Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar 6. febrúar 2025 07:31 Ný ríkisstjórn kappkostar að ná frumkvæði í umræðunni og nú síðast með því að halda blaðamannafund um þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar líkt og um tímamót væri að ræða. Reyndar er það svo samkvæmt þingskapalögum að þingmálaskrá skal dreift um leið og stefnuræðu forsætisráðherra við þingsetningu. Væntanlega er það hugsað í því skyni að allir þingmenn sitji við sama borð þegar kemur að því að kynna sér yfirlit þingmála og umræðan geti hafist þegar við upphaf þings. Nú skyldi maður ætla að margs konar nýlundu væri að finna á þingmálaskránni góðu í samræmi við umstangið og sviðsetninguna en sú er alls ekki raunin. Flest málin hér eru ýmist EES-mál eða endurflutt mál frá síðustu þingmálaskrá sem birtist í september síðastliðnum. Ánægjulegt að sjá mál sem á rætur að rekja í vinnu sem fór fram á síðasta kjörtímabili í matvælaráðuneytinu undir merkjum Auðlindarinnar okkar. Málið er hluti af þeirri heildarendurskoðun sem þar fór fram og varðar gagnsæi í sjávarútvegi. Vonandi líta fleiri frumvörp úr þeirri vinnu dagsins ljós enda sjálfsagt að ný ríkisstjórn geti byggt á grunni góðrar vinnu fyrri ráðherra. Við allar kynningar á þessum málum hefur farist fyrir að geta þess að ný ríkisstjórn er ekki að finna upp hjólið. Til að mynda eru áform um sölu á Íslandsbanka nákvæmlega eins og áformað var í tíð fyrri ríkisstjórnar. Vert að nefnamál sem felur í sér skýra pólitíska stefnumörkun sem er mál umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og snýr sérstaklega að því að bregðast við dómi vegna Hvammsvirkjunar. Sérlög um einn virkjanakost hljóta alltaf að teljast varhugaverð og vega að almennum römmum um ferlið. Sjónarmið náttúruverndar verða að líkindum fyrir borð borin í þinglegri meðferð enda slíkar raddir vart að finna í þinginu. Einnig er vert að halda því til haga að dómstólar hafa ekki lokið sinni umfjöllun um málið. Þetta er málið sem ríkisstjórnin telur liggja mest á og verður að líkindum rætt í þinginu á fyrstu dögum þess. Náttúruverndarsinnar landsins verða því að halda vöku sinni til þess að veita stjórnvöldum aðhald. Rétt er líka að nefna nokkur mál sem voru á þingmálaskrá fyrri stjórnar en ekki er að finna á þeirri nýju. Athygli vekur að frumvarp um rýni á beinum erlendum fjárfestingum í þýðingarmiklum samfélagsinnviðum og tengdri starfsemi er ekki að finna á þingmálaskránni. Það frumvarp á rætur að rekja í vinnu um langt skeið í því skyni að tryggja heildstæða löggjöf og stjórnsýslu varðandi jarðir, land og aðrar fasteignir á Íslandi og í samræmi við löggjöf annars staðar á Norðurlöndum og á Evrópska efnahagssvæðinu. Umræða um mikilvægi þess að stjórnvöld geti haft yfirsýn yfir hverskonar aðilar standa að kaupum á mikilvægum innviðum hefur orðið hávær í löndunum í kringum okkur, ekki síst í kjölfar stríðs í Evrópu og afleiðinga þeirra. Frumvarp til heildarlaga um almenningssamgöngur er heldur ekki að finna lengur á þingmálaskrá. Slíkt frumvarp er mikilvæg forsenda þess að gera umbætur á almenningssamgöngum, en áhugi ráðherra virðist liggja annars staðar. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur boðað samgönguáætlun með haustinu og ástæða er til að fylgjast grannt með hvernig þeirri vinnu vindur fram þegar samgönguáætlun fer í samráðsgátt stjórnvalda eins og lög mæla fyrir um, það ætti að verða í síðasta lagi seint í vetur eða með vorinu. Stefnu ríkisstjórnarinnar verður þó helst að finna í fjármálaáætlun á vordögum sem og í málflutningi einstakra ráðherra á fyrstu vikum og mánuðum nýrrar ríkisstjórnar. Þar ber hæst sá grundvallartónn sem liggur í öllum málflutningi forsætisráðherrans og lýtur að því að nú skuli „hagræða“ fyrir öllum viðbótarútgjöldum. Miðað við umfang kosningaloforða má ætla að fyrir liggi að fara í niðurskurð sem mun koma niður á almenningi í landinu í gegnum skerta þjónustu og aukið álag á opinbera starfsmenn. Fyrri yfirlýsingar í kosningabaráttunni um tekjuaukningu eru fyrir bí og í raun má segja að þessi ríkisstjórn sé hægrisinnaðri í sínum málflutningi varðandi ríkisfjármál en sú sem síðast var við völd. Lýst er eftir niðurskurðartillögum hvarvetna og forgangsröðun tillagnanna síðan útvistað til handvalinna einstaklinga og enginn þingmaður kemur þar nærri. Slík nálgun er með ólíkindum. Í þeirri stöðu í þinginu að ekkert aðhald sé að finna frá vinstri og ekkert náttúruverndarviðnám verður rödd VG enn brýnni þótt hana verði helst að finna utan þinghússins. Um sinn. Höfundur er formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinstri