Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2025 15:08 Valskonur höfðu varann á og voru mættar til Vestmannaeyja í gær en það virðist ekki hafa dugað til. Vísir/Anton Brink Handknattleikssambandið og körfuknattleikssambandið hafa bæði tekið ákvörðun um að fresta öllum þeim leikjum sem voru á dagskrá í kvöld, vegna rauðrar viðvörunar frá Veðurstofu Íslands. Í körfuboltanum voru engir leikir á dagskrá hjá liðunum í efstu deildum meistaraflokka en í handboltanum stóð til að spila í 8-liða úrslitum Powerade-bikars kvenna. Á meðal leikjanna í bikarnum, sem snúast um það að komast í sjálfa úrslitavikuna í keppninni, er viðureign ÍBV og Vals. Meistarar Vals komu til Vestmannaeyja í gær, sem og dómarar leiksins, en þó verður ekkert af því að spilað verði í kvöld vegna þess veðurofsa sem er í Eyjum líkt og víða annars staðar á landinu. „Við komum í gærkvöldi, út af veðurspánni. Við vorum uppi á hóteli núna klukkan tvö að klára vídjófund og ég var svo með smá peppræðu í lokin, og þá kemur Hlynur Morthens markmannsþjálfari með nýjar fréttir frá HSÍ um að það væri búið að fresta leiknum,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Valskvenna. „Það brast nú út smá hlátur og fólk vissi ekki hvort það ætti að trúa þessu,“ segir Ágúst léttur en Valsliðið mun gera gott úr málum, fá sér mat á Einsa kalda og halda létta spurningakeppni í kvöld í stað þess að spila handbolta. Engin ástæða er til að ergja sig á þeirri ákvörðun að fresta leiknum: „Þetta er bara ákvörðun sem almannavarnir taka. Það er stórbilað veður eins og er. Þetta er bara mjög eðlilegt og sem gamall björgunarsveitarmaður tel ég þetta vera rétta ákvörðun,“ segir Ágúst. Hann segir áætlað að leikurinn fari fram klukkan 18 á morgun, og að liðin mætist svo í deildarleik í hádeginu á laugardag. Valskonur verði því í Eyjum þar til síðdegis á laugardag og haldi svo heim. Powerade-bikarinn Valur Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur Sjá meira
Í körfuboltanum voru engir leikir á dagskrá hjá liðunum í efstu deildum meistaraflokka en í handboltanum stóð til að spila í 8-liða úrslitum Powerade-bikars kvenna. Á meðal leikjanna í bikarnum, sem snúast um það að komast í sjálfa úrslitavikuna í keppninni, er viðureign ÍBV og Vals. Meistarar Vals komu til Vestmannaeyja í gær, sem og dómarar leiksins, en þó verður ekkert af því að spilað verði í kvöld vegna þess veðurofsa sem er í Eyjum líkt og víða annars staðar á landinu. „Við komum í gærkvöldi, út af veðurspánni. Við vorum uppi á hóteli núna klukkan tvö að klára vídjófund og ég var svo með smá peppræðu í lokin, og þá kemur Hlynur Morthens markmannsþjálfari með nýjar fréttir frá HSÍ um að það væri búið að fresta leiknum,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Valskvenna. „Það brast nú út smá hlátur og fólk vissi ekki hvort það ætti að trúa þessu,“ segir Ágúst léttur en Valsliðið mun gera gott úr málum, fá sér mat á Einsa kalda og halda létta spurningakeppni í kvöld í stað þess að spila handbolta. Engin ástæða er til að ergja sig á þeirri ákvörðun að fresta leiknum: „Þetta er bara ákvörðun sem almannavarnir taka. Það er stórbilað veður eins og er. Þetta er bara mjög eðlilegt og sem gamall björgunarsveitarmaður tel ég þetta vera rétta ákvörðun,“ segir Ágúst. Hann segir áætlað að leikurinn fari fram klukkan 18 á morgun, og að liðin mætist svo í deildarleik í hádeginu á laugardag. Valskonur verði því í Eyjum þar til síðdegis á laugardag og haldi svo heim.
Powerade-bikarinn Valur Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur Sjá meira