Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Atli Ísleifsson skrifar 6. febrúar 2025 11:29 Dóra Björt Guðjónsdóttir er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Dóra og aðrir borgarfulltrúar fara fram á að Kópavogsbær fresti því að loka endurvinnslustöðinni við Dalveg í september. Vísir/Arnar/Sorpa Borgarfulltrúar í Reykjavík hafa farið fram á að Kópavogsbær fresti lokun endurvinnslustöðvarinnar á Dalvegi. Til stendur að loka stöðinni í september næstkomandi og segja borgarfulltrúarnir ljóst að álagið muni fyrir vikið aukast á endurvinnslustöðvum í Reykjavík. Þetta kom fram á fundi umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í gær þar sem fulltrúi Sorpu mætti til að fara yfir breytingar á endurvinnslustöðvum og hvaða áhrif þær muni hafi á þjónustu. Kópavogsbær hefur þegar tilkynnt að endurvinnslustöðinni við Dalveg verði lokað fyrsta dag septembermánaðar vegna skipulagsbreytinga í Kópavogsdal. Tillaga liggur fyrir um nýja endurvinnslustöð sem byggð verður á Glaðheimasvæðinu í Kópavogi „á næstu tveimur til fjórum árum“. Í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir að heimsóknir á endurvinnslustöð Sorpu við Dalveg séu um 180 þúsund á ári. Í bókun borgarfulltrúa í ráðinu – bæði úr meiri- og minnihluta – segir að telja megi nokkuð víst að þær heimsóknir flytjist á stöðvarnar við Jafnasel og Sævarhöfða í Reykjavík. „Þær eru nú þegar mjög ásettar. Til að mæta auknu álagi er m.a. til skoðunar að fækka úrgangsflokkum við Jafnasel sem þýðir þjónustuskerðing við íbúa Breiðholts. Við fögnum því að til standi að reisa nýja endurvinnslustöð við Glaðheima í Kópavogi, en fer jafnframt fram á að Kópavogsbær fresti skilum á lóð endurvinnslustöðvar við Dalveg þar til reist hefur verið ný endurvinnslustöð við Glaðheima. Lokun við Dalveg þann 1. september nk. myndi valda verulegri þjónustuskerðingu fyrir íbúa Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar,“ segir í bókuninni. Kópavogsbær gerir ráð fyrir að ný endurvinnslustöð verði opnuð á Glaðheimasvæðinu eftir „tvö til fjögur ár“.Sorpa Hver er ábyrgð sveitarfélaga á eigin sorpi? Í sérstakri bókun áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, Einar Sveinbjarnar Guðmundssonar, segir ljóst að með lokuninni á Dalvegi skapist meira álag á aðrar stöðvar. „Einnig vakna spurningar um hvað varðar ábyrgð sveitarfélaga á sínu eigin sorpi - ef svo má að orði komast. Í raun má halda því fram að ef Kópavogsbær ákveður að loka endurvinnslustöðinni við Dalveg ætti bærinn að setja upp sambærilega stöð annars staðar í bænum í stað þess að ætlast til þess að umferðin á Dalveg færist þá í nágrannasveitarfélögin með tilheyrandi álagi. Í kynningu er talað um breyttan opnunartíma á endurvinnslustöðinni á Breiðhellu í Hafnarfirði til að komast til móts við þessa breytingu. Fulltrúinn vill því ítreka að með lokun stöðvarinnar við Dalveg mun umferðarálag líklega aukast á aðrar stöðvar - sem ekki er á bætandi þegar litið er til þess umferðarþunga sem á þessu svæði er á annatímum,“ segir í bókun áheyrnarfulltrúans. Sorpa Reykjavík Kópavogur Skipulag Tengdar fréttir Loka Sorpustöðinni við Dalveg í Kópavogi eftir tæp tvö ár Móttökustöð Sorpu við Dalveg í Kópavogi verður lokað í september 2024. Lóðinni var úthlutað til bráðabirgða árið 1991 og í samstarfssamningi Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna í Kópavogi kom fram að hugað yrði að flutningi stöðvarinnar þar sem ekki er gert ráð fyrir henni í aðalskipulagi. 