Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2025 11:39 Þórdís Kolbrún er varaformaður Sjálfstæðisflokksins en gefur ekki kost á sér til formanns í komandi kosningum. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og nú þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið skipuð sérstakur sendifulltrúi um stöðu barna í Úkraínu. Um er að ræða ólaunað starf sem hún mun sinna meðfram þingmennsku. Frá þessu er greint frá heimasíðu Evrópuráðsins. Þar segir að hún beini sjónum sínum að þeim áskorunum sem úkraínsk börn standi frammi fyrir og hvernig Evrópuráðið geti stutt við þau, tryggt alþjóðlegt samstarf í þeim efnum og skráningu á tjóni af völdum innrásar Rússlands. Þórdís Kolbrún segir í samtali við Vísi að um sé að ræða ólaunað starf sem hún líti á sem mikla persónulega viðurkenningu fyrir sig eftir störf sín sem utanríkisráðherra. „Undanfarin ár höfðu gríðarlega mikil áhrif á mig. Bæði hvernig maður horfir á heiminn í kringum sig og tímann sem maður hefur. Það að geta orðið að gagni með þessum hætti er mjört stórt atriði fyrir mig persónulega,“ segir Þórdís Kolbrún. Þórdís Kolbrún virðir fyrir sér skemmdir á heimilum fólks í Úkraínu. Málstaðurinn kjarni mjög vel þau gildi sem hún hafi lagt áherslu á í starfi sínu sem utanríksiráðherra með stuðningi ríkisstjórnar, þingsins og samfélagsins. Starfið kalli bæði á ferðalög til Úkraínu og á ráðstefnur til ákvarðanatöku meðal annars í Evrópuráðinu. Þetta verði viðbótarvinna en sérlega mikilvæg vinna. Þórdís Kolbrún er varaformaður Sjálfstæðisflokksins en ákvað nokkuð óvænt að gefa ekki kost á sér til formanns á landsfundi síðar í mánuðnum. Hún segir boðið um starfið ekki hafa haft áhrif á ákvörðun sína enda hafi það ekki borist fyrr en eftir að hún tilkynnti að hún ætlaði ekki fram. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ásamt forsætisráðherra Lettlands, Krišjānis Kariņš.Gatis Rozenfelds Alain Berset, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins, segir stöðu barna í Úkraínu forgangsverkefni ráðsins og hjá honum persónulega. „Frá því að innrás Rússlands í Úkraínu hófst fyrir tæpum þremur árum hafa milljónir barna neyðst til að flýja Úkraínu. Þúsundum var vísað úr landi með ólögmætum hætti til Rússlands eða til svæða undir tímabundinni stjórn Rússa eða á hernumdum svæðum.“ Hann segir skipun sérstaks sendifulltrúa mjög mikilvæga vegna mikilvægis að vernda börnin eins og hægt sé. Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Þórdísar Kolbrúnar. Utanríkismál Úkraína Rússland Sjálfstæðisflokkurinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Frá þessu er greint frá heimasíðu Evrópuráðsins. Þar segir að hún beini sjónum sínum að þeim áskorunum sem úkraínsk börn standi frammi fyrir og hvernig Evrópuráðið geti stutt við þau, tryggt alþjóðlegt samstarf í þeim efnum og skráningu á tjóni af völdum innrásar Rússlands. Þórdís Kolbrún segir í samtali við Vísi að um sé að ræða ólaunað starf sem hún líti á sem mikla persónulega viðurkenningu fyrir sig eftir störf sín sem utanríkisráðherra. „Undanfarin ár höfðu gríðarlega mikil áhrif á mig. Bæði hvernig maður horfir á heiminn í kringum sig og tímann sem maður hefur. Það að geta orðið að gagni með þessum hætti er mjört stórt atriði fyrir mig persónulega,“ segir Þórdís Kolbrún. Þórdís Kolbrún virðir fyrir sér skemmdir á heimilum fólks í Úkraínu. Málstaðurinn kjarni mjög vel þau gildi sem hún hafi lagt áherslu á í starfi sínu sem utanríksiráðherra með stuðningi ríkisstjórnar, þingsins og samfélagsins. Starfið kalli bæði á ferðalög til Úkraínu og á ráðstefnur til ákvarðanatöku meðal annars í Evrópuráðinu. Þetta verði viðbótarvinna en sérlega mikilvæg vinna. Þórdís Kolbrún er varaformaður Sjálfstæðisflokksins en ákvað nokkuð óvænt að gefa ekki kost á sér til formanns á landsfundi síðar í mánuðnum. Hún segir boðið um starfið ekki hafa haft áhrif á ákvörðun sína enda hafi það ekki borist fyrr en eftir að hún tilkynnti að hún ætlaði ekki fram. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ásamt forsætisráðherra Lettlands, Krišjānis Kariņš.Gatis Rozenfelds Alain Berset, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins, segir stöðu barna í Úkraínu forgangsverkefni ráðsins og hjá honum persónulega. „Frá því að innrás Rússlands í Úkraínu hófst fyrir tæpum þremur árum hafa milljónir barna neyðst til að flýja Úkraínu. Þúsundum var vísað úr landi með ólögmætum hætti til Rússlands eða til svæða undir tímabundinni stjórn Rússa eða á hernumdum svæðum.“ Hann segir skipun sérstaks sendifulltrúa mjög mikilvæga vegna mikilvægis að vernda börnin eins og hægt sé. Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Þórdísar Kolbrúnar.
Utanríkismál Úkraína Rússland Sjálfstæðisflokkurinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent