þannig að þegar það eru auknir vatnavextir og það snögghlýnar eykst hættan á krapaflóðum og aurskriðum ef það er snjór í fjöllum. Það megi búast við tilkynningu frá ofanflóðavaktinni um það. Óli Þór segir élin verða sæmilega öflug í dag og í nótt og það bæti þannig í snjóinn áður en lægðin gengur yfir landið. Það muni því taka smástund fyrir vatnið að komast að niðurföllunum sé ekki hreinsað frá þeim áður en veðrið skellur á. Óli Þór segir þetta veður minna á veðrið sem gekk yfir landið þann 14. mars 2015. Þá hafi ekki verið sama viðvörunarkerfi en líklegt sé að þá hefði einnig verið gefnar út samsvarandi viðvaranir fyrir landið allt. Þá fór allt á flot í Mosfellsbæ og björgunarsveitir voru kallaðar út um land allt. Fölsk öryggiskennd „Það er ekki útilokað að það verði farið í rautt ef efni þykir til en það verður gert með minni fyrirvara. Þetta er þannig veður að það þarf lítið út af bregða til að gera það verra eða betra. Það eru kaflar inn á milli sem verða ekki alveg jafn slæmir en heilt yfir er óðs manns æði að taka viðvörun af fyrir tvo til þrjá tíma ef það á að hvessa aftur seinna. Það gefur fólki falska öryggiskennd,“ segir Óli Þór. Seinni partinn á fimmtudaginn verði svo aftur komin suðvestanátt með éljum og veðrið svipað því sem það er núna. „Þetta verður rúmur sólarhringur þar sem verður mjög leiðinlegt veður. Frekar hryssingslegt til hádegis á morgun þegar fyrri lægðin kemur og svo kemur seinni lægðin á fimmtudagsmorgun eða aðfaranótt fimmtudags. Um miðjan dag fimmtudag skánar þetta aftur.“ Fréttin hefur verið uppfærð eftir að viðvaranir voru uppfærðar.
Veður Færð á vegum Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Dálítil væta en fremur hlýtt Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Rok og rigning sama hvert er litið Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Lægðardrag yfir vestanverðu landinu en hiti gæti náð 18 stigum Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Spá þoku fyrir norðan og austan Líkur á eldingum norðantil og gasmengun vestantil Sjá meira