21. október 2022 07:33 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Þetta kom fram á fundi umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í gær þar sem fulltrúi Sorpu mætti til að fara yfir breytingar á endurvinnslustöðvum og hvaða áhrif þær muni hafi á þjónustu. Kópavogsbær hefur þegar tilkynnt að endurvinnslustöðinni við Dalveg verði lokað fyrsta dag septembermánaðar vegna skipulagsbreytinga í Kópavogsdal. Tillaga liggur fyrir um nýja endurvinnslustöð sem byggð verður á Glaðheimasvæðinu í Kópavogi „á næstu tveimur til fjórum árum“. Í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir að heimsóknir á endurvinnslustöð Sorpu við Dalveg séu um 180 þúsund á ári. Í bókun borgarfulltrúa í ráðinu – bæði úr meiri- og minnihluta – segir að telja megi nokkuð víst að þær heimsóknir flytjist á stöðvarnar við Jafnasel og Sævarhöfða í Reykjavík. „Þær eru nú þegar mjög ásettar. Til að mæta auknu álagi er m.a. til skoðunar að fækka úrgangsflokkum við Jafnasel sem þýðir þjónustuskerðing við íbúa Breiðholts. Við fögnum því að til standi að reisa nýja endurvinnslustöð við Glaðheima í Kópavogi, en fer jafnframt fram á að Kópavogsbær fresti skilum á lóð endurvinnslustöðvar við Dalveg þar til reist hefur verið ný endurvinnslustöð við Glaðheima. Lokun við Dalveg þann 1. september nk. myndi valda verulegri þjónustuskerðingu fyrir íbúa Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar,“ segir í bókuninni. Kópavogsbær gerir ráð fyrir að ný endurvinnslustöð verði opnuð á Glaðheimasvæðinu eftir „tvö til fjögur ár“.Sorpa Hver er ábyrgð sveitarfélaga á eigin sorpi? Í sérstakri bókun áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, Einar Sveinbjarnar Guðmundssonar, segir ljóst að með lokuninni á Dalvegi skapist meira álag á aðrar stöðvar. „Einnig vakna spurningar um hvað varðar ábyrgð sveitarfélaga á sínu eigin sorpi - ef svo má að orði komast. Í raun má halda því fram að ef Kópavogsbær ákveður að loka endurvinnslustöðinni við Dalveg ætti bærinn að setja upp sambærilega stöð annars staðar í bænum í stað þess að ætlast til þess að umferðin á Dalveg færist þá í nágrannasveitarfélögin með tilheyrandi álagi. Í kynningu er talað um breyttan opnunartíma á endurvinnslustöðinni á Breiðhellu í Hafnarfirði til að komast til móts við þessa breytingu. Fulltrúinn vill því ítreka að með lokun stöðvarinnar við Dalveg mun umferðarálag líklega aukast á aðrar stöðvar - sem ekki er á bætandi þegar litið er til þess umferðarþunga sem á þessu svæði er á annatímum,“ segir í bókun áheyrnarfulltrúans.
Sorpa Reykjavík Kópavogur Skipulag Tengdar fréttir Loka Sorpustöðinni við Dalveg í Kópavogi eftir tæp tvö ár Móttökustöð Sorpu við Dalveg í Kópavogi verður lokað í september 2024. Lóðinni var úthlutað til bráðabirgða árið 1991 og í samstarfssamningi Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna í Kópavogi kom fram að hugað yrði að flutningi stöðvarinnar þar sem ekki er gert ráð fyrir henni í aðalskipulagi. 21. október 2022 07:33 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Loka Sorpustöðinni við Dalveg í Kópavogi eftir tæp tvö ár Móttökustöð Sorpu við Dalveg í Kópavogi verður lokað í september 2024. Lóðinni var úthlutað til bráðabirgða árið 1991 og í samstarfssamningi Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna í Kópavogi kom fram að hugað yrði að flutningi stöðvarinnar þar sem ekki er gert ráð fyrir henni í aðalskipulagi. 21. október 2022 07:33