græn Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn kappkostar að ná frumkvæði í umræðunni og nú síðast með því að halda blaðamannafund um þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar líkt og um tímamót væri að ræða. Reyndar er það svo samkvæmt þingskapalögum að þingmálaskrá skal dreift um leið og stefnuræðu forsætisráðherra við þingsetningu. Væntanlega er það hugsað í því skyni að allir þingmenn sitji við sama borð þegar kemur að því að kynna sér yfirlit þingmála og umræðan geti hafist þegar við upphaf þings. Nú skyldi maður ætla að margs konar nýlundu væri að finna á þingmálaskránni góðu í samræmi við umstangið og sviðsetninguna en sú er alls ekki raunin. Flest málin hér eru ýmist EES-mál eða endurflutt mál frá síðustu þingmálaskrá sem birtist í september síðastliðnum. Ánægjulegt að sjá mál sem á rætur að rekja í vinnu sem fór fram á síðasta kjörtímabili í matvælaráðuneytinu undir merkjum Auðlindarinnar okkar. Málið er hluti af þeirri heildarendurskoðun sem þar fór fram og varðar gagnsæi í sjávarútvegi. Vonandi líta fleiri frumvörp úr þeirri vinnu dagsins ljós enda sjálfsagt að ný ríkisstjórn geti byggt á grunni góðrar vinnu fyrri ráðherra. Við allar kynningar á þessum málum hefur farist fyrir að geta þess að ný ríkisstjórn er ekki að finna upp hjólið. Til að mynda eru áform um sölu á Íslandsbanka nákvæmlega eins og áformað var í tíð fyrri ríkisstjórnar. Vert að nefnamál sem felur í sér skýra pólitíska stefnumörkun sem er mál umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og snýr sérstaklega að því að bregðast við dómi vegna Hvammsvirkjunar. Sérlög um einn virkjanakost hljóta alltaf að teljast varhugaverð og vega að almennum römmum um ferlið. Sjónarmið náttúruverndar verða að líkindum fyrir borð borin í þinglegri meðferð enda slíkar raddir vart að finna í þinginu. Einnig er vert að halda því til haga að dómstólar hafa ekki lokið sinni umfjöllun um málið. Þetta er málið sem ríkisstjórnin telur liggja mest á og verður að líkindum rætt í þinginu á fyrstu dögum þess. Náttúruverndarsinnar landsins verða því að halda vöku sinni til þess að veita stjórnvöldum aðhald. Rétt er líka að nefna nokkur mál sem voru á þingmálaskrá fyrri stjórnar en ekki er að finna á þeirri nýju. Athygli vekur að frumvarp um rýni á beinum erlendum fjárfestingum í þýðingarmiklum samfélagsinnviðum og tengdri starfsemi er ekki að finna á þingmálaskránni. Það frumvarp á rætur að rekja í vinnu um langt skeið í því skyni að tryggja heildstæða löggjöf og stjórnsýslu varðandi jarðir, land og aðrar fasteignir á Íslandi og í samræmi við löggjöf annars staðar á Norðurlöndum og á Evrópska efnahagssvæðinu. Umræða um mikilvægi þess að stjórnvöld geti haft yfirsýn yfir hverskonar aðilar standa að kaupum á mikilvægum innviðum hefur orðið hávær í löndunum í kringum okkur, ekki síst í kjölfar stríðs í Evrópu og afleiðinga þeirra. Frumvarp til heildarlaga um almenningssamgöngur er heldur ekki að finna lengur á þingmálaskrá. Slíkt frumvarp er mikilvæg forsenda þess að gera umbætur á almenningssamgöngum, en áhugi ráðherra virðist liggja annars staðar. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur boðað samgönguáætlun með haustinu og ástæða er til að fylgjast grannt með hvernig þeirri vinnu vindur fram þegar samgönguáætlun fer í samráðsgátt stjórnvalda eins og lög mæla fyrir um, það ætti að verða í síðasta lagi seint í vetur eða með vorinu. Stefnu ríkisstjórnarinnar verður þó helst að finna í fjármálaáætlun á vordögum sem og í málflutningi einstakra ráðherra á fyrstu vikum og mánuðum nýrrar ríkisstjórnar. Þar ber hæst sá grundvallartónn sem liggur í öllum málflutningi forsætisráðherrans og lýtur að því að nú skuli „hagræða“ fyrir öllum viðbótarútgjöldum. Miðað við umfang kosningaloforða má ætla að fyrir liggi að fara í niðurskurð sem mun koma niður á almenningi í landinu í gegnum skerta þjónustu og aukið álag á opinbera starfsmenn. Fyrri yfirlýsingar í kosningabaráttunni um tekjuaukningu eru fyrir bí og í raun má segja að þessi ríkisstjórn sé hægrisinnaðri í sínum málflutningi varðandi ríkisfjármál en sú sem síðast var við völd. Lýst er eftir niðurskurðartillögum hvarvetna og forgangsröðun tillagnanna síðan útvistað til handvalinna einstaklinga og enginn þingmaður kemur þar nærri. Slík nálgun er með ólíkindum. Í þeirri stöðu í þinginu að ekkert aðhald sé að finna frá vinstri og ekkert náttúruverndarviðnám verður rödd VG enn brýnni þótt hana verði helst að finna utan þinghússins. Um sinn. Höfundur er formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun