Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2025 08:32 Dagur Sigurðsson sló á allar efasemdaraddir í Króatíu með því að skila fyrstu verðlaunum Króata síðan á EM 2016. EPA-EFE/ANTONIO BAT Króatar virðast í skýjunum með Dag Sigurðsson sem þjálfara handboltalandsliðsins en stæra sig einnig af því að hafa tekist að „afþýða“ ískalda Íslendinginn. Þetta má lesa úr ummælum á samfélagsmiðlum og sjá á myndböndum frá mikilli hátíð í miðborg Zagreb á mánudaginn þegar Dagur og hans menn voru hylltir uppi á sviði af um 40.000 manns, í beinni sjónvarpsútsendingu, eftir að hafa landað silfurverðlaunum á HM. Dagur naut sín vel í fagnaðarlátunum og hélt áfram að skora stig hjá Króötum með því að syngja á króatísku með hljómsveit Marko Perkovic, Thompson, sem átti nokkurs konar einkennislag króatíska liðsins á mótinu. Myndbönd af Degi syngjandi á sviðinu má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Sportska redakcija RS (@sport_radiostudent) View this post on Instagram A post shared by Index.hr (@index.hr) Í ummælum við myndböndin má sjá að fólk er hæstánægt með Dag. „Er þetta Dagur Sigurðsson undir hettunni? Frábær náungi“ skrifar einn og annar bætir við: „Dagur í essinu sínu. Hvernig er ekki hægt að elska hann, Hrvatisson,“ en Hrvatska er króatíska nafnið á Króatíu. „Gefið honum króatískan ríkisborgararétt,“ skrifar einn í vinsælum ummælum, og fleiri taka undir þetta. Þá telja einhverjir að Króötum hafi tekist að mýkja Dag og ein skrifar, í sjálfsagt frekar lélegri þýðingu blaðamanns: „Maðurinn er einstakur! Hann hefur eitthvað sérstakt við sig, svolítið kaldur í fyrstu en núna hefur það allt bráðnað í burtu og hann er orðinn opinn, músíkalskur og sjarmerandi nýbúi í Króatíu fyrir okkur öll! Lengi lifi handbolti og strákarnir okkar sem bræddu hann og gerðu að verkum að hann var í aðalhlutverki í partýinu á torginu okkar.“ Þá virðast sumir vilja að nafni Dags verði breytt til að aðlaga það króatískri nafnahefð, og að hann muni taka upp nafnið Davor. Dagur ávarpaði einnig þá fjölmörgu stuðningsmenn sem mættu í miðborg Zagreb og mátti auðveldlega lesa úr orðum hans að ástin er gagnkvæm. „Þið eruð algjörlega klikkað fólk!“ sagði Dagur léttur við gríðarlegan fögnuð. Dagur hefur gefið það út að hann muni halda áfram sem landsliðsþjálfari Króatíu. Hann hefur nú misst fyrirliðann Domagoj Duvnjak sem var að spila sína síðustu landsleiki og kvaddi með tár á hvarmi á sviðinu í Zagreb á mánudaginn, en var ákaflega vel fagnað. „Ég verð áfram þjálfari, það er ekki spurning. Mér líður vel, mér finnst ég velkominn, og ég elska liðið og andann í hópnum,“ sagði Dagur í sjónvarpsviðtali eftir HM. „Ég kom til að hjálpa liðinu að komast aftur á toppinn. Það tókst næstum því. Við erum alveg við toppinn. Núna setjumst við niður og gerum ný plön, svo að við verðum alveg tilbúnir. Við verðum að einbeita okkur að því að vera með topplið á næstu Ólympíuleikum,“ sagði Dagur en næstu leikar verða í Los Angeles sumarið 2028. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Sjá meira
Þetta má lesa úr ummælum á samfélagsmiðlum og sjá á myndböndum frá mikilli hátíð í miðborg Zagreb á mánudaginn þegar Dagur og hans menn voru hylltir uppi á sviði af um 40.000 manns, í beinni sjónvarpsútsendingu, eftir að hafa landað silfurverðlaunum á HM. Dagur naut sín vel í fagnaðarlátunum og hélt áfram að skora stig hjá Króötum með því að syngja á króatísku með hljómsveit Marko Perkovic, Thompson, sem átti nokkurs konar einkennislag króatíska liðsins á mótinu. Myndbönd af Degi syngjandi á sviðinu má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Sportska redakcija RS (@sport_radiostudent) View this post on Instagram A post shared by Index.hr (@index.hr) Í ummælum við myndböndin má sjá að fólk er hæstánægt með Dag. „Er þetta Dagur Sigurðsson undir hettunni? Frábær náungi“ skrifar einn og annar bætir við: „Dagur í essinu sínu. Hvernig er ekki hægt að elska hann, Hrvatisson,“ en Hrvatska er króatíska nafnið á Króatíu. „Gefið honum króatískan ríkisborgararétt,“ skrifar einn í vinsælum ummælum, og fleiri taka undir þetta. Þá telja einhverjir að Króötum hafi tekist að mýkja Dag og ein skrifar, í sjálfsagt frekar lélegri þýðingu blaðamanns: „Maðurinn er einstakur! Hann hefur eitthvað sérstakt við sig, svolítið kaldur í fyrstu en núna hefur það allt bráðnað í burtu og hann er orðinn opinn, músíkalskur og sjarmerandi nýbúi í Króatíu fyrir okkur öll! Lengi lifi handbolti og strákarnir okkar sem bræddu hann og gerðu að verkum að hann var í aðalhlutverki í partýinu á torginu okkar.“ Þá virðast sumir vilja að nafni Dags verði breytt til að aðlaga það króatískri nafnahefð, og að hann muni taka upp nafnið Davor. Dagur ávarpaði einnig þá fjölmörgu stuðningsmenn sem mættu í miðborg Zagreb og mátti auðveldlega lesa úr orðum hans að ástin er gagnkvæm. „Þið eruð algjörlega klikkað fólk!“ sagði Dagur léttur við gríðarlegan fögnuð. Dagur hefur gefið það út að hann muni halda áfram sem landsliðsþjálfari Króatíu. Hann hefur nú misst fyrirliðann Domagoj Duvnjak sem var að spila sína síðustu landsleiki og kvaddi með tár á hvarmi á sviðinu í Zagreb á mánudaginn, en var ákaflega vel fagnað. „Ég verð áfram þjálfari, það er ekki spurning. Mér líður vel, mér finnst ég velkominn, og ég elska liðið og andann í hópnum,“ sagði Dagur í sjónvarpsviðtali eftir HM. „Ég kom til að hjálpa liðinu að komast aftur á toppinn. Það tókst næstum því. Við erum alveg við toppinn. Núna setjumst við niður og gerum ný plön, svo að við verðum alveg tilbúnir. Við verðum að einbeita okkur að því að vera með topplið á næstu Ólympíuleikum,“ sagði Dagur en næstu leikar verða í Los Angeles sumarið 2028.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita