Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. febrúar 2025 14:01 Þórarinn Ævarsson opnar sig á einlægan hátt um undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Þórarinn Ævarsson athafnamaður segist hafa snúið blaðinu við eftir að hafa orðið ölvaður af eigin velgengni. Hann starfar nú sem leiðsögumaður í víðum skilningi þess orðs og segist ekki lengur eiga sportbíl heldur gamlan Subaru. Hann segist vilja brjóta á bak aftur tabú um hugvíkkandi efni og telur hugmyndafræði Ikea geta nýst vel í verkið. Það þótti sæta tíðindum þegar Þórarinn, sem átti farsælan feril hjá IKEA og Dominos, opnaði sig um notkun sína á hugvíkkandi efnum í einlægu viðtali við Vísi. Eftir að hafa farið í djúpan dal þunglyndis og sjálfsvígshugsana breyttist líf hans á svipstundu eftir meðferð með hugvíkkandi efnum. Þórarinn var gestur í hlaðvarpinu Helga hjartað - og lýsti viðburðaríkri atburðarrás undanfarin ár. Eftir að hafa látið allt ganga upp fyrir sig í viðskiptum og orðið „ölvaður af eigin velgengni,“ þá sneri Þórarinn alveg blaðinu við og starfar nú sem leiðsögumaður í víðum skilning þess orðs. „Ég á ekki lengur sportbíl með vængjahurðum, 200 Krúser, spítt-bát og hús á Siglufirði. Ég er búinn að missa þetta allt. Ég er bara á gömlum Subaru. Og það er bara allt í lagi. Ég þarf ekkert það sem ég hafði.“ Þrátt fyrir að hafa öðlast efnislegar allsnægtir segir Þórarinn sig ekki hafa verið neitt betur staddan. „Þegar ég var með 40 milljóna virði af bílum í hlaðinu og mótorbát - sem ég hafði aldrei tíma til að nota því ég var alltaf að vinna - leið mér eitthvað betur? Nei mér leið ekkert betur.“ Þórarinn segist hafa gengið í gegnum erfiða tíma við að sleppa tökum, en að endingu sé niðurstaðan augljós. „Ef sálarróin mín kostar það að ég þurfi að skrúfa mig niður í lífstíl þá er það bara allt í lagi. Ef ég á í mig og á fyrir mína nánustu þá er það bara nóg.“ Þegar Þórarinn lítur tilbaka á áratuga feril sinn í viðskiptum - þá er svarið auðmjúkt. Hann segir um að ræða hliðarspor sem hafi ekkert endilega átt að eiga sér stað. Þórarinn segist ekki sakna þess að eiga sportbíl og spíttbát.Vísir/Vilhelm Hugmyndafræði Ikea inn í hugvíkkandi heiminn Eftir að hafa öðlast nýja reynslu í lífinu, þá brennur á Þórarni að fá að gefa þá gjöf sem hann fékk eins og hann kallar það, áfram. Hann segist hafa spurt kósmósið í ferðalagi hvort hann hafi átt hlutverk í þessu, en aldrei fengið alvöru svar. Það hafi hinsvegar orðið vendipunktur þegar hann hélt áfram á ferðalaginu - og hann fór að rækta mildi gagnvart sjálfum sér. „Loksins þegar ég fyrirgaf sjálfum þá fékk ég mjög skýrt svar. Og það var já.“ Þórarinn segir að nú sé tilgangur hans einfaldur. Hann vill gera hlut hugvíkkandi efni sem mestan og brjóta tabúin. Þegar hann líti tilbaka þá sér hann hvernig reynsla hans í viðskiptum geti nýst inn í þennan heim. Þar lítur hann til hugmyndafræði IKEA og stofnanda þess Ingvars Kamprad. Mottóið er einfalt: Að gera hversdagslegt líf fjöldans betra. Áður fylgdi Þórarinn mottóinu með samsettum húsgögnum - nú vill hann gera það með hugvíkkandi efnum. Neyðin sé mikil Eftir að hafa fetað krákustíga heilbrigðiskerfisins án þess að fá lausn - segir Þórarinn að neyðin sé mikil. Það sé dýrt að sækja sér þjónustu hjá sálfræðingum og þar að auki séu sextíu þúsund Íslendingar á SSRI lyfjum. Eftir að hafa fundið lausn síns vanda í gegnum hugvíkkandi efni þá vill Þórarinn að sem flestir geti nýtt sér þau. „Ég vil hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda því ég er enn að glíma við minn sársauka. Þessi fjórtán ár mín hjá IKEA þá drakk ég í mig hugmyndafræðina að gera almenningi þetta kleift. Að þurfa ekki að vera á forstjóralaunum til að geta fengið lækningu. Mig langar til að sjá að Jón Jónsson á bolnum hafi efni á þessu, á meðan heilbrigðiskerfið er ekki að fara að niðurgreiða þetta.“ Hægt er að nálgast hlaðvarpið Helga hjartað á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Hugvíkkandi efni Geðheilbrigði Hlaðvörp Mest lesið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Lífið Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Fleiri fréttir Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Sjá meira
Það þótti sæta tíðindum þegar Þórarinn, sem átti farsælan feril hjá IKEA og Dominos, opnaði sig um notkun sína á hugvíkkandi efnum í einlægu viðtali við Vísi. Eftir að hafa farið í djúpan dal þunglyndis og sjálfsvígshugsana breyttist líf hans á svipstundu eftir meðferð með hugvíkkandi efnum. Þórarinn var gestur í hlaðvarpinu Helga hjartað - og lýsti viðburðaríkri atburðarrás undanfarin ár. Eftir að hafa látið allt ganga upp fyrir sig í viðskiptum og orðið „ölvaður af eigin velgengni,“ þá sneri Þórarinn alveg blaðinu við og starfar nú sem leiðsögumaður í víðum skilning þess orðs. „Ég á ekki lengur sportbíl með vængjahurðum, 200 Krúser, spítt-bát og hús á Siglufirði. Ég er búinn að missa þetta allt. Ég er bara á gömlum Subaru. Og það er bara allt í lagi. Ég þarf ekkert það sem ég hafði.“ Þrátt fyrir að hafa öðlast efnislegar allsnægtir segir Þórarinn sig ekki hafa verið neitt betur staddan. „Þegar ég var með 40 milljóna virði af bílum í hlaðinu og mótorbát - sem ég hafði aldrei tíma til að nota því ég var alltaf að vinna - leið mér eitthvað betur? Nei mér leið ekkert betur.“ Þórarinn segist hafa gengið í gegnum erfiða tíma við að sleppa tökum, en að endingu sé niðurstaðan augljós. „Ef sálarróin mín kostar það að ég þurfi að skrúfa mig niður í lífstíl þá er það bara allt í lagi. Ef ég á í mig og á fyrir mína nánustu þá er það bara nóg.“ Þegar Þórarinn lítur tilbaka á áratuga feril sinn í viðskiptum - þá er svarið auðmjúkt. Hann segir um að ræða hliðarspor sem hafi ekkert endilega átt að eiga sér stað. Þórarinn segist ekki sakna þess að eiga sportbíl og spíttbát.Vísir/Vilhelm Hugmyndafræði Ikea inn í hugvíkkandi heiminn Eftir að hafa öðlast nýja reynslu í lífinu, þá brennur á Þórarni að fá að gefa þá gjöf sem hann fékk eins og hann kallar það, áfram. Hann segist hafa spurt kósmósið í ferðalagi hvort hann hafi átt hlutverk í þessu, en aldrei fengið alvöru svar. Það hafi hinsvegar orðið vendipunktur þegar hann hélt áfram á ferðalaginu - og hann fór að rækta mildi gagnvart sjálfum sér. „Loksins þegar ég fyrirgaf sjálfum þá fékk ég mjög skýrt svar. Og það var já.“ Þórarinn segir að nú sé tilgangur hans einfaldur. Hann vill gera hlut hugvíkkandi efni sem mestan og brjóta tabúin. Þegar hann líti tilbaka þá sér hann hvernig reynsla hans í viðskiptum geti nýst inn í þennan heim. Þar lítur hann til hugmyndafræði IKEA og stofnanda þess Ingvars Kamprad. Mottóið er einfalt: Að gera hversdagslegt líf fjöldans betra. Áður fylgdi Þórarinn mottóinu með samsettum húsgögnum - nú vill hann gera það með hugvíkkandi efnum. Neyðin sé mikil Eftir að hafa fetað krákustíga heilbrigðiskerfisins án þess að fá lausn - segir Þórarinn að neyðin sé mikil. Það sé dýrt að sækja sér þjónustu hjá sálfræðingum og þar að auki séu sextíu þúsund Íslendingar á SSRI lyfjum. Eftir að hafa fundið lausn síns vanda í gegnum hugvíkkandi efni þá vill Þórarinn að sem flestir geti nýtt sér þau. „Ég vil hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda því ég er enn að glíma við minn sársauka. Þessi fjórtán ár mín hjá IKEA þá drakk ég í mig hugmyndafræðina að gera almenningi þetta kleift. Að þurfa ekki að vera á forstjóralaunum til að geta fengið lækningu. Mig langar til að sjá að Jón Jónsson á bolnum hafi efni á þessu, á meðan heilbrigðiskerfið er ekki að fara að niðurgreiða þetta.“ Hægt er að nálgast hlaðvarpið Helga hjartað á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Hugvíkkandi efni Geðheilbrigði Hlaðvörp Mest lesið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Lífið Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Fleiri fréttir Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Sjá meira