Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2025 11:39 Þórdís Kolbrún er varaformaður Sjálfstæðisflokksins en gefur ekki kost á sér til formanns í komandi kosningum. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og nú þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið skipuð sérstakur sendifulltrúi um stöðu barna í Úkraínu. Um er að ræða ólaunað starf sem hún mun sinna meðfram þingmennsku. Frá þessu er greint frá heimasíðu Evrópuráðsins. Þar segir að hún beini sjónum sínum að þeim áskorunum sem úkraínsk börn standi frammi fyrir og hvernig Evrópuráðið geti stutt við þau, tryggt alþjóðlegt samstarf í þeim efnum og skráningu á tjóni af völdum innrásar Rússlands. Þórdís Kolbrún segir í samtali við Vísi að um sé að ræða ólaunað starf sem hún líti á sem mikla persónulega viðurkenningu fyrir sig eftir störf sín sem utanríkisráðherra. „Undanfarin ár höfðu gríðarlega mikil áhrif á mig. Bæði hvernig maður horfir á heiminn í kringum sig og tímann sem maður hefur. Það að geta orðið að gagni með þessum hætti er mjört stórt atriði fyrir mig persónulega,“ segir Þórdís Kolbrún. Þórdís Kolbrún virðir fyrir sér skemmdir á heimilum fólks í Úkraínu. Málstaðurinn kjarni mjög vel þau gildi sem hún hafi lagt áherslu á í starfi sínu sem utanríksiráðherra með stuðningi ríkisstjórnar, þingsins og samfélagsins. Starfið kalli bæði á ferðalög til Úkraínu og á ráðstefnur til ákvarðanatöku meðal annars í Evrópuráðinu. Þetta verði viðbótarvinna en sérlega mikilvæg vinna. Þórdís Kolbrún er varaformaður Sjálfstæðisflokksins en ákvað nokkuð óvænt að gefa ekki kost á sér til formanns á landsfundi síðar í mánuðnum. Hún segir boðið um starfið ekki hafa haft áhrif á ákvörðun sína enda hafi það ekki borist fyrr en eftir að hún tilkynnti að hún ætlaði ekki fram. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ásamt forsætisráðherra Lettlands, Krišjānis Kariņš.Gatis Rozenfelds Alain Berset, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins, segir stöðu barna í Úkraínu forgangsverkefni ráðsins og hjá honum persónulega. „Frá því að innrás Rússlands í Úkraínu hófst fyrir tæpum þremur árum hafa milljónir barna neyðst til að flýja Úkraínu. Þúsundum var vísað úr landi með ólögmætum hætti til Rússlands eða til svæða undir tímabundinni stjórn Rússa eða á hernumdum svæðum.“ Hann segir skipun sérstaks sendifulltrúa mjög mikilvæga vegna mikilvægis að vernda börnin eins og hægt sé. Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Þórdísar Kolbrúnar. Utanríkismál Úkraína Rússland Sjálfstæðisflokkurinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Sjá meira
Frá þessu er greint frá heimasíðu Evrópuráðsins. Þar segir að hún beini sjónum sínum að þeim áskorunum sem úkraínsk börn standi frammi fyrir og hvernig Evrópuráðið geti stutt við þau, tryggt alþjóðlegt samstarf í þeim efnum og skráningu á tjóni af völdum innrásar Rússlands. Þórdís Kolbrún segir í samtali við Vísi að um sé að ræða ólaunað starf sem hún líti á sem mikla persónulega viðurkenningu fyrir sig eftir störf sín sem utanríkisráðherra. „Undanfarin ár höfðu gríðarlega mikil áhrif á mig. Bæði hvernig maður horfir á heiminn í kringum sig og tímann sem maður hefur. Það að geta orðið að gagni með þessum hætti er mjört stórt atriði fyrir mig persónulega,“ segir Þórdís Kolbrún. Þórdís Kolbrún virðir fyrir sér skemmdir á heimilum fólks í Úkraínu. Málstaðurinn kjarni mjög vel þau gildi sem hún hafi lagt áherslu á í starfi sínu sem utanríksiráðherra með stuðningi ríkisstjórnar, þingsins og samfélagsins. Starfið kalli bæði á ferðalög til Úkraínu og á ráðstefnur til ákvarðanatöku meðal annars í Evrópuráðinu. Þetta verði viðbótarvinna en sérlega mikilvæg vinna. Þórdís Kolbrún er varaformaður Sjálfstæðisflokksins en ákvað nokkuð óvænt að gefa ekki kost á sér til formanns á landsfundi síðar í mánuðnum. Hún segir boðið um starfið ekki hafa haft áhrif á ákvörðun sína enda hafi það ekki borist fyrr en eftir að hún tilkynnti að hún ætlaði ekki fram. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ásamt forsætisráðherra Lettlands, Krišjānis Kariņš.Gatis Rozenfelds Alain Berset, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins, segir stöðu barna í Úkraínu forgangsverkefni ráðsins og hjá honum persónulega. „Frá því að innrás Rússlands í Úkraínu hófst fyrir tæpum þremur árum hafa milljónir barna neyðst til að flýja Úkraínu. Þúsundum var vísað úr landi með ólögmætum hætti til Rússlands eða til svæða undir tímabundinni stjórn Rússa eða á hernumdum svæðum.“ Hann segir skipun sérstaks sendifulltrúa mjög mikilvæga vegna mikilvægis að vernda börnin eins og hægt sé. Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Þórdísar Kolbrúnar.
Utanríkismál Úkraína Rússland Sjálfstæðisflokkurinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Sjá meira