Newcastle lét draum Víkings rætast Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2025 09:00 Víkingur Ólafsson birti myndir af sér á heimavelli Newcastle þar sem hann sá Anthony Gordon og félaga tryggja sér sæti í úrslitaleik. Instagram/@vikingurolafsson og Getty „Hvílíkt kvöld í Newcastle!“ skrifaði Grammy-verðlaunahafinn Víkingur Heiðar Ólafsson á Instagram eftir að hafa verið sérstakur gestur á leik Newcastle og Arsenal í enska deildabikarnum í gærkvöld. Þar með rættist gamall draumur píanóleikarans. Víkingur segir frá því á Instagram að hann hafi elskað og dáð lið Newcastle frá 11 ára aldri. Kvöldið hafi því verið algjörlega dásamlegt en hann fékk að sjá Newcastle vinna 2-0 sigur og tryggja sér sæti í úrslitaleiknum á Wembley, með samtals 4-0 sigri í einvíginu. Víkingur fékk höfðinglegar móttökur á St James‘ Park og komst í návígi við stjörnur Newcastle-liðsins alveg við völlinn, auk þess sem hann fékk góðar veitingar og þá fékk Grammy-verðlaunahafinn kort með meðal annars íslensku orðunum: „Mikið til hamingju!“ „Takk @nufc fyrir að bjóða mér á þennan goðsagnakennda leik og fyrir að taka svona höfðinglega á móti okkur,“ skrifar Víkingur á Instagram. Hann er staddur í Newcastle vegna tónleika í The Glasshouse í kvöld, með Konunglegu norrænu sinfóníuhljómsveitinni sem Dinis Sousa stýrir. Þeir Víkingur og Sousa voru saman á leiknum í gær. View this post on Instagram A post shared by Víkingur Ólafsson (@vikingurolafsson) „Þetta var alveg dásamlegt kvöld, æskudraumur að rætast því ég hef fylgst með og dáð þetta lið síðan ég var 11 ára. Það að vinna Arsenal með svona fumlausum hætti og komast í úrslitaleikinn var bara með ólíkindum og ég mun aldrei gleyma hávaðanum á leikvanginum,“ skrifar Víkingur, í lauslegri þýðingu, og bætir við að þetta hafi verið skemmtilegur forleikur að tónleikunum í kvöld. Víkingur sá Jacob Murphy koma Newcastle yfir á 20. mínútu gegn Arsenal í gær, og Anthony Gordon bætti við öðru eftir mistök Arsenal-manna snemma í seinni hálfleik. Newcastle mætir annað hvort Liverpool og Tottenham á Wembley en þau mætast í hinum undanúrslitaleiknum í kvöld. Enski boltinn Tengdar fréttir Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari segist hálforðlaus eftir að hafa unnið til Grammy-verðlauna í gærkvöldi. Víkingur var búinn að undirbúa tapræðu til að fara með, hefðu verðlaunin farið annað, eins og hann taldi sjálfur allar líkur á. 3. febrúar 2025 14:32 Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Newcastle sló Arsenal út úr enska deildabikarnum í kvöld eftir 2-0 sigur í seinni undanúrslitaleik liðanna St. James Park. Newcastle er þar með einu skrefi nær fyrsta titli félagsins í ansi marga áratugi. 5. febrúar 2025 21:54 Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Sjá meira
Víkingur segir frá því á Instagram að hann hafi elskað og dáð lið Newcastle frá 11 ára aldri. Kvöldið hafi því verið algjörlega dásamlegt en hann fékk að sjá Newcastle vinna 2-0 sigur og tryggja sér sæti í úrslitaleiknum á Wembley, með samtals 4-0 sigri í einvíginu. Víkingur fékk höfðinglegar móttökur á St James‘ Park og komst í návígi við stjörnur Newcastle-liðsins alveg við völlinn, auk þess sem hann fékk góðar veitingar og þá fékk Grammy-verðlaunahafinn kort með meðal annars íslensku orðunum: „Mikið til hamingju!“ „Takk @nufc fyrir að bjóða mér á þennan goðsagnakennda leik og fyrir að taka svona höfðinglega á móti okkur,“ skrifar Víkingur á Instagram. Hann er staddur í Newcastle vegna tónleika í The Glasshouse í kvöld, með Konunglegu norrænu sinfóníuhljómsveitinni sem Dinis Sousa stýrir. Þeir Víkingur og Sousa voru saman á leiknum í gær. View this post on Instagram A post shared by Víkingur Ólafsson (@vikingurolafsson) „Þetta var alveg dásamlegt kvöld, æskudraumur að rætast því ég hef fylgst með og dáð þetta lið síðan ég var 11 ára. Það að vinna Arsenal með svona fumlausum hætti og komast í úrslitaleikinn var bara með ólíkindum og ég mun aldrei gleyma hávaðanum á leikvanginum,“ skrifar Víkingur, í lauslegri þýðingu, og bætir við að þetta hafi verið skemmtilegur forleikur að tónleikunum í kvöld. Víkingur sá Jacob Murphy koma Newcastle yfir á 20. mínútu gegn Arsenal í gær, og Anthony Gordon bætti við öðru eftir mistök Arsenal-manna snemma í seinni hálfleik. Newcastle mætir annað hvort Liverpool og Tottenham á Wembley en þau mætast í hinum undanúrslitaleiknum í kvöld.
Enski boltinn Tengdar fréttir Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari segist hálforðlaus eftir að hafa unnið til Grammy-verðlauna í gærkvöldi. Víkingur var búinn að undirbúa tapræðu til að fara með, hefðu verðlaunin farið annað, eins og hann taldi sjálfur allar líkur á. 3. febrúar 2025 14:32 Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Newcastle sló Arsenal út úr enska deildabikarnum í kvöld eftir 2-0 sigur í seinni undanúrslitaleik liðanna St. James Park. Newcastle er þar með einu skrefi nær fyrsta titli félagsins í ansi marga áratugi. 5. febrúar 2025 21:54 Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Sjá meira
Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari segist hálforðlaus eftir að hafa unnið til Grammy-verðlauna í gærkvöldi. Víkingur var búinn að undirbúa tapræðu til að fara með, hefðu verðlaunin farið annað, eins og hann taldi sjálfur allar líkur á. 3. febrúar 2025 14:32
Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Newcastle sló Arsenal út úr enska deildabikarnum í kvöld eftir 2-0 sigur í seinni undanúrslitaleik liðanna St. James Park. Newcastle er þar með einu skrefi nær fyrsta titli félagsins í ansi marga áratugi. 5. febrúar 2025 21:54