Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2025 21:02 Bryson DeChambeau vann opna bandaríska risamótið í golfi í annað skiptið í fyrra. Hann vann mótið líka árið 2020 og hafði því þátttökurétt sumarið 2024 þrátt fyrir að hafa samið við LIV mótaröðina árið 2022. Getty/Jared C. Tilton Opna bandaríska risamótið í golfi mun taka inn kylfinga af LIV mótaröðinni þegar mótið fer fram í ár. Bandaríska golfsambandið tilkynnti það í dag að efsti kylfingurinn á sádi-arabísku mótaröðinni vinni sér sæti á mótinu. Að auki fá tíu efstu kylfingar á styrkleikalista LIV þann 7. apríl næstkomandi þátttökurétt í seinni hluta undankeppninnar þar sem barist er um laus sæti á risamótinu. Opna bandaríska meistaramótið fer fram hjá Oakmont golfklúbbnum í Pennsylvania fylki frá 12. til 15. júní næstkomandi. „Allir golfáhugamenn í heiminum vilja sjá bestu kylfinga heims keppa á stærstu sviðum golfsins sem eru risamótin. LIV Golf leggur sig fram við að vinna með forráðamönnum golfsins til að auka hróður íþróttarinnar út um allan heim,“ sagði Scott O'Neil, framkvæmdastjóri LIV Golf. Forráðamenn PGA mótaraðarinnar og LIV mótaraðarinnar hafa staðið í lokuðum viðræðum um að leysa deilurnar þeirra á milli og stuðla að sameiningu í tvískiptum golfheimi. Þessar fréttir eru gott dæmi að þar séu málin að þokast í rétt átt. Click to read the categories that are in effect for this year's championship at Oakmont ⬇️— U.S. Open (@usopengolf) February 5, 2025 LIV-mótaröðin Opna bandaríska Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríska golfsambandið tilkynnti það í dag að efsti kylfingurinn á sádi-arabísku mótaröðinni vinni sér sæti á mótinu. Að auki fá tíu efstu kylfingar á styrkleikalista LIV þann 7. apríl næstkomandi þátttökurétt í seinni hluta undankeppninnar þar sem barist er um laus sæti á risamótinu. Opna bandaríska meistaramótið fer fram hjá Oakmont golfklúbbnum í Pennsylvania fylki frá 12. til 15. júní næstkomandi. „Allir golfáhugamenn í heiminum vilja sjá bestu kylfinga heims keppa á stærstu sviðum golfsins sem eru risamótin. LIV Golf leggur sig fram við að vinna með forráðamönnum golfsins til að auka hróður íþróttarinnar út um allan heim,“ sagði Scott O'Neil, framkvæmdastjóri LIV Golf. Forráðamenn PGA mótaraðarinnar og LIV mótaraðarinnar hafa staðið í lokuðum viðræðum um að leysa deilurnar þeirra á milli og stuðla að sameiningu í tvískiptum golfheimi. Þessar fréttir eru gott dæmi að þar séu málin að þokast í rétt átt. Click to read the categories that are in effect for this year's championship at Oakmont ⬇️— U.S. Open (@usopengolf) February 5, 2025
LIV-mótaröðin Opna bandaríska Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira